Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 17

Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 17
Tvær sýningar munu fara fram í Borgarleikhúsinu „Þama er háklassík, nýklassík og nútímaklassík blandað saman og það verður spennandi íyrir dansar- ana að spreyta sig á svo mismun- andi verkefnum," sagði María Gísladóttir, ein af höfúndum Lýð- veldisdansanna sem íslenski dans- flokkurinn ætlar að sýna á Listahá- tíð. Auk Maríu hafa þær Nanna Ólafsdóttir og Hlíf Svavarsdóttir samið dansa fyrir þessa sýningu. „Það eru þrjú íslensk verk á sýn- ingunni og dansamir eru sérsamd- ir fýrir dansara íslenska dans- flokksins. Það verður virkiiega gaman að sjá erlendu dansarana sýna atriðið úr Þymirós eftir Helga Tómasson. Ég held að áhorfendur muni allir finna eitthvað fyrir sig í þessari sýningu," bætti María við. Erlendir dansarar sýningarinnar em Anthony Randazzo og Elisa- beth Loscavio, en þau em aðal- dansarar í San Francisco-ballettin- um þar sem Helgi Tómasson starf- ar nú sem listrænn sljómandi. Hlíf nefnir verk sitt Fram, aftur, til hliðar — og heim og er það samið við tónlist eftir Snorra Sigfús Birgisson og Jón Leifs. Verk Nönnu er samið við ljóðabálkinn Tímann og vatnið eftir Stein Steinar, og fléttar hún þar saman dansi og upplestri Hjalta Rögn- valdssonar á ljóðinu. Verk Maríu nefnist Sumarmyndir og er samið við tónlist sænska tónskáldsins Lars Erik Larsson. Guðrún Svava Svavarsdóttir og Karl Aspelund sjá um leikmynd og búninga, sýningarstjóri verður Kristín Hauksdóttir og ljósahönn- un er í höndum Björns B. Guð- mundssonar. ... en stærsta tannkremsfýrirtæki í heimi, Colgate, hefúr ekki enn fúndið upp tannkrem sem klessist ekki og harðnar í einum haug framan á túpunni þinni. ... en þegar byggt var biðskýli fyrir leigubílanotendur á Lækjartorgi, sem nýtist AV-fömm á leið í Kópavog og Hafnarfjörð, var eingöngu hugs- að um útlit en ekki notagildi; í þessu ofvaxna strætóskýli er aðeins pláss fýrir einn og hálfan í sæti. ... en nærbuxnaframleiðendur hafa enn ekki fúndið upp alpungheldar nærbuxur. Þegar minnst varir er slátrið komið í sársaukafúlla klemmu og maður þarf að laumast í næsta skúmaskot til að lagfæra leguna. ... en beita þarf ýtrustu handlagni til að kókómjólkin slettist ekki út um allt hús úr beygjanlegu römnum í kókómjólkur-drykkjunum frá MS. ... en strætisvagnabílstjórar búa enn ekki yfir þeirri tæknikunnáttu að geta skipt í strætó. Gamlar konur þurfa því að stíga snöktandi út úr vögn- unum og lötra bæinn á enda með þúsundkallana kreppta í æðaberum hnefúnum. Mosfellingar í sólbað Eftir því sem skýin þykkna á himninum gefast fleiri tækifæri til að sóla sig innan dyra. Nýjasta dæmið er sólbaðsstofan Sól- bær, sem opnuð var um síðustu helgi í Mosfellsbæ og er reyndar fyrsta stofan sinnar tegundar þar í bæ. Á myndinni sjást eigend- urnir Aðalsteinn Gíslason og Sigríður Hjaltadóttir fagna opnun- inni í samkvæmi sem haldið var á laugardag. SiHúijakkaföt efst á spaugi Mestu athyglina í miðbænum um síðustu helgi vakti ungur maður að nafni Torfi Ólafsson, öðru nafni Gunni. Það var fyrst og fremst fyrir fötin sem hann bar utan á sér, sem voru silfurlit- uð og glansandi að það var engu líkara en hann væri umvafinn ál- pappír. Hvert sem augað eygði mátti sjá glitta í silfurlituð föt Torfa í miðbænum á föstudags- kvöld. Torfi er að öðru jöfnu ósköp látlaus drengur sem vinn- ur á Kaffibarnum. Það er maður að nafni Wol- fang Joop sem er að hefja þessi framúrstefnulegu geimföt aftur til vegs og virðingar, jafnvel sem virðuleg kaupsýsluföt. Torfi sást hins vegar í gallabuxna- og gallajakkasniðinu. Það sem koma skal eru látlausar buxur og jakkafatajakki sem fer vel með skyrtu og bindi. Minnir um margt á klæðaburð Davids Bo- wie á því tímabili er hann söng Ground Control to Major Tom... Torfa... Á föstudag ...Tónleikum Saint Eti- enne í Kolaportinu. Það er sjaldgæft að bestu popp- grúppur augnabliksins heim- sækl skerið og því alveg út í hött að missa af þessu tæki- færi. Hljómsveitin kemur margefld með helling af að- stoðarmönnum og segist breytast í pönkdýr á sviði svo það er engin ástæða til annars en að vonast eftir tónleikum aldarinnar. ...Tónleikum karlakórs- ins Heimis ffá Skagafirði sem verða í Langholtskirkju kl. 20.30. Skagfirðingar eru út- belgdir eins og allir vita og söngmenn góðir upp til hópa. Karlakórinn flytur sígild stuðlög („Undir bláhimni“ svo eitt sé nefút) og hvað er annað hægt en að hrífast með þegar þessir upplitsdjörfú sveitamenn opna munninn og láta íslenska tóna svífa út? Tveir sætir strákar eru tvífaramir í dag: Þorgrímur Þráinsson, hinn geðþekki rithöfúndur, og Patrick Swayze, hinn geðþekki bandaríski leikari. Það skín jafnt af þeim hið innra jafnvægi, lífsgleðin og sól- brúnkan. Báðir eru þeir ljóshærðir og klipptir samkvæmt nýjustu herraklippingu, eiga íþróttatengda fortíð og eflaust báðir draumur sér- hverrar tengdamömmu. Næst ætlar Þorgrímur að skrifa bók fýrir fúll- orðna og við höfúm heyrt að nýjasta mynd Patricks sé líka fýrir fúll- orðna. Þannig fýlgjast þessi krútt að í gegnum lífið og halla undir flatL FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ1994 PRESSAN 17B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.