Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Side 7
við árið 1154, kemur f;vrir máls?rein ein, og er hún tilefni þessara hug- leiðinga: Valgerður ein á Breiða- bólsstað. Þótt annállinn lcomist ekki skýrar að orði en svo, er enginn vafi um það, hver kona þessi hefur verið. Hugsan- legt er, að orð þessi séu upphaflega rituS að Valgerði lifandi, eða að minnsta kosti ekki löngu eftir lát hennar. Og hitt virðist einnig liggja í augum uppi, að hér hefur nákunn- ugur maður haldið á penna. Freist- andi væri að koma fram með ákveðna tilgátu um, hver fyrstur færði þau orð í letur, að Valgerður hafi verið ein á Breiðabólsstað árið 1154, en hér verður slíkt látið bíða. Samtíma- menn höfundar hafa ekki verið í neinum vafa um, að kona þessi var Valgerður, dóttir Hafliða Mássonar, en allir útgefendur annála hafa hins vegar misskilið þetta og talið, að hér sé átt við Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð. Verður sú villa nú leiðrétt, þótt seint sé. Þegar haft er í huga, hve fáorðir annálarnir eru og mörgum merkum atburðum er sleppt, þá hljóta ein- hverjar sérstakar ástæður að hafa legið til þess, að getið er um ein- veru þessarar konu árið 1154. Þótt oss sé á engan hátt unnt að leysa úr slíkri gátu, getur hitt verið býsna fróðlegt að rifja upp það, sem vitað verður um uppruna og ævi konunn- ar á Breiðabólsstað. Með slíku móti getum vér betur sætt oss við dul- mál annálsins, og ef til vill rekumst vér á einhverja skýringu á einveru konunnar áður lýkur. 0 Valgerður Hafliðadóttir ólst upp á einhverju helzta höfuðbóli lands- ins, og að henni stóðu miklar og merkar ættir. Faðir hennar fór með Æverlingagoðorð og var kominn í beinan karllegg af Ævari gamla land- námsmanni. Afkomendur Ævars eru kenndir við hann og kallaðir Æver- lingar. Ætt þessi gekk seint fram, því að Ævar var afi Húnröðar, sem var afi Hafliða. í tíð fjögurra ættliða Æverlinga var stofnað hér allsherjar ríki á íslandi, kristni lögtekin, kirkja skipulögð, lög færð í letur. Skemmti- legt er til þess að hugsa, að lang- afi Hafliða mun hafa átt hlut að stofnun alþingis árið 930, en Hafliði átti síðar þátt í því, að lögin voru sett á skrá,- og hann lézt ekki fyrr en tveim öldum síðar en stofnun alþingis. Þannig verður saga þjóðar vorrar harla stutt fyrstu aldirnar, þegar hún er mæld í knérunnum Æverlinga. Hafliði Másson var voldugasti höfðingi landsins um sína daga og sennilega einhver hinn auðugasti. Auður hans hefur ef til vill stafað að einhverju leyti frá afa hans, Hún- pöði Véfreðarsyni, sem stundaði far- mennsku og hefur hagnazt á verzlun við Eystrasalt. Heimildir geta hans í Svíþjóð um 1003, og er hann þá á leið í austurveg. Sonur Húnröðar og faðir Hafliða á Breiðabólsstað hét Már og gerðist enn víðförlari en Húnröður, því að hann sigldi allt út til Miklagarðs og varð þar sveitar- höfðingi yfir Væringjum. Má það ósennilegt þykja, að hann hafi ekki getað aukið við arf sinn og skilað Hafliða syni sínum miklu fé í hend- ur. Hins vegar er þess ekki getið, að Hafliði yrði farmaður sjálfur, en Bergþór bróðir hans átti skip í för- um. 0 Heimilið á Breiðabólsstað kann að hafa notið þess um fleira en auðævi, hve víðförlir þeir voru faðir og afi Hafliða. Það hefur orðið íslenzkri bændamenningu að fornu ómetan- legt, hve víðsýnir og reyndir margir höfðingjar og aðrir bændur voru frá upphafi og fram á 13. öld. Með víð- förlum bændasonum, sem setjast að heima eftir langa útivist, hafa borizt hingað hvers kyns áhrif utan úr álfu, og þau eru engu ómerkari fyrir þá sök, hve nú getur verið örðugt að festa hendur á þeim. En heimilið á Breiðabólsstað hefur einnig notið húsmóður. Kona Hafliða á Breiðabóls stað og móðir Valgerðar þeirrar, sem var þar ein árið 1154, hét Rannveig og var Teitsdóttir úr Haukadal. Rann- veigu er svo lýst, að hún hafi verið vitur kona og vel að sér um margt. Hún hafði alizt upp á einhverju helzta menntasetri landsins. Faðir hennar var Teitur, sonur ísleifs biskups, og Gizur biskup var því föðurbróðir hennar. Um daga hennar er rekinn skóli í Haukadal. Teitur ísleifsson hélt þar skóla á tímabilinu 1090— 1110, en áður fyrr mun Teitur hafa kennt þar prestlingum, meðal ann- arra Ara fróða, sem kom til Hauka- dals árið 1073. Hallur Þórarinsson var fóstri þeirra beggja Teits og Ara, en Teitur var einnig fóstri Ara. Rannveig Teitsdóttir hefur því verið fóstursystir Ara fróða. Það er engin tilviljun, að íslendingabók Ara fróða er eina heimildin um lagarit- unina á Breiðabólsstað veturinn 1117 —18: Húsfreyjan þar hefur þekkt Ara frá barnæsku, en auk þess var /kona heimilisprestsins á Breiðabóls- stað náskyld Ara. Q Ekki er nú kunnugt um afskipti Hafliða Mássonar af landsmálum fyrr en kemur fram á fyrsta áratug 12. aldar. Árið 1106 var stofnsettur sér- stakur biskupsstjól’ íyrir Norðlend- ingafjórðung, en á’ður var landið eitt biskupsdæmi. Þessi merka ráðstöf- un var gerð að tilhlutan Gizurar bisk- ups, sem var föðurbróðir húsfreyj- unnar á Breiðabólsstað, eins og þegar var getið. Þótt heimildir geti Hafliða að engu í sambandi við þessa ákvörð- un, má sennilegt þykja, að hann hafi átt hlutdeild að þessum málum frá upphafi. Ilé/ má skjóta að einni at- hugasemd, sem varðar afskipti þeirra Æverlinga af kristni. Mér virðast ýmis rök benda til þess, að Bjarn- harður biskup, sem dvaldist í Húna- vatnsþingi á tímabilinu 1047—67, hafi verið á vegum Más Húnröðs- sonar, fööur Hafliða. En í Húnavatns- Breiðabóisstaður í Vesturhópi. Vesturhópsvatn og Borgarvirki í baksýn. (Ljósm.: Páll Jónsson). T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 583

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.