Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 13

Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 13
Switch Taboo dr. Gunna GG Gunn Letter from Lhasa ★ ★★ „GG er snillingur íjarmi kinda eins og heyra má hér. Rödd hans er skrœk og auðþekkjanleg, og ef maður vissi ekki betur mœtti halda á köflum að hér vœri brúða úr Prúðuleikurunum á ferð- inni.“ PS & co. Erkitýpur, streitarar ogfrík ★ ★ „Hér er ekki verið að breyta tónlistar- sögunni með byltingu, en Pétur Stef- ánsson semur ágœta texta og mallar eigin lög úr margreytidum uppskrift- um. “ 13 Salt ★ ★ „Tónlistin er þung sem dautt ttaut setn dettur á hlustandann og klessir honum við jörðina, þar sem hann getur lílið annað en nagað neglumar meðan fargið liggurá honum." Blur Parklife ★ ★ „EfBlur œtla ekki að renna niður sem lífsglöð rœpa í niðurfall poppsögunnar þarf að beita einhverjum meðulum. Ég tnæli með verk- og vindeyðandi flösku affrutnleika.“ „Backbeat-bandið" Tónlistin tírBackbeat •kir „Liðið (úr ekki verri sveitum en Sonic Youth, Nirvana ogREM) lœðirengu af eigin fjörefnum í vellandi rokkið. Þetta er samt allt klassískt eftii og það þyrfti tnikla evróvisjón-skitu til að klúðra jafngóðu rokki. “ Nick Cave and the Bad Seeds Let love in •kkirk „Þótt Vondu frcein séu að bauka hvert í sínu hominu satneinast þau þó alltaf í beinskcyttri en tilraunakenndri tón- súpu. Nick er þó aðalkokkurinn, sem ketnur með uppskriftirnar og leggur línumar fyrir þessa tíu rétta veislumál- tíð.“ „Eins og staðan er núna getur maður alveg eins hlustað á fllice Pearl Pilot eins og að eyða tíma sínum í Dos Pilas." GUIMIMI Vinsældalisti X-ins og PRESSUNNAR er valinn af hiustendum X-ins, atkvæöum framhaldsskólanemenda í samvinnu viö listafélög skólanna og upplýsingum plötusnúöa á danshúsum bæjarins um vinsælustu lög- in. Númer í sviga vísa til sætis á lista 1 síöustu viku Gamalt og gott í end- urútgáfuhrinu Spors HLJOMAR HLJÓMAR II ★★★ ÞÚ OG ÉG LJÚFALÍF ★★ ÞURSAFLOKKURINN GÆTI EINS VERIÐ ★★★ Þegar Hljómar tóku upp fyrstu plötu sína fengu þeir fimmtán tíma í hljóðveri í London. Þegar þeir gerðu þessa, seinni plötuna, fengu þeir 25 tíma í öðru fínna hljóðveri í London. Allt átti að vera sem best, þekktir lausa- menn voru kallaðir á staðinn og Hljómar vönduðu sig eins og þeir gátu. Svavar Gestsson — SG sjálfur — fann þó að gangi mála, vitnaði í samninginn, og Hljómar þurftu að borga með sér þegar þeir fóru yfir kostnaðaráætlun. Platan gæti varla verið meira „sixtís“. Það er „beat“ í hverjum tóni og þótt komið hafi verið íram á árið 1968 þegar platan var gerð er lítið sem ekkert um hippaleg áhrif, utan einstaka sýrulegan tón hér og hvar. Platan skiptist í tvennt eítir hliðum. Fyrri hliðin er merkilegri, sex dægurperlur eftir Gunnar Þórðarson. I tímans rás hafa þessi lög orðið sígild og flest margtekin í söngvakeppnum og prógrömmum ballsveita. Enginn hefur þó sungið þau jafhvel og Shady, Engilbert og Rúnar — hver með sínu auðþekkj- anlega nefi. Hér eru „Lífsgleði“, „Ég elska alla“ og „Sandgerður11, og það vex næstum því á mann bítla- hár við að heyra alla þessa snilld. Á seinni hliðinni eru erlend lög í Hljómaútgáfum: Ágætis útfærslur og flutningur en eins og eitthvað vanti. Platan hefði verið enn glæsi- legri ef Gunnar hefði fengið að semja allt, en í þá daga tóku menn ekki sénsinn á alfrumsömdum poppplötum. Textar Þorsteins Eggertssonar eru svo eins og alltaf stórkostlegur samsetningur