Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 11
Heiðinn dómur og heilag- ur Guðmundur frá Islandi Á SÍÐARI hluta átjándu aldar var uppi norskur prestur, Hans Jakob Wille að nafni. Er enn til eftir hann lýsing á ferð um Þelamörk árið 1786. í þessari ferðalýsingu getur hann þess, að kringum 1718 hafi verið til á Flatalandi í Vrádal dýrlingur einn, iheilagur Guðmundur frá íslandi. Stóð líkneskja þessi í lokrekkju í stof- unni, og var henni lotning veitt sem guð væri. Um þessar mundir var fyrir Skömmu kominn nýr prestur, Ottó Stoud, að Hvítseiði, sem er ekki lang- an veg frá Flatalandi. Var það lærð- ur maður með magistersnafnbót og siðavandur í trúarefnum. Um svipað leyti voru harðindi og hallæri á þess- um slóðum. Nú þegar guð lét svo reiði sína bitna á sókninni, var ljóst, að honum hafði stórum misþóknazt 'háttalag manna þar. Tók prestur sér þá ferð á hendur og krafði bóndann á Flatalandi um skurðgoðið. En þeg- ar hann neitaði með öllu að selja líkneskjuna í hendur hinum umvönd- unarsama presti, brauzt hann sjálfur inn í lokrekkjuna, hjó Guðmund frá íslandi í sundur og varpaði honum síðan á eld; Hans Jakob Wille kann einnig frá því að segja, að um svipað leyti hafi verið önnur líkneskja á Flatalandi og nefndist Þorbjörn. Var einnig mikil helgi á Þorbirni, og var hann þveginn laugardag hvern og settur að því búnu í öndvegi. Þorbjörn var ein alin á hæð, gild- ur vel að neðan, svo að hann var hinn stöðugasti. Að ofan var hann í mannsmynd, með háls, höfuð og andlit, og voru lokkar ristir í tré umhverfis höfuðið. í stað augna voru tvær djúpar grópir, er tini hafði ver- ið rennt í. Hvirfill Þorbjarnar var flatur, ög var það siður bónda að láta ölker sitt standa þar, þegar gestaboð Faxar úr Setradal. var á Flatalandi. Var þá svipur mikill á Þorbirni, er ölkerið sat á höfði hans eins og stríðshattur og glóði í tinaug- un við arinskinið- Þegar ölteiti hófst, tók bóndi ölker ið af kolli Þorbjarnar og mælti: „Gott ár, Þorbjörn“. Lét hann kerið síðan ganga milli gestanna hringinn í kringum borðið, og endurtóku þá allir þessi orð og drukku Þorbirni til. Þegar allir höfðu dreypt á kerinu, var það á ný sett á. koll líkneskjunnar. Magisterinn Ottó Stoud hafði að sjálfsögðu ekki góðan bifur á Þor- birni, frekar en Guðmundi frá ís- landi. Heimtaði hann Þorbjörn einn ig framseldan, svo að hann fengi veitt honum hina síðustu þjónustu með öxi sinni. En Þorbirni tókst bónda að bjarga með skírskotun til þess, að þarna væri vandi hans að láta ölkerið standa, þegar gestir sætu jólaboð hans. Og hvort sem magist- erinn hefur beygt sig fyrir þeirri röksemd eða bóndi hefur ekki aðeins varið Þorbjörn sinn með orðum ein- um, þá varð honum ekki fyrir komið að því sinni. Sonur magistersins hefur einnig sagt frá því, hvernig faðir hans lék Guðmund frá íslandi. Sagði hann Guðmund hafa verið lítt höggvinn trjábol með stórkarlalegt mannsand- lit, nálega tveggja álna háan og orm- smoginn og snjáðan af elli. Viður- kenndi bóndi, að hann hefði tekið hann í arf eftir föður sinn, en lézt ekki hafa sett fyrir hann mat, eins og forfeður hans höfðu gert, né bor- ið honum öl, þegar það var bruggað. Þegar Otto Stoud sá Guðmund þennan, segir sonur hans, heimtaði hann öxi, svo að hann gæti höggvið hann sundur. En enginn hreyfði sig. Þá hrópaði magisterinn: „Hví standið þið eins og negld niður, herjans hyskið“. Svo hljóp hann sjálfur til, þreif öxi og klauf líkneskjuna niður í gegn. Wille segir, að hjátrú þessa bónda, sem einnig bar mat og drykk að haug um í grennd við bæ sinn, hafi komið honum í koll, því að börn hans öll hafi verið skert rænu. Sonur mag- istersins segir aftur á móti, að drott- inn hafi hegnt honum fyrir hjáguða- dýrkunina með búsveltu og sjúkdóm- um, sem þjáðu hann sjálfan, konu hans, börn og kvikfénað. En þegar heilagur Guðmundur hafði verið klof inn með öxi og brenndur á eldi, tók aftur að blása byrlega fyrir honum. Þessi bóndi, sem átti þá Guðmund Trélíkneskja frá Noregi, séð að aftan og framan. og Þorbjörn, hét Önundur og fædd- ist 1696. Árið 1775 aflaði prófastur sá, er þá var í Hvitseiði, Windfeldt að nafni, sér vitneskju frá. sannorðu fólki, sem sjálft hafði séð Þorbjörn í húsum hans. Kunni það skil á för magistersins að Flatalandi og vissi, að hann hafði ekki fengið þyí, fram- gengt, að honum væri komm fyrir kattarnef. Líkneskjan var áfram á þeim stað, er hún hafði staðið á svo lengi sem menn mundu. En samt var þess skammt að bíða, að dagar Þorbjarnar væru taldir. Hann brann með bæjarhúsunum á Flatalandi nálægt miðri átjándu öld. Var það í minnum haft, að þessir at- burðir gerðust skömmu eftir að dótt- ir Önundar, sem Jórunn hét, andað- ist þar á bænum árið 1749. Sjálfur dó Önundur um 1730. Munu prest- arnir hafu litið á það sem ráðstöfun guðs, að bærinn brann og líkneskjan eyddist í eldinum. En til er ein heimild enn um Þor- björn, og þar er honum ætlaður meiri Framhald á 574. síðu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 563

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.