Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 14

Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 14
GUIMIMAR J. ÁRIMASOIM um sviðsetningum með yfir- spenntri dramatík og yfir þeim hvílir kæfandi andrúmsloft ní- tjándu aldar úrkynjunar („deca- dence“). Áferð myndanna minnir á máðar og rispaðar myndplötur úr bernsku ljósmyndatækninnar og Witkin reynir að endurskapa myndstíl stúdíóljósmyndara frá miðri 19. öld, bæði með kyrralífs- myndum og uppstillingum byggð- um á verkum frægra meistara, t.d. Velazquez og Gericaults. Kyrralífsmótíf eru yfirleitt kölluð „nature morte“ á erlendum tung- um, dauð náttúra, og myndir Witkins gefa þessari nafngift nýja vídd. Ein frægasta mynd Witkins er af höfði af líki gamalmennis, sem meinafræðingur hafði sagað í tvennt eftir endilöngu, en Witkin stillti helmingunum upp, eins og gifsstyttum, innan um plussklæði, þannig að varir helminganna mættust. Nafn myndarinnar er „Le Baiser“, Kossinn, en ég get fullviss- að fólk um að sú mynd er ekki á sýningunni á Mokka. Til hvaða hvata í huga áhorfand- ans höfðar Witkin? Menn hafa nú löngum haft kvikindislega ánægju af því að láta ganga fram af sér og velta sér upp úr óhugnaði og kannski er einhver kidandi forvitni sem ýtir á eftir mönnum að kíkja með öðru auga á það sem er for- boðið og aldrei sýnt. Þá má benda á að dauði og hryllingur hafa alltaf verið viðfangseffti listamanna og margir þeirra reynt að sýna það á eins áhrifaríkan hátt og þeim var unnt. Gegn ásökunum um að hann sé að reyna að hagnast á ógæfu annarra með lágkúrulegri æsimennsku hafa menn bent á hið fágaða handverk hans og listrænt næmi. En það má spyrja sig hvort það sé aldrei hægt að ganga svo langt í viðurstyggð að handverk og listrænt hugmyndaflug megni ekki að „göfga“ myndefrtið. Er hægt að réttlæta hvað sem er, t.d. að nota andvana fóstur sem leikmuni, í list- rænurn tilgangi? Fágun hand- bragðsins eykur á óhugnaðinn frekar en dregur úr honum. Sjálfúr segist hann bera „um- hyggju fyrir hinum vanelskuðu, af- brigðilegu og útskúfuðu", svo vitn- að sé í grein sem liggur ffamrni á sýningunni, til að „sýna fegurð þeirra, varnarleysi og angist, með því að göfga þjáningu þeirra“. En það er ekki mannleg þjáning sem slík sem vekur áhuga hans heldur aðeins þjáning hinna „útskúfuðu“. Fólkið sem situr fyrir á myndunum er statistar í leikrænum draumór- um hans. Er þetta virkilega lisfí spyrja sjálf- sagt einhverjir. Ég held það sé frek- ar spurning um hvort menn hafi lyst á þessum myndum en hvort þær séu list. Það má segja að ljós- myndirnar skapi nægjanlega list- ræna fjarlægð á myndefhið til að Dauði og útskúfun Joel-Peter Witkin á Mokka í stuttu máli: Draumóra- kennduróhugnaður á mörkum velsæmis — ekki fyrir viðkvæma. Kaffihúsið Mokka, fyrir til- stilli Flannesar Sigurðsson- ar, listfræðings í New York, hefur boðið upp á óvenjulegar ljós- myndasýningar. En ljósmyndir Bandaríkjamannsins Joel-Peters Wilkins slá þó 'allt út. Jafnvel svæsnustu myndir Roberts Mapplethorpes fölna í saman- burði, en þess er skemmst að minnast að sýningar á verkum Mapplethorpes lentu í Jdónum á ritskoðurum og dómstólum í Bandaríkjunum. Kynlíf, óskapnað- ur og dauði eru viðfangsefni Witk- ins, helst allt í einu. Nú