Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 21
Rætt við Halldór Stefánsson- sínu, var honum varnað að ganga upp tröppurnar þeim megin, sem mokað hafði verið. Glotti hann þá til drengjanna og sagði, að auðséð væri, að ekki ætti séra Björn miklu fylgi að fagna, þar eð aðeins þriðj- ungurinn af tröppunum hefði verið mokaður. Honum var strax svarað því til, að eigi bæri þetta svo að skilja, heldur á þann veg, að Valtýr og hans fylgjendur gengju breiða veginn. Honum mundi fullkunnugt hvert hann lægi. Ekki áttu frekari orðaskipti sér stað, svo aö mér sé kunnugt. Á miðri Öldunni hafði kaupmað- ur nokkur verzlun sína. Hann var af útlendu bergi brotinn. Hann var vitanlega einn þeirra, sem fylgdi dr. Valtý að málum. Þeir kjósend-. ur, sem komu utan af Vestdalseyri, urðu að þræða götuna fram hjá búð hans, ef beinasta leið var far- in. Þar stóð hann nú við búðar- borð sitt með brennivínsflösku og bauðst til þess að ylja kjósendum fyrir brjósti eftir langa göngu — og auðvitað átti um leið að minna þá á, við hvaða nafn ætti að krossa, er á kjörstað væri komið- Vitanlega átti ekki að láta eitt staup nægja. Nei, þau áttu skilyrð- islaust að vera svo mörg, að við- komandi kjósandi væri þess eng- an veginn dulinn með hvorum fram bjóðandanum Bakkus konungur stæði. Hit't var kjósendum heldur eigi ókunnugt um, að séra Björn var harður bindindismaður og því rammur andstæðingur Bakkusar. Þeim átti því að vera það vel ljóst þá og framvegis, að hann mundi ekki gleðja þá með guðaveigum. — Það reið þvi á miklu, að kaupmað- urinn næði ekki að leiða kjósendur í freistni. Mér var því falið að standa vörð góðan spöl fyrir ofan verzlunarbúð Þórarins Guðmunds- sonar kaupmanns og taka þar á móti þeim kjósendum, sem komu utan af Vestdálseyri — fara með þá fram með sjónum og inn í stofu til ritstjóra Austra. Þar beið þeirra rjúkandi kaffi og tilheyrandi póli- tísk fræðsla. Eftir að safnað hafði þannig verið saman öllum kjósendum af Vestdalseyri, sem líkindi, voru talin að sækja mundu kjörfundinn, var haldið fylktu liði á kjörstað. Það var engin hætta á, að rofin yrði sú samtakafylking, er þar gekk til orrustu um, hver vera skyldi þing- rnaður Seyðfirðinga, áður en þeim degi lyki. Alls neyttu kosningaréttar 129 af 132, sem á kjörskrá voru. Kosningin fór svo, að séra Björn Þorláksson var kjörinn með $7 at- kvæðum. Dr. Valtýr Guðmundsson hlaut 54 atkvæði. í næsta tölublaðl af Austra, sem út kom 20. marz, var lýst úrslitum Framhald af 562. sí8u. ári síðar? Er það ekki rétt? — Eg féll við kosningu 1934. — Að hverju hvarfstu þá? — Ég var þá orðinn framkvæmda- stjóri Brunabótafélags íslands fyrir fimm árum, en hélt bú að Torfastöð- um til 1929. — Hve lengi gegndirðu þessu starfi? — Til 1945. — Hvernig féll þér það? — Mér líkaði starfið vel og gekk mikið upp í því. Ég saknaði að vísu búskaparins, en af því að ég hafði nóg að gera við starf mitt, þingstörf- in og fleira, þá undi ég því vel. — Hverjar breytingar urðu helztar á starfi Brunabótafélagsins, meðan þú veittir því forstöðu? — Verksvið félagsins færðist út frá því að vera aðeins tryggingafélag húseigna í kaupstöðum og kauptúnum utan Reykjavíkur. Það færðist út yf- ir allar sveitir og fékk einnig heim- ild til lausafjártrygginga. Einnig víkk aði starfssvið þess að því leyti, að fé- lagið endurtryggði minna en það hafði gert. — Hafði ekki þessi breyting í för með sér aukinn skrifstofukostnað og fjölgun starfsfólks? — Það liggur í hlutarins