Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 7
Jón Þórdarson, prentari; Kosningin á Seyðis- firði 9. marz 1909 i. Mál þetta hefst raeð því, að á Alþingi íslendinga var kosin milli þinganefnd, sem sigla skyldi til Dan merkur til að ræða við Dani um réttarstöðu íslands innan danska ríkisins. Nefndarmennirnir koma til Kaupmannahafnar 27. febrúar 1908. Næsta dag hélt ne'fndin fyrsta fund sinn, þar sem nefndarmenn lögðu fram skipunarbréf sín. Á þess um fyrsta fundi nefndarinnar var dr. jur. Knud Berlin kosinn skrifari nefndarinnar, samkvæmt tillögu Christensens forsætisráðh. Dana. Á þessum sama fundi lögðu Dán. ir fram ýmis skjöl og rit um sam- band tslands og Danmerkur, þar á meðal rit um fjárhagslegt samband landanna, þar sem höfundur þess komst að þeirri niðurstöðu, að á árunum 1700—1907 hafi Danir greitt til Islands þarfa nálega 5.300.000,00 krónur, er telja mætti fslendingum til skuldar. Þessi upp- hæð var þó ekki sett fram sem bein krafa af Dana hálfu. Enn fremur var samþykkt á fyrsta fundi nefndarinnar, að allar gerðir hennar skyldu vera leynileg- ar unz störfum hennar væri lok ið. — Síðan hófust mikil veizlu- höld næstu dægur, en næsti fund- ur nefndarinnar var ákveðinn 7. marz, en eftir þann fund skyldi halda fjóra fundi vikulega. íslenzku nefndarmennirnir héldu fund með sér daglega í „Hotel Kongen af Danmark", enda höfðn flestir þeirra þar aðsetur. Þeir réðu Jón Sveinbjörnsson cand. jur. sér til aðstoðar 1 milliþinganefndinni voru af tslands hálfu: Hannes Hafstein, Lárus Bjarnason, Jóhannes Jóhann esson, Steingrímur Jónsson, Jón Magnússon, Stefán Stefánsson og Skúli Thoroddsen. Af Dana hálfu voru: I.C. Christ ensen, N. Andersen, Goos, H.N. Han sen, N. Hansen, Niels Johansen, P. Knudsen, Christopher Krabbe, Mad sen-Mygdal, H Matzen, N. Neer- ALDAN á Seyðisfirði, séð i átt út til Vestdals. JÓN ÞÓRÐARSON, prentari gaard, Anders Nielsen og A. Thom- sen. Um skeið leit svo út sem fund- armenn beggja lándanna mundu geta komið sér saman um sameig- inlegt uppkast, en þó fór svo að lokum, að Skúli Tohroddsen greiddi atkvæði gegn uppkastinu, en breyt- ingartillaga frá honum var felld með öllum atkvæðum nefndar- manna gegn hans eigin atkvæði. Breytingar á frumvarpinu komu ekki til greina fyrr en eftir 25 ár, og þó alls óvíst að nokkrum breyt- ingum fengist framgengt að þeim tíma loknum. II. Haustið 1907 sigldi Guðbrandur Magnússon prentari til Kaupmanna hafnar og dvaldist á Valdekilde- lýðháskóla í Danmörku veturinn 1907—1908. Þá er hann hafði lokið skólaveru þar vorið 1908, óskaði hann eftir því að mega dveljast þar mánaðartíma við vinnu í garðinum, svo að hann gæti sagt er heim kæmi, að hann hefði unnið í aldín garði. Það var hónum veitt. Dae nokkurn um vorið kom háttsettur maður úr ráðuneyti Dana til skóla stjóra Valdekilde-lýðháskóla og hafði með sér uppkastið, sem þá var nýbúið að samþykkja af báðum nefndarhlutum, að Skúla Thorodd sen undanskildum. Þegar hann heyrði, að Islendingur dveldist þar á skólasetrinu, langaði hann að heyra álit hans á uppkastinu- KaJl aði skólastjóri því Guðbrand á hans fund. Þar fékk Guðbrandur að lesa uppkastið, sennilega einn hinn fyrsti íslendinga, að undan- skildum nefndarmönnum. Þegar Guðbrandur hafði lesið uppkastið lauslega yfir, spyr skóla- stjóri: TÍMINN SUNNUDAGSBLAÐ 559

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.