Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 7

Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 7
MYND: STEFÁN KARLSSON MYND: STEFÍN KARLSSON MAGNÚS ÁRNI MAGNÚSSON „Við erum ólík hippa- kynslóðinni að því leyti að við berum ekki allar heimsins áhyggjur á herðunum." STEINUNN V. ÓSKARSDÓTTIR „Núna eru fyrirmynd- irnar venjulegt fólk og það er pláss fyrir alla.“ in í svona borgaralegan farveg. Þetta eru allt orðnar ósköp svipað- ar hugmyndir sem flokkarnir hafa um markaðskerfið og velferðar- kerfið upp að vissu marki. Flokk- arnir eru meira og minna allir eins. Ég vitna bara í Thomas Mann, sem sagði einhvem tima að hann hefði engan áhuga á stjórnmálum og þess vegna væri hann borgaralega sinnaður.“ „Ungu fólki hefur fundist þörf á breytingum, sama hver breytingin var,“ segir Áshildur Bragadóttir, þjóðfélagsfræðingur og félagi í Sjálfstæðisflokknum. „Hugsunin náði þó kannski ekki lengra en að ná fram smábreytingu.“ Deildar meiningar eru einnig um hversu innihaldsrík þessi nýupp- komna bjartsýna unga kynslóð sé. Einum viðmælenda PRESSUNN- AR finnst heldur lítið til hennar koma þótt hann tilheyri henni sjálfur. Sá heitir Grímur Ádason og er þroskaþjálfanemi og bassaleikari í hljómsveitinni Rosebud. Til að hafa alla fýrirvara á réttum stað má geta þess að hann telur sjálfan sig haldinn írónísku mannhatri í garð mannhatara, sem þýði í raun að hann sé mannvinur. Grímur grein- ir síður en svo einhverja uppreisn hjá ungu kynslóðinni. „Mér finnst einmitt mjög mikið millistéttar- eitthvað í gangi meðai ungs fólks. Allir eru bara að hugsa urn sig og sína. Allir eru tilbúnir í orði að segja eitthvað en um leið og á að fara að leggja eitthvað á vogarskál- arnar er enginn tilbúinn að láta neitt af hendi. Þar sem ungt fólk hefur alltaf talist uppreisnargjarn- ara en það eldra býður maður ekki í þetta sama fólk þegar það fer að eldast og mildast enn meir.“ Eilitlir bóhemar Aðeins miidari í garð ungu kyn- slóðarinnar er Tinna Gunnarsdóttir hönnuður, eigandi Gallerís Greipar og óflokks- bundinn Reykvíkingur, sem upp- lifði það í kringum kosningarnar að flestir hinna ungu tóku afstöðu til stjómmálanna. Hún segist svo- sem ekki hafa almennilegan sam- anburð því í síðustu borgarstjórn- arkosningum hafi hún verið stödd erlendis og ekkert hafit annað við höndina en Morgunblaðið. Því hafi hún ekki „nennt“ að setja sig al- mennilega inn í málin. Það væri enda miklu meira spennandi þegar tveir kepptu og enginn vissi hvert stefhdi. Þegar Tinna rýnir í tíðar- andann telur hún ekki rétt að kalla þá sem nú teljast ungir hippa, í mesta lagi „mellow“-hippa og ei- litía bóhema, en ekkert samanborið við áður. „Ég var að lesa bókina um Ástu Sigurðardóttur. Bóhem-lífið var miklu meira ríkjandi hjá henn- TINNA GUNN- ARSDÓTTIR „Ég held að það fylgi alltaf kraftur svona kreppu. Þá verður list- sveifla. Fólk hefur líka tíma til að njóta lífsins." ÞORSTEINN SIGURLAUGS- SON „Ég vitna bara í Thomas Mann sem sagði ein- hvern tíma að hann hefði engan áhuga á stjórnmálum og þess vegna væri hann borgaralega sinnaður." ÁSHILDUR BRAGADÓTTIR „Hugsunin náði þó kannski ekki lengra en að ná fram smábreyt- ingu.“ ar kynslóð en hjá ungu kynslóðinni í dag.“ En líkt og Þorsteinn Sigurlaugs- son telur Tinna ágætt að íslending- ar hægi aðeins á ferðinni. Menn- ingarlíf hafi sjaldan verið blóm- legra. „Ég held að það komi alltaf kraftur í svona kreppu. Þá kemur listsveifla. Fólk hefur líka tíma til að njóta lífsins," segir hún og er eðlilega ánægð með það, hins vegar finnst henni súrara í broti að stofh- anir eins og bankar skuh hafa dreg- ið saman seglin í hstaverkakaupum því þeir hafi áður verið með helstu hstaverkakaupendunum. Bæði Tinna og Þorsteinn segjast hafa orðið vör við að meginlands- hugsunin sé að aukast; fólk sé farið að horfa á hlutina í víðara sam- hengi. Andrúmsloftið sé að sama skapi frjálslyndara. Pólítíkusinn Magnús Ami gerðist hástemmdur og enn alþjóðlegri í lýsingum sín- um. „Við stöndum við þröskuld kerfis þar sem margt bendir til þess að þjóðir heims muni taka sig sí- fellt meira saman í því skyni að stoppa grimma einræðisherra úti í heimi. Vesturlöndin hafa unnið talsverðan hugmyndafræðilegan sigur. Það stjómarfar sem raun- vemlega er réttlátast er lýðræðið.