Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 22
HEIÐINN DÚMUR I NOREGI- 1 Framhald af 563. siðu. hlutur. Þáð er þjóðsaga um bsejar- brunann á Flatalandi, skráð af enn einum Hvíteiðispresti, Landstad að nafni. Þar segir, að Þorbirni hafi eitt sinn verið greitt axarhögg í andlit, svo að hann ''skaddaðist. Þá varð Þorbjörn reiður. Þegar Önund- ur bóndi sá sárið, sem húsgoð hans hafði hlotið, spáði hann því þegar, að þessi verknaður myndi draga dilk á eftir sér. Nokkru síðar kom eldur upp með undarlegum hætti í húsunum á Flatalandi. Logarnir læstu sig á svip- stundu upp úr rjáfrinu og urðu að einu báli yfir mæninum, en hjöðnuðu svo og slokknuðu- Fólki þótti þetta tákn þess og fyrirboði, að Þorbjörn vildi hefna axarhöggsins og brenna bæinn. En dóttir Önundar, Jórunn, sem ávallt hafði látið sér umhugað um Þorbjörn, iagði sig í framkróka að blíðka hann, og Þorbjörn hét því, að hann skyldi fyrir hennar sakir vægja Flatalandi á meðan hún væri á lífi. Þetta efndi hann, og Jórunni vegnaði vel til æviloka, segir þjóðsagan. En jafnskjótt og hún var dáin, varð bruni mikill á Flatalandi. Öll húsin brunnu, þar á meðal stofan, sem Þor björn var í, og tókst ekki að bjarga þaðan neinu. Það er ætlun fræðimanna, að þeir Þorbjörn og Guðmundur hafi stað- ið á bríkum öndvegis á Flatalandi allt frá heiðni. Hafi Þorbjarnarnafn- ið verið gælunafn eða gervinafn á hinu rauðsikeggjaða goði, Þór, og Guðmundur verið einhver annar úr flokki Ása, en alls ekki neinn dýrling ur af íslandi. Virðing sú, sem Þor- birni var veitt, hafi verið leifar þeirra siða, sem heiðnir menn tíðkuðu í drykkjugildum sínum. Eru þess fleiri dæmi, að líkneskjur heiðinna goða hafi varðveitzt undir gervinöfnum í híbýlum norskra bænda, þar sem þeim var ýmis vegsemd veitt, allt fram á átjándu öld. 1 Setradal var Freyr tignaður í reykstofum bænda til þess tíma á svipaðan hátt og nefndist Faxi. Voru þetta líkneskjur, sem sátu eða stóðu á bríkum húsbóndasætisins og höfðu að nokkru leyti mannsmynd. Sumar báru þess merki, að þeim hafði ver- ið fest á vegg. Sums staðar voru þær smurðar með smjöri eða núið um þær fleski við yl frá arineldinum, einkum um sólhvörfin. Á einum bæ í Setradal var fyrstu krúsinni af hverri ölheitu hellt í Faxa, og á sumrin var farið með hann í selið, og þar voru honum gefn- ar fyrstu áfirnar. Þar á valt, hversu mjólkurpeningnum farnaðist í sum- arhögunum. Sjúkdóma gat þó Faxi ekki læknað- Einu sinni veiktist maður á þessum bæ, og var þá presturinn sóttur. Þá varð ekki hjá því komizt að bera Faxa brott, því að ekki var þorandi að láta prestinn sjá hann. En það var hættulegt að lægja hann þann- ig, og gat margs konar ógæfa stafað af þvi, eldsvoði og slys. Enginn heimamanna vildi verða til þess að bera hann brott, og þess vegna var sóttur maður af Þelamörk á annan bæ til þess að gera það, því að hann hafði ekki sömu helgi á Faxa og fólk- ið, sem upp var alið á þessum slóðum. Þegar presturinn var brott farinn og sjúklingurinn tekinn að hjarna við, var Faxi settur aftur á sinn stað. Á öðrum bæ í Setradal stóð Faxi í stofuhorni. Þar var einnig siður að dreypa á hann öli, og var því hellt niður í hatt, sem hann var með á höfðinu. Var hann af þessu orðinn mjög fúinn á miðjunni. Að síðustu var þessi Faxi notaður sem við- högg í seli, og þar fann málarinn Isaachsen hann árið 1857 Hann var úr espiviði, á stærð við tólf ára dreng og holur innan af fúanum. Um neðri hlutann ófust útskornir ormar. Höfuð hans var prýtt skeggi og síðu, hrokknu hári, og var um það hlað eða hringur. Munnurinn var mjög víður, og augun voru úr látúni. Gyrtur var hann belti og studdi hönd- um á maga, en fyrir fótunum vottaði aðeins. í koti einu á Jaðrinum voru líka á átjándu öld stólpar tveir við bekk fyrir miðju matborði og kölluðust öndvegi. Enginn mátti ganga and- sælis fram hjá þessum stólpum, þegar hann kom að borðinu eða stóð upp frá því, og aldrei mátti heldur gleymast að setja trog eða fat með rjúkandi mat fyrir framan þá, þeg- ar matazt var. Stólpar þessir voru orðnir svartir af elli og fúa. Presturinn frétti um þá og fyrirbauð húsbóndanum að veita stólpum þessum nokkra lotn- ingu og kallaði þá eign djöfulsins. Þá lét bóndi flytja þá upp á loft, þar sem hann nú gerði sér dálítinn helgi- dóm. En hann var á ný ákærður fyrir forneskju og varð að standa skriftir í kirkju sinni. En ekki gat hann til SunnudagsblaðiS birt- | ir fúsiega vel skrifa^ar og skemmfilegar frá- sagnir, er því berasf, en óskar þessratf vló- eigandi myndir fyigi. En þær verSa aS vera skýrar og vel teknar. þess hugsað að brenna hmar fornu öndvegissúlur feðra sinna. Hann gróf þær því í jörðu niður við húsvegg- inn. Sat hann þar síðan jafnan á kvöld um og skrafaði við þær. Þessi maður jió um 1780. Að hon- um látnum hugðist sonur hans grafa súlurnar upp og bera þær á ný í stofu. En þá voru þær svo meyrar orðnar í moldinni, að það voru ekki tiltök. Eigi að síður hélt hann þeim sið að hella mjólk og öli við húsvegg- inn og drepa smjörklípu á jörðina, þar sem öndvegissúlurnar gömlu höfðu verið grafnar. Mælti hann þá um leið: „Bragðið á þessu — þið, sem þarna eruð“. (Heimild: Nordens Gudeverden, eff- ir Axe! Olrik og Hans Eltekilde). Lausn 23. krossgátu 25 ð I ÍE L || p 8 V jý jj V N G u B Ð 0 K n R 8 n w 8 R E Hi D U R 0 E n G V M y N D -> Ú R -V l G A s T V fl K 6 F 8 B I N 6 o' SÁ E r 'K fi L S 1 N “T 0 £ ' v ■i fi Pi t & L 8 T f) T U B D L 0 s E T T j Ð ÍL e’ R P s L 0 1 M o' fi 8 B í i n N s fil Ð M M * B ý T R É fi 'Á‘ ■ R I T V s / 0 H 8 I R P ó g| R ¥ N I t H S ¥ N JD H J T T H fi 8 S o' Ji p n t H R It R E K § s T ó s F ft s H 4 K Ú R E K fi R 1 d ö T s -5 n L) M t N G 1 B ií T T R g| M I L 8 fi N G R U Ð U í N ‘ fi D B U H ■ n i M B N ■v- nnnan nn nn 574 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.