eðli. — Gegndirðu fleiri störfum á þessu tímabili, sem þú varst forstjóri Brunabótafélagsins? —Fyrst er náttúrlega að telja þing störfin, meðan þau voru, og svo hafði ég forstöðu Slysatryggingar rík- isins, því að Brunabótafélagið' og Siysatryggingar ríkisins höfðu verið sameinuð, áður en ég tók við starf- inu. Ég var í milliþinganefnd í skatta og tollamálum, var formaður hennar, og vegna starfs míns, bæði fyrir Slysa kosningarinnar. Var blaöið mjög sigurreift. — í smágrein um kosn- ingaúrslitin segir meðal annars: „Jafnvel unglingarnir sýndu af- stöðu sina í kosningabaráttunni og gengu í fylkingu með fána og söng. Það var „Unga lsland“, sem þar kom fram og þarf eigi að sökum að spyrja, hvorum flokknum það fylgdi". Atburður þessi er mér minnis- stæðastur vegna þess, að þetta var í fyrsta og einasta skiptið, sem ég hef tekið virkan þátt í pólitískum þingkosningum. Allur þungi kosningabaráttunnar hvíldi vitanlega á hinum fullorðnu, enda voru það þeir, sem kosninga- úrslitum réðu, fyrst og fremst með atkvæði sínu — og aö nokkru með skeleggri baráttu til að ná sem glæsilegustum sigri. trygginguna og Bninabótafélagið, fór ég mörg ferðalög um landið milli umboðsmanna þessara stofnana. — Var klippt á tengslin milli Brunabótafélagsins og Slysatrygging- arinnar, meðan þú varst forstjóri félagsins? — Já, þetta tvennt var aðgreint. Verksvið Tryggingastofnunarinnar var fært út, og Haraldur Guðmunds- son varð forstjóri hennar. Halldór kveikir sér í pípu, snýr baki í bókaskápinn og fer að horfa út um gluggann. — Hefurðu ekki eitthvað stundað ritstörf, Halldór? — Það kom nú aðallega til eft- ir að ég hætti opinbeium störf- um. Þættir úr sögu Möðrudals á Efra-Fjalli komu út í forlagi Þor- steins M. Jónssonar árið 1943, og sama áx gaf Framsóknarútgáfan út Refskák stjórnmálaflokkanna, þætti úr sögu stjórnmálanna 1917—1942, frásögn, ályktanir, tillögur, en Aldar- minning og niðjatal Stefáns prests Péturssonar og Ragnhildar Bjargar Methúsalemsdóttur kom út hjá Prent- smiðju Jóns Helgasonar í Reykjavík 1945, og Jökuldalsheiðin og byggðin þar hjá Prentsmiðju Björns Jónsson- ar á Akureyri 1948, séiprentun úr ritsafninu Austurland. — Ertu ekki enn þá að skrifa? — Eftir að ég lét af störfum het ég með öðrum séð um útgáfu fimm binda af ritsafninu Austurland og skrifað í þau öll meira og minna, fjórða bindið nær allt og fimmta bindið allt. — Þetta hefur verið mér mikið afþreyingarstarf og nálgast það að vera jafnmikið hugðarefni og að fást við búskap. Hvort tveggja er sköpunarstarf. — Hefurðu skrifað eitthvað fleira en þú nefndir? — Talsvert mikið hef ég skrifað af greinum í blöð og tímarit, í blöð póli- tískar ritgerðir og eftirmæli og frá- sagnir eða sögulega þætti í tímarit. Til dæmis skrifaði ég í 50 ára af- mælisrit búnaðarblaðsins Freys sögu ritsins og nokkrar fræðilegar ritgerð- ir: um tilbúinn áburð, fráfærur, mjólk uriðnað á íslandi, og í Frey skrifaði ég seinna um sauðfé og sauðfjárbú- skap og húsakost í sveitum fyrr og nú. Talsvert á ég óprentað í handritum. — Hvernig þykir þér að vera nú hættur störfum að mestu? — Ég hef eirt við þessa skrif- finnsku mína frá því að ég lét af störfum og veit ekki, hvernig ég hefði átt að dragast áfrarn án þess, en nú verð ég að hætta því líka. — Manni leiðist aðgerðaleysið. Ég hef alla mína ævi unað mér bezt, þegar ég hef haft mest að gera. — hjp. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 573

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.