Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Síða 13
HOLDSVEIKINNI Á ÍSLANDI
flutt hana til Rómaborgar. Nýlendu-
hermenn Rómverja báru hana svo
me3 sér til margra landa. Með þjóð-
flutningunum og krossferðunum var
smiðshöggið rekið á. Allar miðaldir
var holdsveikin eins og svipa, reidd
yfir þjóðir Vesturlanda.
Kaþólska kirkjan, sem í senn mat
mikils líknarstarf og meinlæti, gerði
sér fljótt títt um þá, sem urðu holds-
veiki að bráð. Stofnuð var sérstök
klausturregla, skipuð holdsveikum
mönnum, Lazarusarreglan svonefnda,
og tigið fólk leitaði samneytis við
holdsveika menn sér til friðþæging-
ar, hjúkraði þeim og kyssti jafnvel
sár þeirra. Holdsveikin var sem sé
plága, sem guð lét koma yfir menn-
ina til þess að reyna auðmýkt þeirra
og þolinmæði, og urðu til margar
helgisögur um holdsveika menn. Ekki
skorti heldur fögur fyrirheit þeim
til handa. Eftir Elísabetu Ungverja-
landsdrottningu eru þessi ummæli
höfð:
„Ég er viss um, ef þér með þolin-
mæði berið þennan kross, sem drott-
inn hefur á yðar lierðar lagt í þessu
lífi, þá mun yður auðvelt að losna úr
helvíti".
Holdsveikin var með öðrum orð-
um eins konar hreinsunareldur í lif-
anda lífi, að áliti drottningar.
Sumir ætluðu jafnvel, að himna-
faðir beitti sjúkdómnum til verndar
dyggðum kvenna. Jóhann Nider
komst þannig að orði árið 1479:
„Oft sendir guð börnum sínum
holdsveikina af sinni órannsakanlegu
náð og einkum skírlífum konum og
meyjum til þess að vernda hreinlífi
þeirra“.
Ekki var þó ævinlega svona fagur-
lega talað til holdsveika fólksins né
undir það mulið. Á þrettándu öld
voru Lazarusarriddarar nálega strá-
drepnir í Jerúsalem, og brátt sótti
í það horf, að veraldlegir valdsmenn
í Norðurálfu ráku holdsveikt fólk
brott úr borgunum og bönnuðu því
samneyti við aðra. Varð það að klæð-
ast sérstökum kuflum og bera bjöll-
ur eða hrossabresti til þess að vara
við sér. Þannig spruttu upp nýlendur
holdsveikra manna, og voru Lassarón-
arnir við Napóli niðjar slíkra útlaga
úr mannlegu samfélagi. En jafnframt
reis upp aragrúi hæla eða hospítala
handa holdsveiku fólki víðs vegar
í Evrópu.
Kirkjan varð auðvitað að hafa
hönd í bagga, þegar þetta fólk var
rekið úr samfélagi heilbrigðra manna,
og var þess vegna látin fara fram
eins konar sýndarútför. Sums staðar
voru sjúklingarnir færðir í kirkju,
þar sem prestur blessaði þá og söng
yfir þeim dánarmessu. Síðan voru
þeir leiddir í kirkjugarð, og jós prest-
urinn þar yfir höfuð þeim þremur
rekum moldar. Að því loknu mælti
hann:
„Vinur minn, í augum heimsins
ertu dáinn“.
Síðan hélt sjúklingurinn brott með
hrossabrest sinn, íklæddur gráum
raunakyrtli, og átti ekki framar aftur-
kvæmt í borg sína.
Likur eru til þess, að holdsveikin '
hafi verið landlæg á íslandi frá upp-
hafi mannabyggðar þar, enda getur
hennar í fomsögum og er nafngreind
ur íslenzkur sjúklingur, Þórhallur
knappur. Menn, sem voru í Væringja-
sveitum, og þeir, sem síðar gengu til
helgra staða í Suðurlöndum, þar scm
moraði af hvers konar kramarfóiki,
hafa trúlega einnig sýzkt á stundum.
En það hamlaði því, að holdsveikin
kæmist hér í algleyming, að stund-
um dóu flestir eða nálega allir holds-
veikisjúklingar, þegar mannskæðar
stórsóttir gengu eða hallæri ollu mikl-
um mannfelli. Sú varð raunin í Stóru-
bólu og Móðuharðindunum, og kunn-
ugt er um mislingafaraldra, er mjög
voru skæðir holdsveiku fólki. Þannig
hefti ein plágan aðra.
En holdsveikin dó samt ekki út.
Hún lá í leyni og beið síns tíma.
„Hún er ekki dáin, heldur sefur
hún“. Mörg ár liðu frá þvi fólk sýkt-
ist, þar til veikinnar tók að gæta.
Efir langan tíma kom í ljós, að fólk,
sem lifað hafði hinar skæðustu sóttir
og grimmasta mannfelli, var lostið
holdsveiki. Keðjan hafði ekki rofn-
að, og þeim fjölgaði smám saman
aftur, er urðu þessari ægilegu veiki
að bráð.
Rök hníga að því, að holdsveikin
hafi verið hér mögnuð á sextándu
öld. Til er heimild, er greinir frá
því, að þá hafi fólk ekki borið sér
nafn hennar í munn, án þess að segja
jafnframt: „Guð sé oss næstur". —
Minnir þetta á þá sögn, að í Svarta-
dauða hafi sá siður komið upp, að
biðja guð fyrir sér, þegar fólk hnerr-
aði, srvo sem margt gamalt fólk gerir
enn í dag, af því að fyrstu sjúkdóms-
einkennin, sem menn urðu varir við,
var ákafur hnerri.
Um miðbik aldarinnar voru uppi'
tillögur um stofnun sjúkrahæla í
landinu, enda naut þá ekki lengur
skjóls kirkjunnar. En ekki var meira
úr en svo, að tíu þurfandi mönnum
var úrskurðað framfæri í Viðey, senni
lega sjúklingum.
Holdsveikin var einnig hin versta
plága á seytjándu öld. Það voru
fleiri en Hallgrímur Pétursson, sem
þá stundu á beð undir þjótandi skjá
af hennar völdum. Þá bauð konung-
ur helztu mönnum landsins að ráðgast
um það, hversu heft yrði útbreiðslu
holdsveikinnar, og árið 1651 var á-
kveðið að leggja fjórar konungsjarð-
ir til sjúkrahæla. Af þessu spruttu
hin svonefndu hospítöl í Kaldaðar-
nesi, Möðrufelli, á Hallbjarnareyri og
Hörgslandi, þar sem holdsveiku fólki
vap síðan búin vist um næstu tvær
aldir. Á næsta aldarhelmingi eftir
tilkomu þessara stofnana voru hing-
að send sjö konungsbréf um þau, og
á árunum 1652—1690 voru sjö al-
þingissamþykktir gerðar um málefni
SJÚKDÓMURINN,
sm GUÐ NOTAÐITIL
Þ£SS AÐ VERNDA
SKÍRLÍFI KVENNA
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
589