er Witkins orðinn ffægur að endemum, ef ekki alræmdur, selur vel og sýnir víða. Fyrirsætan ástsæla Cindy Crawford ældi á opnun, en leikar- anum Richard Gere finnst mynd- irnar skoplegar og safnar þeim til að hrekkja vinkonur sínar. Witldn fer vægast sagt ótroðnar slóðir í leit að fyrirsætum. Alvar- lega vanskapað eða fatlað fólk, tví- kynjungar og lcynsldptingar, sirkusviðundur og kynlegir kvistir, helst afslcræmdir eða með óprent- hæfar kynferðislegar tilhneigingar. En hann einskorðar sig ekki við lif- andi fyrirsætur, hinir dauðu vekja ekld síður áhuga hans og þeir þurfa ekld að vera í heilu lagi; afskornum höfðum og útlimum er stillt upp innan um blóm og ávexti. Ef slíkt myndefni væri myndað á „klínískan“, Uudausan hátt væri það einfaldlega ffáhrindandi. En myndir Witkins eru hin undarleg- asta samsuða af draumórakennd- „Það má spyrja sig hvort það sé aldrei hœgt að ganga svo langt í viðurstyggð að handverk og listrœnt hugmyndaftug megni ekki að „göfga“ myndefnið. “ það geti verið ögrandi tilhugsun að reyna að sjá fegurðina í óhugnað- inum, og það má benda á að list- rænt og trúarlegt ímyndunarafl hefúr alltaf reynt að staðsetja „hina hliðina“ á veruleikanum, böl og dauða, fólki til hrellingar. En í kap- ítalískum neyslusamfélögum er ekki spurt um siðferðilega réttíæt- ingu á listaverkum, heldur aðeins hvort menn séu reiðubúnir að kveikja eða slökkva á rásinni, opna eða loka fyrir það sem í boði er. Ég efast um að það verði nokkum tímann menningarleg sátt um myndir Witkins, þannig að hver og einn verður að gera það upp við sig hvort hann hafi lyst á að „kveikja á“ myndum hans. Að breyta sér í varúlf Nýlega kom út ævisaga An- tons Szandors LaVey, höf- uðsmanns „Kirkju Satans“ sem ég minntist á í síðasta pistíi. Heitir bókin „The Secret Life of a Satanist“ og er eftir konu að nafni Blance Barton. LaVey er líka höf- undur nokkurra kafla sjálfur og fjallar einn þeirra um hvernig má gerast varúlfur. Varúlfur er sá eða sú sem hefur breyst í úlf. LiiVey segir að auðvitað sé það ekki hægt í eiginlegri merkingu, heldur sé það sálin sem umbreytist. Hann heldur því þó ffam að umbreytingin geti haft ótrúlega sterk áhrif á líkam- ann. Fólkinu í söfnuði hans sem upplifi þetta ástand finnist það hafa klær, vígtennur, trýni, o.s.ffv. Engin hætta sé samt á að neinn „festist" sem varúlfúr, til þess sé mannseðlið allt of sterkt. Samkvæmt LaVey mun rándýrs- eðlið vakna í hverjum þeim sem fylgir eftirfarandi leiðbeiningum. Áfleiðingamar verði betra sam- band við dýrslegu þættina; fólk verði almennt grimmara og því muni þar með ganga betur í lífs- baráttunni. í hnotskum gengur að- ferðin út á að gera sjálfan sig hræddan, en hugsa sér síðan að maður hafi að sama skapi máttinn til að gera aðra hrædda. Best er að útskýra þetta nánar. Nokkrum dögum fyTÍr fullt tungl skaltu fara á einhvern stað sem vekur hjá þér óhug. Þetta gæti verið eyðibýli að nóttu til, en líka máttu fara eitt- hvert út í náttúmna langt frá mannabyggð. Þú verður að vera ein(n) og dvelja þama um stund. Síðan skaltu fara burt, en komdu aftur næstu nótt. Gerðu þetta í nokkur skipti og reyndu að upplifa eins mikinn ótta og þú getur. Eftir fáeina daga, þegar tunglið er orðið fúllt, er komið