Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 15
Þannig er talið, að Vasa hafi litið út. Hliðin tekin úr til þess að sýna innbyggingu skipsins. þolinmæði, þangað til hann loks fann skipið. Þegar hann las skjöl þau, sem fjölluðu um slysið, sá hann í hendi sér, að Vasa var einmitt skipið, sem hann hafði alltaf verið að bíða eftir að finna. Það var nýtt, hafði farið niður með öllu tilheyrandi í jómfrú- ferð sinni og verið vopnað fállbyss- um úr bronzi, sem ekki tærðist. Skrokkurinn sjálfur byggður úr beztu eik, og járn hafði ekki verið notað f að'alsamskeyti skipsins. Svo heppi- lega vildi líka til, að engin hætta var á því, að skipið væri skemmt af sjógangi, þar sem það hafði sokkið innan skerjagarð'sins, og skaðsemd- arkvikindi gátu varla gert á því mikl- ar skemmdir, því að þau þrífast illa í Eystrasaltssjónum vegna þess, hve hann er saltur. Auk þess hlyti skip- ið' að vera varið leirlagi, sem hefði setzt á það með tímanum. Franzén fann lýsingu á því, hvernig hin snögga vindhviða hafði komið úr dalmynninu, r'étt í þann mund, sem Vasa lagði úr höfn. Þessi lýsing varð honum til mikillar hjálpar, því að þegar hann hafð'i komizt að raun um, hvaða dal hér var um að ræða, af- markaði það leitarsvæðið. A þessu af- markaða svæði hélt hann áfram að kafa í frístundum sínum þangað til hann fann stóran haug rétt framan við þann stað, sem Hin konunglega skipasmíðastöð er nú staðsett. Þessi haugur var merktur á sjókort kaf- bóta, en lag hans var ekki fyllilega Ijóst. Það var álitið, að haugurinn væri byggingarúrgangur eða aðrar leifar, sem safnazt höfðu saman á þeim sjö hundruð árum, sem borgin hafði staðið. Franzén ákvað að ganga úr skugga um, hvað þessi haugur hafði í rauninni að geyma og eftir því, sem hann ■•rannsakaði hann nánar, varð hann sannfærðari um, að þetta væri Vasa. í sumarfríi sínu 1956 tókst honum, að færa upp á yfirborðið bikað' eikarstykki með þar til gerðri kló. Þetta vakti áhuga sérfræðinga í sjóhernum, og þeir sendu kafara nið- ur til þess að rannsaka hrúgaldið. Og kafararnir færðu þær stórmerkilegu fréttir úr djúpinu, að þarna væri vissulega gamalt herskip. Þótt Vasa væri eina skipið sem vitað var, að sokkið hefði á þessum slóðum, varð ekki fyllilega skorið úr um það, hvort hér væri raunverulega um það að ræða fyrr en tveim árum seinna, þegar köfurunum tókst að ná upp einni af fallbyssunum. Árið 1956 var nefnd sett á lagg- irnar til þess að sjá um rannsóknir á skipinu undir forystu Edward Clason, sjóliðsforingja, sem er yfirmaður Konunglegu skipasmíðastöðvarinnar í Stokkhólmi. Kafaraskóli sænska sjó- hersins aðstoðaði við rannsóknir og í október þetta ár hafði verið kafað 850 sinnum niður að skipinu. Miklar bollaleggingar urðu um það, hvernig fara ætti að því að ná skip- inu upp. Menn höfðu enga reynslu í því, hvernig lyfta skyldi skipi, sem svo lengi hafði legið á hafsbotni, og enginn vissi, hvernig skipsskrokkur- inn myndi þola hnjaskið, þegar farið væri að lyfta honum. Mönnum reikn- aðist, að það myndi þurfa 900 tonna kraft til þess að lyfta skipinu. Árið eftir hófu kafarar að grafa göng í gegnum leðjuna undir skips- skrokkinn. Það var tafsöm og erfið vinna, því að botninn umhverfis skip- ið var þakinn leifum úr því, og rann- saka varð leðjuna gaumgæfilega, til þess að engar fornleifar færu til spill- is. Lægra frammastrið var tekið og fært frá skipinu, þar sem það hamlaði vinnu kafaranna. 1 tréverk skipsins T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 567

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.