Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 12

Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 12
\ f i ! I Anne Barbier er komin til Islands til að sýna myndverk sín, sem eiga á hættu að skemmast í meðförum áhorfenda. En hún gerir þau þá bara aftur. Haraldur Jónsson myndlist- armaður er ábyrgur fyrir því að frönsk starfssystir hans, Anne Barbier, er komin til Islands til að halda sýningu í Gall- eríi einn einn við Skólavörðustíg í lok júní. Anne er ættuð frá miðhá- lendi Frakklands, en hefur búið í Paris ffá því hún lauk námi ffá Myndlistarskólanum í Bourges árið 1976. Hún segir blaðamanni, sem hittir hana í íbúð hennar í París skömmu fyrir brottförina til ís- lands, að myndlistin hafi fengið að liggja óhreyfð inni í skáp í nokkur ár eftir að dóttir hennar fæddist, en ffá 1987 hefúr hún haldið sýningar reglulega, aðallega í Frakklandi, en einnig í Belgíu, Þýskalandi og Kór- eu. Og nú á Islandi. Þegar hún er spurð að því hvað hún hyggist sýna íslendingum segist hún ekki vita það ennþá. Verk sín tengist alltaf rýminu sem þau eru sýnd í og hún vinni þau þess vegna á staðnum. Anne vinnur oftast með ösku eða duft af marmara og stundum lita- duft. Manni finnst það því gefa augaleið að verkin hljóti að vera viðkvæm fyrir hnjaski, sem þau reyndar eru. En verkin búa yfir tví- ræðni sem er fólgin í því að vegna formsins sem myndlistarkonan gef- ur þeim líta þau yfirleitt út fyrir að vera sterkbyggð. Þau taka á sig form sem líkist byggingunum sem þau eru í og við fyrstu sýn getur áhorfandanum fundist þau vera hluti af arkitektúrnum. Blekkingin hverfúr þegar skoðandinn hefur virt verkið fyrir sér dálitla stund. „Það er rétt að það er ákveðin þversögn á milli þess sem verkið virðist vera og þess sem það er,“ segir Anne, „þess sem við sjáum við fýrstu sýn og svo brothættum raun- veruleikanum, sem áhorfandinn tekur ekki eftir fýrr en hann hefúr virt verkið fyrir sér í nokkrar mín- útur, það er að segja ef hann gefur sér þann tíma. Þegar hann hefur gert sér grein fýrir því að verkið er í raun mjög viðkvæmt verður hann hræddur um að skemma það og koma þannig á ójafiivægi. Hann langar til að snerta það, en ef hann gerir það hrynur allt saman. Það gefur því augaleið að það er ekki auðvelt að eiga við þessi efni, en um leið er það spennandi.“ Finnst þér þú sjálf vera viðkvœm? „Ah! — Ég hugsa að mér finnist ég vera viðkvæm, já. Ég held hins vegar ekki að það sé frumleg tilfinn- ing. Ég hugsa að öllum finnist þeir vera viðkvæmir. Ég er því ekkert öðruvísi en annað fólk og kvarta ekkert yfir því. Ég hef áhuga á altækum táknum og tilvísunum. Það er að segja, ég nota persónuleg tákn, en þar sem ég er venjuleg, þá hafa þessi tákn persónulega merkingu fýrir hvern og einn og eru því í raun almenns eðlis. Ég nota form sem allir þekkja, til dæmis súlu, sem táknar það sama fýrir alla, þ.e. styrkleika. En um leið er ég að skírskota til mann- eskjunnar sem telur sjálfri sér trú um að hún sé sterk, þótt á bak við leynist breyskleikinn. Þetta á því ekki aðeins við um nrína persónu, heldur um alla. Og mig langar til að tala um hluti sem eru öllum sam- eiginlegir, þannig að hver áhorfandi geti fúndið sig í verkunum.