og engu líkir. Éllefu árum síðar var Gunnar á ferðinni og í nýjum gír, enda runn- in upp ný öld — diskóöld. Þú og ég var metnaðarfull iðnaðarfram- leiðsla sem ég og hinir litlu pönk- ararnir hötuðum út af lífinu þegar mallið tröllreið útvarpinu 1979. Nú hljómar þetta hinsvegar ágæt- lega — í spéspegli tímans — og það er auðskilið hversvegna þjóðin keypti þetta í 13.000 eintökum á sínum tíma. Platan morar einfald- lega í hreinræktuðum smellum: grípandi melódíum sem sækja á einföldustu fílingsfálmara heila- búsins. Hér keyrir diskótakturinn einstefnu. Lögin, þ.á m. „Vegir liggja til allra átta“ og tvö gömul Hljómalög, eru undirlögð diskó- felulitum: bassatromman gengur eins og óvæginn stimpill, vélfiðl- urnar sarga og dísætar raddir Helgu og Jó- hanns mjálma í samstiga diskó- gleði. Þegar hlustað er á þessa plötu vex plastgreiða upp úr gallabuxna- rassvasanum og mann langar helst til að fara að „bömpa“ í Óðali, þótt maður verði auðvitað bara að láta sér nægja að hlusta á Pál Óskar af plötum í Gullinu. Þegar pönkararnir híuðu á skallapopparana og sungu þeim níð sluppu Þursarnir við skítkastið. Þursarnir voru jú alltaf metnaðar- fúllir og lögðust aldrei í skítinn og sveitaballarúntinn. Þursaflokkur- inn gerði fjórar plötur, þar af eina tónleikaplötu sem enn hefur ekki verið endurútgefin. Þegar „Gæti eins verið“ kom út 1982 hafði bandið skroppið saman í kvintett og látið af upprunalegu hugmynd- inni um að tvinna saman íslenska lopasokkatónlist og rokk. I staðinn var komin einhvers konar þursa- nýbylgja sem minnti bæði á gamla þursastílinn og bönd eins og Grafik og Þey. í dag halda mörg af lögun- um á plötunni haus og standa jafh- fætis því besta sem var að gerast á þessum miklu gróskutímum. Lögin, sem eru níu, voru aðal- lega samin af Agli Ólafssyni. Hann á fín lög eins og „Nú er heima!“ og „Þögull eins og meirihlutinn“ en Riðlast á klisjubankanum DOS PILAS misstígur sig smávægilega í „Gib- bon“ og „Ranimosk“, sem lufsast áfram án þess að grípa verulega eða heilla. Saman semja Þursar tvö lög, „Pínulítiil karl“ og hið Þeysaralega lag „Sérfræðingar segja“, sem breytist í hreinræktað Stuðmanna- lag í viðlögunum, sem ekki er fúrðulegt miðað við að allir Þurs- arnir voru Stuðmenn á þessum tíma og skömmu fyrir útgáfu þess- arar plötu hafði „Með allt á hreinu“ slegið eftirminnilega í gegn. Trommarinn hlédrægi, Ásgeir Óskarsson, sýnir einnig góða takta í lagi sínu, „Þögull eins og rneiri- hlutinn“. Þar er góð rokkkeyrsla látin undirstrika gremjufullan texta Einars Más Guðmundssonar. Það var bara einn Þursaflokkur og hann hafði þegar skotið glæsi- legustu rakettum sínum á loft er þessi plata kom út. „Gæti eins ver- ið“ tekur þó fram úr flestum ýlun- um sem núorðið paufast urn rokk- hvolfið. Vinsældalisti X-ins og PRESSUNNAR er leikinn á X-inu klukkan tólf á hádegi á hverjum fimmtudegi þegar PRESSAN er komin út. Vinsældavalið fer fram í síma 626977 virka daga klukkan 9-17. Vertu meö í aö velja tuttugu vinsælustu lög- in á íslandi. DOS PILAS SPOR ★ Þegar gruggið (grunge) fór úr neðanjarðarbyrginu og varð almenningseign og partur af línuritum stórfyrirtækja fóru ýmsir sem höfðu verið að spila staðnað þungarokk að spila grugg. Grugg- inu óx fiskur um hrygg en staðnaði ótrúlega fljótt. I dag er lítið um ferska vinda í þessari tónlistar- stefnu og allir apa eftir öllum í endalausri úrkynjaðri endurtekn- ingahringrás. Hér heima tóku margir