Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 6
sund. Þar fjarar alveg um stór- straumsfjörur. En þegar nokkuð er fallið út, myndast vogur milli skerj- anna, um tvö hundruð metra breiður yzt. Á ytri tanga Laugaskersins ligg- ur oft mikill fjöldi af látursel. írekstr arveiðin er fólgin í því að geta kom- ið netum þvert fyrir vogkjaftinn og króað inni selinn, sem liggur uppi. Það voru háflæður þennan morg- un og stórstreymt. Var fagurt að líta yfir sundin blá og víkina, bað- aða í sólskini. Það hefði verið ein- kennilega innrættur maður, sem ekki hefði fundið til fagnaðar yfir lífinu þennan fagra vormorgun. Og þó voru mennirnir á þessum friðsamlega hólma að búa sig til að ráðast á sak- iausa skepnu, eínungis af því, að á jörðinni okkar hefur það verið tal- ið nauðsynlegt, að dýrategundirnar dræpu hver aðra, til þess að geta sjálfar lifað. Vonandi á þetta eftir að breytast, ef mannkynið á þá ann- ars nokkra framtíð fyrir sér. Báti er hrundið á flot. Það er lítill sexæringur, smíðaður af Snæ- birni, og heitir Aida. Netin eru látin út í bátinn eins og þau eiga að vera undir lögnina. Flárnar aftast í skut- inn, en steinajaðarinn fram í austur- rúm Möskvastærð netanna er um sjö þumlungar og möskvadýptin um tuttugu. Flárnar eru úr brenndu tré, og ekki er meira bil á milli þeirra en rétt fláarlengd. Á neðri jaðar nets- ins eru notaðir hlekkir í stað steina, og hefur verið saumaður strigi utan um þá, svo að þeir skrölti minna, ef þeir slást út í borðið, þegar lagt er, og eins til að ryð af járninu skemmi ekki netin. « Þegar þessu verki var lokið, var farið heim til þess að matast, því að ekki lá á að koma út að lögninni, fyrr en komið var nærri fjöru. Nesti var útbúið og drykkjarblanda sett á kútinn, og á hæfilegum tíma var svo lagt af stað. Mig minnir, að við vær- um sex eða sjö á bátnum. Og auð- vitað var þetta árabátur. Loks var haldið af stað og róið í hægðum sínum, því að ekkert lá á. Straumur- inn létti róðurinn, því að hann er harður þarna á sundunum. Úr Hergilsey og út í Oddbjarnar- sker eru taldar tvær vikur sjávar, átta sjómílur, og þótti hæfilegur róð- ur í logni að vera tvo tíma þá leið. Þegar nálgaðist skerið, var haft hljótt um sig. Ekki mátti tala hátt og ekki mátti láta skrölta í keipum, og voru því tollarnir vafðir með snæri. Selurinn hefur ákaflega góða heyrn, og lyktnæmi hans er svo mik- ið, að ef svo óheppilega vill til, að vindur eða kul leggur af bát, sem er að fara í slíka veiðiferð sem þessa, þó að á langleið sé, þá er ekkert vís- ara en það, að selurinn sé allur á bak og burt, þegar komið er að lögn- inni. Sumir höfðu jafnvel þá trú, að svartbakurinn héldi vörð fyrir selinn og gerði honum viðvart, ef hætta væri á ferð, og fyrir það fengi hann mola af borðum selsins, þegar hann æti bráð sína, sem venjulega var fisk- ur. Ekki veit ég, hvort nokkur hæfa er í þessu, en hitt er víst, að oft var svartbakurinn óþarfur mönnum í írekstrarferðum og fældi selinn nið- ur með gargi og ólátum,'þegar bátur nálgaðist lögnina, þvi að selurinn, sem er mjög skynsöm skepna, skil- ur það, að eitthvað óvenjulegt er á seyði, þegar svartbakurinn fer að láta illa. Og steypir sér þá í sjóinn. Við rerum nú suður fyrir skerið, en þeir, sem kunnugir voru, töldu, að tæplega væri fallið nógu mikið út, og biðum við því nokkurn tíma. Var svo byrjað að róa inn með skerinu, en farið mjög hljóðlega, þar til kom að tanga, sem er nokkuð inn með því að vestanverðu. En fram fyrir þann tanga má ekki fara á bátnum, því að þá blasir legupláss selsins við. Einn af skipsmönnum hét Eiður. Hann var frændi Snæbjarnar, stór maður og sterkur, en ekki talinn lag- virkur. Hann hafði þann starfa í írekstrarferðum, að gæta innra sunds- ins, leiðarsundsins, því að ekki má vera fallið úr því, þegar byrjað er að leggja. f því sundi miðju er dálítið sker eða hlein, og verður að vaða þar út og fæla selinn, að hann fari ekki inn úr sundinu, þegar hann finnur að ytra sundið er lokað með netunum. En það er betra, að maður- inn, sem stendur þarna í mitti í sjón- um á flúðinni, sé enginn veifiskrati. Snæbjörn þekkti frænda sinn og vissi til hvers mátti trúa honum. Eið- ur fór nú þarna á land, wpnaður heljarmiklum krókstjaka. Átti hann svo að hlauna inn skerið, þar til hann kæmi á þann stað.