Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 18
Telkning enska stjörnufræðingsins Langleys af sólblettum Sjaldgæfur viðburður Það er algengt, ag tunglið gangi fyrir stjörnur og hylji þær um hríð. Tunglið er nærri jörðu, en mergð stjarna í geimnum í mikilli fjarlægð. Þannig huldi tunglið einu og sömu stjörnuna, Aldebaran í nautsmerki, þrisvar sinnum árið 1959 — 23. september, 16. nóvember og 14. desember. Sjaldgæfara er, að ejn stjarna hylji aðra. Þó geta slík atvik skipt nokkrum hundruðum á einu ári. Loks ber það við, að reikistjörn- ur hylja fastastjörnur, en það verður ekki oft, þvi að þvermál reikistjarn- anna er ekki mikið. Og mjög fátítt er, að þær hylji stórar stjörnur. Þó kemur þetta fyrir. En atburður var það, þegar Venus huldi Regúlus í ljónsmerki 7 júli 1959. Mannleg augu | ÚR RÍKI NÁTTÚRUNNAR Sólhlettir 17. ágúst 1959 var loftbelgur mikill sendur á loft frá Brighton, skammt frá Minneapolis. Hann var búinn tækjum til þess að taka myndir af sólinni, og þegar hann féll til jarðar að sjö klukkustundum liðnum, skil- uðu þessi tæki mörg þúsund sólar- myndum. Myndatökunni var stjórn- ag af jörðu niðri. Fjögur hundruð myndir reyndust mjög góðar, og á þeim komu sól- blettirnir sérstaklega vel fram, svo Sólblettir myndaðir með að aldrei hafa jafngóðar myndir sézt af því fyrirbrigði. Galileó Galilei sá sólblettina í stjörnukíki sinum fyrir nálega hálfrj fjórðu öld, en samtíð hans taldi sól- ina slikt dásemdarverk guðs, að guð- last væri að halda þvi fram, að á henni værí blettur eða hrukka. Á nítjándu öld tejknaði enski stjörnu- fræðingurinn Langley margar falleg- ar myndir af sólblettunum, eins og þeir komu honum fyrir sjónir. En úr loftbelgnum voru teknar myndir, sem sýna, hvernig blettirnir eru sí- fellt að breytast. minútna millibili 17. ágúst 1959. hafa ekki fyrr litið þag fyrirbæri, svo að kunnugt sé. Það er að sönnu í frásögnum, að arabíski stjörnufræðingurinn Ibn Jounus hafi séð þetta gerast einni stundu fyrir sólarlag hinn 9. septem- ber árig 885 eftir Krists burð eftir júlíönsku tímatali. En rejkningar sýna, að Venus huldi þá ekki Regúl- us, heldur rann aðeins birta Regúlus- ar inn í birtu Venusar. En munur þessa verður ekki greindur með ber- um augum, svo að ekki ber að álasa hinum gamla, arabíska spekingi. Og þess er ekki að vænta, að menn hafi séð þetta fyrirbæri, svo að sögur fari af. Tækifærin hafa verið svo fá. 7. júlí 1959 hafði Venus aldrei hulið Regúlus síðan 11. september 1128, og næst mun þetta gerast 10. október 2044. Verið getur, að þetta gerist einnig 6. október 2271, en síðan alls ekki oftar í meira en þrjú hundruð ár. Árið 1959 sást þetta fyrirbæri í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og á austurströnd Norður-Ameríku við fulla dagsbirtu, en á myrkum himni frá Suður-Asíu Það var mikill viðbúnaður í Evr- ópu, Afríku og Indlandi og leiðangr- ar sendir á vettvang. Orsökin var sú, að hér gafst fágætt tækifærj til þess að öðlast vitneskju um eiginleika Venusar. Gufuhvolf Venusar er mjög þétt, og þykkt skýjakaf hylur jafnan yfirborð hnattarins. Þess vegna hefur ekki verið hægt að mæla stærð hans. En með rannsóknunum 1959 var hægt að komast að niðurstöðu um það atriði með útreikningum. í fjölda stöðva var fylgzt nákvæmlega 570 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.