“ Kvenfyrirmyndin Snúum okkur aftur til íslands. Allir voru sammála um eitt; nýja fyrirmyndin, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, væri hvað sem öðm líður góð fýrirmynd. Ef eitthvað hafi tekið ffamförum í henni veröld virðist það því vera ímynd kvenna í íslenskum stjóm- málum, þótt fjölgunin í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fýrir. Fyrst og ffernst er litið svo á að Ingibjörg Sólrún sé fýrirmynd hinnar venjulegu manneskju, líkt og Guðlaugur Þór Þórðarson var fýrirmynd hins venjulega manns þegar hann krækti í SUS-stólinn. Við hvomgt þeirra loði nein glans- ímynd. Margir velta þó eðlilega fýr- ir sér hvort kynferði Ingibjargar hafi skipt máh. Éinn viðmælandinn hafði á orði að það hefði ekki skipt neinu; þótt Ingibjörg væri karl- maður hefði hún einnig unnið kosningamar því „fýrirmyndin er fýrst og fremst manneskja með sjálfstæðar skoðanir sem vinnur af kappi effir eigin samvisku". Með öðmm orðum hvorki manneskja sem fer í kringum hlutina né lofar upp í ermina á sér. 1 borgarstjórn- arkosningunum hafi fýrst og ffernst verið kosinn sterkur persónuleiki, ekki ímynd. „Ég vona bara að aðal- kosningamálin í næstu kosningum verði ekki eina ferðina enn leik- skólamálin. Flokkarnir verða að fara að klára þau mál svo þeir geti snúið sér að öðm,“ segir Tinna. Þótt Kvennalistinn sé ekkert á þeim buxunum að opna flokk sinn alveg á næstunni telja ýmsir að að því hljóti að líða. Um það hefur Ás- INGVAR SVERRISSON „Þetta hlóð utan á sig þannig að formenn flokkanna fengu í rauninni ekkert að gert. Þeir urðu bara að fylgja með eða verða eftir.“ hildur Bragadóttir að segja „Ég vil þakka Kvennalistanum hversu vel hinir flokkarnir hafa tekið við sér. Þessi þróun hefur átt sér stað með tilkomu Kvennalistans í fjórflokk- ana. Nú er það hins vegar orðin spurning hvort ekki sé tímabært að stokka upp í þessu aftur og fara að vinna að málum sameiginlega. Ég held að það sé ekki rétt hjá konum að einangra sig og gera sig að ein- hverjum sértrúarhópi eða æðri ver- um.“ Kvennalistakonan Steinunn Óskarsdóttir segir hvað sem því líð- ur ánægjulegt að vera ung kona í stjórnmálum í dag. „Núna em fýr- irmyndirnar venjulegt fólk og það er pláss fýrir alla.“ Æth einhver teikn um opnun Kvennahstans séu á lofti? Guörún Kristjánsdóttir ásamt Huldu Bjarnadóttur „Ég held aöfélagsleg ábyrgö sé komin til aö vera. “ Magnús Ámi Magnússon „Þetta vinstri/hœgri-dœmi er kannski ekki til lengur, en fólk vill augljóslega vinna að félags hyggjun rii. “ Ingvar Sverrisson „R-listanum tókst meö ein- hverjum ráöum aö láta ungt fólk trúa /jví aö hann vœri flokkurfólksins, ekkiflokk- anna.u Þorsteinn Sigurlaugsson „R-listinn er engin töfralausn en hann sýnir að það getur veriö mjög skernmtilegt og spennandi að starfa í stjórn- málum og þar er vettvangur til aö hafa áhrif. Hér áöur fyrr voru þctta einhverjir bindindisstrákar í Heimdalli scm voru aö streöa íþessu í von um einhverja vegtyllu síöar á Ijfsleiöinni. “ Steinunn V. Óskarsdóttir „Sumumfannst Sjáfstœðis- 'flokkurinn hafa unniö vel í borgarmálunum síöastliöin ár. R-listinn hefur ekkert út á þaö að setja. Samtfannst fólki oröiö í lagi aöfaru aö fá einhverja nýja inn i borg- armálin. “ Áshildur Bragadóttir „Ég held aö þaö sé auöveld- asta mál í heimi aö gera ís- land réttlált ríki og jafna efnahaginn. “ Grímur Atlason „Fólk hœgra og vinstra meg- in skemmtir sérjqfnmikið og ferjafnoft út aö boröa.u Þorsteinn Siguriaugsson „Ég held aö ungtfólk muni i J’ramtíðinni ekki sœtta sig við að vera í litlum stjórnmála- flokkum. “ Magnús Ámi Magnússon „'i menntaskólaárunum er alltaf „inu aö vera íeinhverj- um kreösum en í dag er ekki lengur „inu aö vera íHeim- dalli. “ Steinunn V. Óskarsdóttir „Mérfinnst ágælt aö D-listinn fái aöhald. Bara aö R-listinn stoppi ekki allarfram- kvæmdir og hætti aö snyrta borgina. “ Tinna Gunnarsdóttir „Viö erurn aöeins aö gariga út úr þessari álierslu á stein- sleypu og dauöa hluti. “ Þorsteinn Siguríaugsson „Égþekki eldrafólk scm rnyndi alltaf kjósa Sjáifstœð- isflokkinn hvaö sern á gengi. Þaö rnyndi ekki skipta rnáli þótt Davíð labbaði niöur í bæ og drœpi annan hvem mann - - þaö myndi samt kjósa hann. “ Grímur Atlason „Vitneskjan um ást ogfriö er oröin rniklu meiri. “ Brynhildur Þórarínsdóttir FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ1994 PRESSAN 7B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.