Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 8
„Samþykkja nú Islendingar þetta?“ „Ja, nú get ég ekki svarað“, segir Guðbrandur. „En mig grunar, að þeir geri það ekki“. Vakti hann um leið athygli þeirra á eftirfarandi atriði, sem stæði í 1. gr. nefndarfrumvarpsins — og síðar var þannig þýtt á ís- lenzku: „ísland er frjálst, sjálfstætt land sem verður ekki af hendi látið, og er samtengt Danmörku þann veg, að það hefur sama konung og þau mál sameiginleg, sem til eru tekin í þessum lögum eftir samkomulagi á báðar hliðar, og verður eitt ríkis- sambanjfl, Danaveldi. Konungstitill- inn er: Konungur Danmerkur og íslands“. Vissulega reyndist grunur GuS- brands réttur, er til átakanna kom út af uppkastinu. III. Skfömmu síðar hófust fundahöld, bæði hér á landi og í Danmörku, til þess að ræða kosti og galla upp- kastsins. Pundur var haldinn í félagi ís- lenzkra stúdenta í Kaupmanna- höfn og þar rætt og greidd at- kvæði um uppkastið. Þar var sam- þykkt með 19 atkvæðum gegn 15 að aðhyllast það. 21. júni 1908 var umræðufundur haldinn á Seyðisfirði um sambands mál íslands og Danmerkur. All- margir ræðumenn voru á þeim fundi. Meirihluti þeirra, sem til máls tóku, voru andvígir uppkast- inu. 28. sama mánaðar var fjölmenn- ur fundur haldinn við Lagarfljóts- brú, þar sem ræða skyldi frumvarp til sambandslaga Danmerkur og ís- lands. Þar fór líkt og á fundinum Dr. VALTÝR GUÐMUNDSSON Fordyri barnaskólans á Seyðisfirði, þar á Seyðisfirði viku áður, að .flestir ræðumanna voru andstæðir upp- kastinu. Kosning til Alþingis fór fram á Seyðisfirði 10. september 1908. — Séra BJÖRN ÞORLÁKSSON sem kjörfundur var haldinn veturinn 1909. (Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson). Prambjóðendur voru tveir, þeir dr. Valtýr Guðmundsson og séra Björn Þorláksson á Dvergasteini- Báðir buðu þeir sig fram sem uppkasts- andstæðingar. Enginn var í fram- boði fyrir meðhaldsmenn uppkasts ins. Hins vegar fylktu þeir liði til stuðnings við dr. Valtý, sem aðhyll- ast vildu uppkastið. Kosning þessi fór á þá leiö, að dr. Valtýr Guð- mundsson hlaut 57 atkvæði, en séra Björn Þorláksson fékk 63 atkvæði, en sjö af atkvæðum séra Björns voru af kjörstjórn dæmd ógild. Skorti því séra Björn eitt atkvæði til þess að hafa í fullu tré við Val- tý. Mótmælt var fjórum atkvæðum dr. Valtýs, er kjörstjórn tók þó góð og gild. Eins og nú var komið málum lá eigi annað fyrir en að láta næsta Alþingi úrskurða um lögmæti kosn ingarinnar, enda mættu þeir báðir til þingsetu, dr. Valtýr og séra Björn. Svo fóru leikar er alþingi kom saman 1909, að kosningin var dæmd Framhald á 572. s!3u. $60 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.