“ Hefur það gerst að þú hafir þurft að koma á sýningu og laga verk sem hefur orðiðfyrir hnjaski? „Já, já. En það fer þó eftir því hvar verkin eru. Ég reyni að stjórna þessu. Ef ég þarf að fara yfir hálfan hnöttinn til að bæta verkið, þá geri ég ekki verk sem á það á hættu að skemmast. En þetta verk,“ segir hún og sýnir mér mynd af verki sem lítur út eins og steypuklumpur, „þurfti ég að endurgera tíu sinnum á meðan á sýningu stóð. Sem var reyndar ansi langur tími, sex vikur. En mér finnst bara fínt að þurfa að laga verkin á meðan þau eru til sýnis,“ segir hún, en hikar svo að- eins. „Það er tvennt sem þarf að hugsa um í þessu sambandi. Verkin mín verða auðveldlega fýrir skemmdum og það fer því eftir við- brögðum þeirra sem koma og „flhorfandann langar til að snerta verkið, en ef hann gerir það hrynur allt saman.“ skoða þau hversu lengi þau halda sér. Það getur gerst að verkin séu fljót að skemmast, en þegar áhorf- endur eru vel upplýstir um þau ger- ist það síður. Þegar verk eyðileggst lítið er hægt að sætta sig við það, því það er hluti af vinnunni. Verk verður auðveldlega fýrir áföllum vegna þeirra sem eru í kringum það. En séu skemmdirnar það miklar að verkið er næstum óþekkjanlegt, þá finnst mér það ekki þjóna neinum tilgangi lengur og ég geri við það.“ Hvað verður um verkin þegar sýn- Sætur þrældómur Margjr halda að það að vera ffægur píanóleikari sé dans á rósum. Svo er þó ekki. Að halda u.þ.b. hundrað tón-' leika á ári hingað og þangað um heiminn er nefnilega helber þræl- dómur. Það hefur Vladimir Aslik- enazy látið hafa eftir sér margoft, en hann heldur hér tónleika næst- komandi mánudagskvöld. Hann væri þó ekki að spila á Islandi né annars staðar ef það væri ekki eitt- hvert fútt í þessu öllu. Hann hefúr jú áhuga á músík og það er alltaf gaman að gera það sem maður áhuga á. Sérstaklega ef launin eru í lagi, eins og hlýtur að vera hjá Ashkenazy, enda er hann einn frægasti „slagherpir“ í heimi. Þetta er þvi „sætur þrældómur“ eins og hann orðar það í tiltölulega nýút- kominni bók, „The World of the Concert Pianist“ eftir David nokk- arkeppnina í Moskvu árið 1962 sem besti píanóleikarinn í það skipti. Að vinna þessa keppni er nefnilega mikill heiður og munu íslendingar því fýlgjast grannt með hvernig Sigrúnu Eðvalds gengur í þessari sömu keppni alveg á næst- unni. urn Dubal. Ashkenazy hefur þaraf- leiðandi verið iðinn við kolann síð- an hann vann Tsjajkovskíj-tónlist- Á efiiisskrá tónleikanna, sem verða í Háskólabíói, eru tvær són- ötur eftir Beethoven (opus 31 nr. 1 og 2), tveir þættir úr píanóútsetn- ingunni af Rómeó og Júlíu eftir Prokofifief og sónata nr. 8 eftir sama tónskáld. Allt eru þetta reyndar verk sem Ashkenazy hefúr tekið upp á plötur og geisladiska, enda fáir sem hafa sent frá sér fleiri upptökur en hann. Hann er nefiii- lega vinnusamur með afbrigðum og stöðugt á þeytingi. Til marks um það svífúr hann hingað með einkaþotu sama dag og tónleikarn- ir verða og þýtur svo burt yfir hafið strax að þeim loknum. Ashkenazy bjó á Islandi í mörg ár, enda er hann kvæntur íslenskri konu, Þórunni Jóhannsdóttur, sem sjálf var píanóleikari áður en hún gifti sig. Þau áttu stórt hús í Brekkugerðinu, en voru þó sjaldan heima því Ashkenazy var alltaf á ferðalögum. Hann hafði samt mik- il áhrif á íslenskt tónlistarlíf og var einmitt einn af stofnendum lista- hátíðarinnar árið 1970. Á þeirri há- tíð — og mörgum eftir það — hélt hann marga tónleika og fékk líka ýmsa fræga tónlistarmenn til liðs við sig. Hann þiggur engin laun fýrir tónleikana næstkomandi mánudag, heldur er þetta gjöf hans til tónelskandi íslendinga í tilefni af lýðveldisafmælinu. Listahátíð verð- ur þó að borga undir hann einka- þotuna. ingu lýkur? „Ég kem á staðinn með kúst og fægiskóflu og sópa þeim upp.