Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 19

Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 19
Lífið eftir vinni fc Hverjir voru hvar? Hefur einhver heyrt minnst á skó úr kókoshnetuberki? Fáir, gerir maður ráð fyrir. Enda í fyrsta sinn, svo vitað sé, í ár sem slíkir skór líta dagsins Ijós. Skóverslunin Bossanova, sem verður að teljast í hópi frumlegri skóverslana á norðurhjara veraldar, býður nú við- skiptavinum sínum kókoshnetuskinnskó með gúmmísóla. Skórnir, sem frekar mundu teljast hitabeltisskór, eru eðli málsins sam- kvæmt hvorki miklir um sig né verklegir og hæfa því að sögn ekki miklum íslenskum sumarrigningum. Þeir eru búnir til í Bangladesh en á vegum fyrirtækisins Red and Dead, fyrirtækis sem er þekkt fyr- ir hönnun frumlegs skófatnaðar sem og fyrir háan gæðastaðal. Þeir sem á annað borð hafa komist í snertingu við kókoshnetur vita að börkurinn er grófur, brúnn og svolítið loðinn. Þannig eru skórnir einnig. Fólk spáir mikið í þá þótt verðið sé í hærri kantinum miðað við burði. Þeir kosta 3.900, eru aðeins til í örfáum eintökum og hljóma óneitanlega umhverfisvænir. Á sunnudag ...Tilrauninni ísland í 50 ár sem er yfirskrift Málþings á vegum Iista-j hátíðar sem þeir Val- garður Eg- ilsson og K r i s t j á n Kristjáns- son stjórna í Háskólabíói klukkan 4. Fullt af fantagóð- um fyrirlesurum úr öllum áttum, sem geta verið hver öðrum skemmtilegri þegar svo ber undir. Þeir sem eru lasnir (aðrar afsakanir eru ekki teknar til greina) geta hlustað á beina útsendingu á Rás 1. Sukkaðir englar su g^m mmgjt Hin gullnu öx ★★★ Awber 9H|3IOb Waves á RÚV á fimmtudags- kvöld. Bandarísk sjónvarps- mynd frá 1980 um unga og hrokafulla ljósmynda- fyrirsætu sem fer í sveitina. Hrokinn rennur eflaust úr henni þegar hún hittir Kurt Russell, þann fína skrokk. Saint Etienne og Underworld ★★★★ á RÚV á ftmmtudagskvöld. Um þessar frábæru grúppur sem heimsækja okkur með rúmlega viku millibili er mjög erfítt að gera vond- an þátt, sérstaklega ef þáttargerðar- mennirnir heita Eiður Snorri og Einar Snorri. Herbergið ★★★ The L-shaped Room á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. hetta er bresk sixtís-mynd um franska ólétta slelpu sem flyst inn í niðurnítt hús þar sem ýmiss konar ruslaralýð- ur býr. Stelpan verður vitanlega ástfangin af lúser-rithöfundinum sem þarna býr og þá hefst stuðið. Varist: Á hálum ís H Cutting Edge á Stöð 2 á föstudagskvöld. Róm- antísk gamanmynd um freka rússneska kontt og góðan bandarískan karl sem stefna bæði á að fá gullverðlaun fyrir listhlaup á skautum á Ólympíu- leikunum. Þau etu iátin skauta saman, eru náttúru- lega fúl fyrst, en svo endar auðvitað allt í geigvænlegri hamingju. Rusl fyr- ir fábjána. Laugardagur, sunnudagur, mánudagur ★ Sabato, domenica, limedi á RÚV á föstudagskvöld. ítölsk sjónvarpsmynd í léttum dúr um viðburða- rtka helgi í lífi roskinna hjóna í Napólí. Hin aldna fcgurðardís Sophia Loren leikur aðalhlutverkið. Gamla fólkið í Napólí skemmtir sér eflaust ágætlega en við efumst um að íslenskir sjónvarpsáhorfendur geri það. Þátturinn er tvískiptur, seintti helmingurinn á laugardagskvöld — finndu þér eitthvað betra að gera. Hart á móti hörðu H Markedfor Death á Stöð 2 á fóstudagskvöld. Ste- ven Seagal eltist hér við dóps<tlann Screwface sem heldur gamla hverftnu hans í heljargreipum. Enn býður hin listfenga gæðastöð Stöð 2 okkur upp á veislu fyrir augu og eyru. ...Bingói í Vinabæ sem er haldið öll sunnudags-, mið- vikudags- og föstudagskvöld kl. 19.15. Þótt vinningarnir séu ekki risavaxnir má alltaf hafa stólpagaman af góðu bingókvöldi. Gott er að und- irbúa sig fyrir nýja viku með því að heyra ljúfsára rödd kynnisins lesa upp númerin og fylgjast með þegar gamla fólkið rýkur upp ljómandi af hamingju og æpir „Bin- gó!“.