upp gruggflaggið og veifuðu, þótt fæstir vilji auðvitað vera stimplaðir og tala um að þeir „spili bara það sem þeir fíla“. Dos Pilas úr Hafharfirði er eitt af þeim böndum sem grugg- ið skvettist á, en líkt og flestir tala þeir um að þeir fylgi engri ákveð- inni tónlistartegund. Einna lengst í persónulegri útfærslu hér á Islandi hafa Jet Black Joe komist og því eðlilegt að önnur íslensk grugg- bönd skuli vera stimpluð sem læri- sveinar þeirra. Miðað við fyrstu plötu Dos Pilas bendir lítið til þess að þeir komi til með að taka við gruggkyndlinum af Jetturunum. Þessi plata segir kannski ekki alla söguna því hér eru aðeins sjö lög, þar af bara þrjú óútkomin. Hin hafa verið á safhplötum og ekki elst neitt sérstaklega vel. Þau hljóma eins og þau eru: ársgamalt grugg- rokk. Það lekur ekki beint af þeim fersk- eða frumleikinn. Allt er auð- vitað sungið á ensku, ffamburður- inn ekkert sérstaklega bjánalegur, og því gætu Dos Pilas hæglega ver- ið ein af þúsundum amerískra hljómsveita sem nú standa í bið- röðinni og vonast eftir að feitur kall með vindil komi og skrifi upp á samning. I nýju lögunum halda strákarnir áffam að riðlast á nýj- ustu klisjubönkum rokksins. Þeir ráða stundum ekki við sig og taka löng og leiðinleg hefí metal-sóló, en í meginatriðum eru þeir fyllilega samkeppnisfærir við alla hina von- góðu síðhærðu. Persónulegur stíll eða hljómur fyrirfinnst ekki hjá Dos Pilas -— ekki enn að minnsta kosti. Þetta hefur allt verið gert þúsund sinnum áður, hugsar mað- ur og geispar. Ég ætla rétt að vona að þeir eigi einhver tromp uppi í erminni, eitthvað sem sker þá ffá öllu hinu gruggkraðakinu, og þá er ég ekki að tala um lúnar stuðútgáf- ur á gömlum asnalegum lögum eins og „Devil went down to Ge- orgia“. Næsta plata sker úr um hvort Dos Pilas er bóla sem springur eða gróskumikil bóla full af góðum vessum. Þetta er ágætishljómsveit, spilaralega séð, og því óskandi að þeir hefðu eitthvað nýtt til málanna að leggja á næstu plötu, sem kemur út í haust. Eins og staðan er núna getur maður alveg eins hlustað á Alice Pearl Pilot eins og að eyða tíma sínum í Dos Pilas. óháði listinn 20 vinsælustu lögin á íslandi Þossi Hit List Sætí 1.(1) 2. (4) 3. (2) 4. (3) 5. (10) 6. (—) 7. (12) 8. (9) 9-(—) 10.(—) 11.(20) 12.(8) 13. (6) 14. (19) 15. (18) 16. (—) 17. (—) 18. (—) 19. (5) 20. (—) Hijomsveit Vikur Was That All it Was Scope 3 Like a Motorway Samt Etienne 3 Bull in the Heather ••••••••••• *Somc Youth 3 Lose Your Mmd BoB • • • • *(Bong & Bubbleflies) 4 Senser 2 Beastie Boys 1 Sure Shot Pay No Mind Beck 2 Positive ID Renegade Soundwave 5 Moby 1 Pjakkur Bubbleflies 1 Miss World Hole 2 Hip Hop Halli Tennessee Trans 3 Parklife Deep Forest Deep Forest 2 Pantera 2 The Badge Ease My Mind Arrested Development 1 Summer in the City Justice System 1 Spoon 1 The Theme Sabres of Paradise 6 The Monkey Mano Negra 1 1. Sure Shot •••••« 2. Switch ••••••••• 3. Summer in the City 4. Jallbird Primal •••« 5. Shaker Maker ••• • *Beastic Boys •••••••Senser 'Justlce System • • • • • “Scream ■•••••• *Oasis Fantast Topp Androgynous Mind •••••••••••• Family Affairs •••••••••••••••• Early Years •••••••••••••••••• Land of Dreams •••••••••••••• I Never Want an Easy Llfe ••••••• 5 •Sonic Youth .........13 •••XC — NN • ••Dos Pilas • •Charlatans FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ 1994 PRESSAN 13B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.