“ Lík- ast til hefúr blaðamaðurinn orðið eitthvað skrýtinn á svip, því hún fer að hlæja og bætir við: „En ég geymi allt sem ég hef notað í mótin og hveiju verki fýlgja útskýringar um hvar þau hafa verið, hvaða tilgangi þau hafa þjónað, stærðina og þess háttar. Verkið heldur því áfram að vera til. Það er ekkert meira horfið en verk sem sett er ofan í kassa eða niður í kjallara til geymslu ffam að næstu sýningu.“ Geymirðu þá líka duftið og ösk- una? „Nei, ég nota það aftur. Ef ef ein- hver kaupir af mér verk, þá læt ég hann hafa það líka.“ Hefurðu selt verk? „Nei, ekki eitt einasta.“ Og hún skellihlær. „Það er reyndar ekki al- veg satt, því ég seldi verkin mín áð- ur en ég fór að gera svona viðkvæm verk. En ég held það sé rangt að halda að ekki sé hægt að kaupa þessi verk. Það er ekki síður hægt að kaupa þau en mörg önnur nú- tímalistaverk. Ég hef meðal annars rætt þetta við aðila sem vinnur fýrir FRAC (nokkurs konar héraðssjóð- ur til menningarmála, innsk. blm.) og er mjög hrifinn af verkunum mínum, en getur ekki tekið ákvörð- un um að kaupa. Ástæðan er fýrst og fremst sú að þeir hjá FRAC eiga við stórt vandamál að stríða þegar kemur að varðveislu verkanna sem þeir eiga. Það gerist iðulega að þau skemmast fljótlega, því jafnvel lista- maðurinn gerir ekld ráð fýrir að verkin eigi að lifa lengi. Þáu verða því fljódega ósýningarhæf. En geymslan er ekki vandamál þegar min verk eru annarsvegar! Það er auðvelt að geyma þau. Það eina sem þarf ef menn vilja sýna þau < að búa þau til aftur. En þeim tek ekki að kyngja þessari röksemd; færslu. Sjálf er ég sannfærð um a það er mun auðveldara að varðveii poka af öskju en skúlptúr sem bi inn er til úr viðkvæmu efhi eins c til dæmis pappa. Það er augljós Vandamálið er því ekkert vand; mál. Ef menn eru að velta fyrir st hver megi gera verkið, þá er þa heldur ekkert vandamál af mini hálfu. Ef viðkomandi vill að það i ég sem endurgeri verkið, þá geri c það. En ef einhver kaupir það, \ læt ég hann hafa allt sem þarf til a gera það aftur og hann getur þá ge það sjálfur eða látið einhvern gei það fyrir sig.“ Þú hefur engar áhyggjur af þvi c verkið verði ekki eins? „Ég vil bera þetta saman við tór verk. Þegar tónskáld hefur sami verkið er það ekki hann sem leiki það. Það koma til sögunnar tónlis armenn sem túlka verkið hver sinn hátt. Hver ný túlkun felur í s< ákveðnar breytingar, en það er ekl þar með sagt að verkið umhverfis Það er áfram hið sama. Þetta < ákveðið viðhorf til vinnunnar sei ég hrífst af. Ég vildi geta náð því a merking verkanna komist svo vel t skila að smávegis breytingar ha engin áhrif á þau. Ég held þó a slíkum gæðum sé erfitt að ná. E þegar listamenn segjast verða a setja upp verkin sín sjálfir finn: mér það vera merki um léle vinnubrögð. Ég held að verki hljóti að vera sterkara ef það þol meðhöndlun utanaðkomandi. segir Anne og leggur áherslu á or sín. Svo bætir hún við: „En hinga til hefur enginn keypt neitt.“ Margrét Elísabet Ólafsdóttir í Parí! 12B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.