Þú ljómar svo auðvitað líka ef svo ólíklega vifl til að bingóið lendi hjá þér. Sumardagskrá Ömmu Lú hefst um helgina og ber yfirskriftina „Kokkteill í sumar". Áhersla verður lögð á heita suðræna tónlist og nýjan kokkteilbar skreyttan vínberjum, sem engill trónir ofan á í öllu sínu veldi. Fjölbreytt miðnæturskemmtun verður svo hverja helgi og ríður Battú-dans- hópurinn á vaðið, en í sumar verður þarna fjöldinn allur af skemmtikröftum svo sem Defína-ásláttardú- ettinn, Jón Ólafsson, Ellen Kristjáns, Bogomil Font og Bergþór Páls- son, sem ætlar heldur betur að skipta um gír og taka ABBA-lög fyrir viðstadda þegar þar að kemur. „Þarna verður júmbóbar þar sem seldir verða rosalegir kokkteil- ar sem ekki hafa sést áður hvað varðar útlit og bragð. Þú getur feng- ið kokkteil í kókóshnetu og „dinner for two", en það er melóna fyllt með ávöxtum og víni." En hvað stendur þessi engill fyrir? „Hann er þarna vegna þess að fyrstu englarnir sem sögur fara af voru svolitlir sukkarar. Þeir voru feitir og pattaralegir, borðuðu mik- ið, drukku og stunduðu villt kynlíf." Á vel lukkuðum tónleikum bari- tónsaxófónleikarans Gerrys Mullig- an í Háskólabíói á föstudagskvöld voru Vigdís Finnbogadóttir forset'i Is- lands, bankastjórarnir Ásmundur Stefánsson, Ragnar Önundarson ogValurValsson. Það voru fleiri á Ham-tónleikun- um en þeir sem koma fram á mynd- unum í blaðinu, þar á rneðal Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður, Jón Ólafsson í Nýdanskri, Sóley El- íasdóttir leikari, Ingibjörg Óskars- dóttir, Magga Stína útvarpsmaður, ' Einar örn Benediktsson hr. smekklaus, Stefán Jónsson leikari og fleiri og fleiri. Meðal gesta á Café Óperu á laugardagskvöld voru Sævar Baldurs- son lengstum kenndur við Plaza, Valdi og Ragnheiður, Einar Pálma og Erla í Kók og auðvitað aðrir. Meðal gesta á Sólon Islandus á laugardagskvöld voru Hafnfirð- ingarnir Þorgils Óttar Mathiesen fyrrverandi bæjarfulltrúi og dr. Olafur Þ. Harðarson lektor í stjórnmálafræði. Þarna voru líka nokkrir úr hópnum sem er að setja upp 9. sinfóníu Beethovens, þau Sverrir Stefánsson, Áslaug og Sigrún Thorlacius, Amgeir Heiðar Hauksson, Helga Am- alds brúðugerðarkona og Skúli Mogensen kortasali. Gísli Gíslason lögfræðingur var á tískusýningu Ellu á Tveimur vin- um á föstudagskvöld. Á Hótel Borg á sunnudags- kvöld voru auk allra hinna vin- irnir Valgerður Mattluasdóttir og Hans Kristján Ámason og hjónin Jón Ólafsson og Helga í Skífunni, aldrei glaðari. Sjómannadagurinn fer að verða eins og 17. júní ef ffam heldur sem horfir tneð sölutjöld og barnafólk í miðbænum. Með- al þeirra sem voru þar á ferð voru Þröstur Leó Gunnarsson leikari og fjölskylda og Leifur Leópoldsson nýaldarfrömuður. Hin dularfiillu endalok Edwins Droods ★★★ The Mystay of Edwin Drood á RÚV á laugardagskvöld. Bresk sakamálamynd byggð á síðustu sögu Charles Dickens sent hann náði ekki að ljúka fyrir dauða sinn. Er þá cnginn endir á þessari mynd? Við höfum enn ekki séð vonda breska sakamálamynd og því tökum við sénsinn á þessari. Ásgerður Búadóttir myndlistarmaður ★★★ á RÚV á sunnudagskvöld. Hrafn- hildur Schram listffæðingur ræðir við Ás- gerði Búadóttur vefjarlistarkonu. Þáttur fyr- ir alla senr hafa áhuga á vefjarlist — og hver hefur það ekki?! Skjaldbökuströnd H Turtle Beach á Stöð 2 á laugardagskvöld. Veru- lega vond áströlsk mynd um blaðakonu sent fer til Malasíu. Reynt er að blanda santan pólitískum tryTli og tilfinningalegu drama en útkoman er misheppnað drasl. Út í bláinn H Delerious á Stöð 2 á sunnudagskvöld. U.þ.b. tíunda end- ursýning á einni lélegustu gamanmynd Johns feita Candy — blessuð sé minning hans. Myndin er gott dæmi um hugmyndaskortinn í Holly- wood eins og hann gerist vcrstur. Varist líka að láta henda ykkur það sem gerðist í þessum dálki í síðustu viku í umfjöllun um Gang lífsins. Orðbragðið sem þar var viðhaft unt drenginn sem leikur Corky var til skammar. Við biðjum þá velvirðingar setn urðu þar óbeint fyrir barðinu á smekkleysu og tillitsleysi. FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ 1994 PRESSAN 19B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.