að næsta skrefi. Það geturðu tekið heima hjá þér. Klæddu þig í svört föt og ef þú átt gamlan pels er það ekki verra. Best er að setja upp úlfsgrímu ef hún er fáanleg. Það hljómar auð- vitað fáránlega, en þá má benda á að töfralæknar hjá ýmsum „ffurn- stæðum“ þjóðum beita keimlílcri aðferð. Þeir klæða sig í dýrsfeld, setja upp viðeigandi grímu, syngja, dansa og berja á tmmbu. Þetta virkar sem sjálfsefjun; von bráðar fer þeim að finnast þeir vera við- komandi dýr og þá öðlast þeir mátt þess. Það er að minnsta kosti hug- myndin. Svipað ert þú að fást við og nú skaltu ímynda þér að þú get- ir vakið skelfingu hjá öðmm. Láttu 14B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ1994 sem þú hafir ummyndast í úlf og að aðrir óttist þig, alveg eins og þú hefúr fundið fyrir ótta undanfamar nætur. Reyndu að ganga eins langt og þú getur með því að urra, góla, þefa út í loftið, o.s.ffv. Skynjaðu grimmd villidýrsins og láttu hana magnast upp í æði. Ef þér tekst þetta muntu finna að ýmsir vöðvar fara að herpast saman, að því er virðist ósjálfrátt. Þú byrjar að gretta þig; neðri vörin geiflast ffam, þú skýtur upp kryppu og hendurnar verða eins og loppur. Þegar þetta gerist ertu orðin(n) að varúlfi! Vertu þannig nokkra stund, en svo skaltu slaka á. láttu þá ástandið ganga til baka, þar til þér finnst að þú sért orðin(n) manneskja aftur. Þetta er galdur sem er stundaður af djöfladýrkendum í „Kirkju Sat- ans“ og má hver reyna sem vill. En í sumum galdrareglum, þ.á m. söfnuði vúdú-biskupsins Micaels Bertiaux, sem ég hef áður minnst á í nokkmm greinum, er gengið enn lengra. Þá fer galdramaðurinn eða -konan sálföram í líki úlfs. Fyrst er gerður galdur af svipuðum toga og ég lýsti hér að ofan og þegar við- komandi er orðinn að varúlfi fer hann út úr lflcamanum (ég mun fljótlega kenna lesendum mínum það). Sem varúlfur er svo ferðast um svörtustu afkima ósýnilega heimsins, en þar eiga að búa all- skyns demónar og púkar. Þessar vemr myndu ráðast á hvem sem færi um þeirra svæði, en sé maður sjálfúr í úlfsmynd verða púkarnir aftur á móti hræddir og flýja. Af þessu má sjá að úlfsgaldrar geta „Skynjaðu grimmd villidýrs- ins og láttu hana magnast upp í æði. Efpér tekst þetta muntu finna að ýmsir vöðvar fara að herpast saman. “ verið jákvæðir og notaðir til vernd- ar. Hugmyndin er einfaldlega sú að ef eitthvað skelfilegt ræðst á mann er best að vera bara fúll á móti. Galdraseremóníu, sem er í svip- uðum dúr og ættuð ffá Indlandi, má gera ef manni finnst eitthvað óhreint að handan vera nálægt. Aðferðin er mjög einföld. Sestu á stól og ímyndaðu þér íjóra úlfa í kringum þig, einn í hverri höfúð- átt. Þeir horfa allir út ffá þér, eru illilegir á svipinn og gæta þín. Sjáðu fyrir þér fjögur hvít bönd sem tengja lflcama þinn við úlfana. Hugleiddu þannig nokkra stund, en svo skaltu hugsa þér að úlfamir leysist upp og verði að ljósboltum. „Sogaðu“ síðan boltana inn í þig. Þetta er aðferð sem hægt er að beita hvenær sem er. Hún dugir ekki aðeins gegn draugum, heldur lflca ef einhver er að hugsa illa til manns. Sterkar, fjandsamlegar hugsanir geta nefúilega verið mátt- ugar. Það ætti sannur djöfladýrk- andi að vita...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.