Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 4
GUÐMUNDUR J. EINARSSQN A BRJANSLÆK: SOFA URTUBÖRN Á UTSKERJUM Selveiðar hafa verið stundaðar hér við Breiðafjörð og annars staðar, þar sem selalátur eru, allt frá landnáms- tíð, og verið taldar til mikilla nytja. Varla var nokkur byggð eyja í Breiða- firði, sem ekki átti eitthvert ítak til selveiða. Einnig áttu margar land- jarðir stór selalátur, svo sem Reyk- hólar, Staður á Reykjanesi og Skarð á Skarðsströnd, svo að nokkrar séu taldar. Landselurinn, sem svo er nefndur á alþýðumáli, kæpir á vorin, í fimmtu eða sjöttu viku sumars. Eru kóparnir veiddir í net, og hafa skinnin verið afar verðhá hin síðari ár og mikið eítirsótt. Útselurinn kæpir að haust- inu við sker, sem ekki fellur sjór yfir, því að kópurinn liggur uppi á skerj- unum frá fæðingu, þar til hann er kominn „úr snoðinu", það er að segja fallin af honum hárin, sem hann fæð- ist með, því að fyrr getur hann ekki synt og er ósjálfbjarga. Útselskópa- skinn eru í miklu lægra verði en vor- kópaskinnin. Sennilega stafar það af því, að mikið er veitt af kópum með þeim lit á vetrum í íshafinu, og þess vegna meira framboð á slíkum skinnum. Um aldamótin síðustu og nokkuð fram á þessa öld var nokkuð gert að því hér í Vestureyjum að veiða sel- inn að vetrinum og snemma á vor- iri f svonefnd írekstrarnet, og kem ég síðar að því. í verzlunarskýrslum frá því rétt fyrir aldamótin sést, að út hafa verið flutt frá verzlunarstöðvum hér við fjörðinn það ár tólf hundruð selskinn. En sá útflutningur hefur aukizt að miklum mun, bæði vegna þess, að selnum hefur fjölgað og frið'un auk- izt í selalátrunum. Áður stunduðu sumir veiðiþjófnað með byssuskot- um, sem fældi selinn frá, meira en það gerði beinan skaða að öðru leyti, og svo stórspillti írekstrarveiðfe, meðan hún var stunduð. Það var eii||- um láturselurinn, sem veiddur vtur með þeirri aðferð, en útselurinn var skotinn. Selaskytturnar eru nú flest- ar hættar að rjá, og írekstrarnetin fúin og eyðilögð. Til skamms tíma var selurinn veidd ur til matar, fullt svo mikið sem vegna skinnanna, því að selkjöt þótti góður matur, en spikið var brætt og notað til ljósa, og einnig flutt út og var í há.u verði. Og einhvers staðar hef ég lesið það, að „Danskurinn" hafi notað mikið af lýsi til götulýs- inga í kóhgsins Kaupinhöfn. Hér á landi voru lýsislampar almennt not- aðir fram yfir seinustu aldamót. Það var því ekki neitt smáræði, sem þessi skepna, selurinn, gaf af sér í búið — kjöt, ljósmeti og skæðaskinn, eða skinn til útflutnings. Það var því engin furða, þótt eftir honum væri sótt. Þeir bændur, sem áttu útsker, þar sem útselurinn lá uppi seinni part vetrar, fóru stundum í uppidráp, sem svo var nefnt. Var þá reynt að komast að selnum uppi á skerjun- um og rota þá með þar til gerð- um keppum. Það voru eikarsköpt með tveimur stálfleinum í. En það þurfti bæði lagni og áræði til þess að það bæri árangur. Varð veiðimaður- inn að koma neðan að selnum á sker- inu og slá hann um leið og hann rudd- ist niður að sjónum, og mun ekki hafa verið heiglum hent að mæta stórum flokki útsela á leið til sjávar. Þó tókst einstaka manni að bana mörgum selum á þessum stutta tíma, sem um var að gera. En dæmi voru þess, að selurinn afvopnaði veiði- manninn og jafnvel ryddi honum í sjóinn. • Margir kannast við visu þjóðskálds- ins Matthíasar og Ara Steinssonar í Flatey. En tilefni hennar var, að bændur voru að koma úr selafari á út- sker. Höfðu þeir banað einum mikl- um útsel- Matthías, sem þá var ung- Haldið heim með fenginn Myndarlegir selir llggja I bátnum. (Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson). 556 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.