þar sem hann skyldi vaða út. Það mátti þó ekki gera, tyrr en báturinn var kominn á leið yfir voginn með netatrossuna. Við settum nú endann á netunum niður með tang anum, og svo var lagzt fast á árarnar. Tveir menn greiddu netin út. Það kom heldur en ekki líf í tusk- urnar í selabyggðinni, þegar bátur- inn var kominn nokkuð frá landi. Það var eins og stór grjótskriða væri að hrynja í sjóinn, þegar selurinn ruddist fram. Gizkað var á, að selirn- ir væru sextíu til sjötíu þarna í hópn- um. Það stóð alveg heima, að fyrstu selirnir komu út að netunum, þegar við vorum búnir að leggja þau þvert yfir voginn. En þeir sáu fljótt að þarna var lokað. Sneru þeir þá við og syntu inn sundið, þar sem Eiður stóð í sjónum og lamdi á báðar síður með krókstjakanum. Og það mátti svo sem heyra það, þótt langt væri milli hans og okkar, að hann hafði raddböndin í góðu lagi. Ekki hefur selnum fundizt kapp- inn árennilegur, því að hann sneri við aftur og kom nú að netunum. Þeir, sem áræðnastir voru, réðust nú til útgöngu, en festu sig í netunum, voru dregnir að bátnum og rotaðir með keppnum. Vanur maður þarf ekki að slá nema eitt högg til þess að rota selinn. Svo voru þeir hálsskorn- ir, og varð sjórinn allt í kring blóð- litaður. Þetta er nokkuð óskemmti- leg vinna og er hinn eini bjargræðis- vegur, sem ég sakna ekki, þótt legð- ist niður. En mikil björg var það heimilum, bæði í eyjum og á landi, sem oft voru fátæk að matbjörg, eink um snemma á vorin. En eyjabændur miðluðu oft landbændum, þegar þeirra var leitað, og ekki einatt fyrir mikið verð. Nú hefur fallið svo mikið út, að leið arsundið er orðið þurrt og engin hætta á, að selurinn komist inn um það. Er þá farið að þrengja meira að selnum, sem innikróaður er. Ein- att bætist við veiðina, og loks er að- eins einn selur eftir í hringnum. —- Hann syndir aftur og fram og leitast við að komast út. Þetta var fullorð- inn selur. Það var átakanlegt að sjá blessaða skepnuna synda þarna í blóði félaga sinna og geta ekki bjarg- að sér. Snæbjörn segir þá, og var röddin hálfklökk, sem honum var þó ekki gjarnt til: „Ég get ekki horft á þetta lengur, við skulum sleppa honum“. Allir hafa víst hugsað hið sama, enda voru menn fljótir að opna nót- ina og sleppa selnum. Margir selir höfðu sloppið hjá okk- ur. Þegar margir komu í hótina í senn, vöfðu þeir henni um sig, og þá lyftist hún frá botninum, og þar köf- uðu þeir undir hana. En veiðin var í þetta sinn tuttugu og átta selir, flestir stórir, enda var báturinn sökk- hlaðinn af aflanum. Það eru nú liðin tuttugu og fimm ár síðan seinast var farið í írekstrar- ferð, og selnum hefur fjölgað mjög. Uppidráp á útsel er alveg úr sög- unni. Enda er haustkópaveiðin marg- föld sums staðar við það, sem áður var. Ég held, að það hafi verið í fyrra- sumar, að ég las það í einu dag- blaðanna, að nauðsynlegt væri að útrýma selnum sökum þess, að hring- ormar í fiski væru selnum að kenna. Ekkert var það þó rökstutt, hvernig samband var varið þar á milli. Ég er nú að vísu enginn náttúrufræðing- ur, en skrítið væri það frá breið- firzku sjónarmiði að friða örninn, sem gerir oft á tíðum stórtjón í varplönd- um, en útrýma selnum, þessari fallegu nytjaskepnu. Skrifa'ð á kóngsbænadaginn 1962. 558 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.