Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Side 20
Lífið í síkiitu —
FramHald af 581. síðu.
fljúga að í öllum áttum. Af og til
myndast litlir hringir á yfirborði
vatnsins eða þá, að lítil gára fellur
að blöðum vatnaplantnanna: Einhver
íbúi síkisins er annað hvort að sækja
sér loft eða veiða. 1 „frumskógi"
vatnaplantnanna við bakka síkisins er
grannvaxinn „Hydroma" (vatna-
maur) á ferð og fylgir annarri af
sömu tegund, sem hreyfir sig líflega
eftir vatnsfletinum. Þeir mæta eitr-
aðri kónguló, sem teygir langa eitur-
krókana upp fyrir vatnsborðið og
rannsakar með ákefð stóra vatna-
trjátítlu, sem hefur setzt á vatnið
skammt frá henni. En kóngulóin er
allt of seinfær til þess að trjátítlunni
stafi nokkur hætta af henni, og bíð-
ur því eftir, að eitthvert annað skor-
dýr komi í höggfæri. Rétt í þessu
syndir salamandra eftir yfirborðinu
með þokkafullum hieyfingum og litla
vatnaflugan, sém var'ð óvart á vegi
hennar, endar lífdaga sína í gininu
á henni, því að það eru lögmál lífsins
og dauðans, sem gilda á þessum stað,
— að éta og verða étinn er það
„rnottó", sem gildi í hverju síki og
hverri tjörn, jafnt á botni sem yfir-
borði. Hér á síðunni sést, hvernig
þetta lögmál er útfært í reynd.
í eiðrétting::
í greininni 'um Miklabæjar-
Sólveigu í 23. tölublaði Sunnu-
dagsblaðsins er sú skekkja, að,
sóra Jón Hallsson hafi verið
prestur á Miklabæ, þegar Eng-
lendingurinn Howell drukknaði
í Héraðsvötnum og var grafinn
i Miklabæjarkirkjugarði. Eins
og kunnugir vita var séra Björn
Jónsson þá prestur þar, en ekki
sóra Jón.
Lirfa drekaflugunnar er hræðileg á aö lífa í þessari stærð, enda er hún vig vel.
í litlu þorpi á Lithaugalandi bjó
skyldurækinn og einfaldur kjöt-
kaupmaður, er hafði þann sið að
telja peninga á hverju kvöldi, þeg-
ar hann hafði lokað búð sinni, og
iáta þá í skrín. Maður, sem átti
heima hinum megin við þilið, hafðl
oft heyrt hann telja peningana
upphátt.
Maður þessi var fégjarn og ekki
vandur að virðingu sinni. Hann
boraði .gat á þilið, fór sið'an til lög-
reglunnar og sagði, að frá sér
hefði verið stolið sömu fjárhæð
og hann heyrði kjötkaupmanninn
telja um kvöldið.
Maðurinn fullyrti, að kjötkaup-
RABBININN VITRI
maðurinn hefði stolið peningunum
og lögregla gerði leit í híbýlum
kaupmannsins. Þar fann hún það,
sem hinn blendni nábúi þóttist
hafa misst. Lögreglan taldi aug-
Ijóst, að kjötkaupmaðurinn væri
sekur, en hún gat með engu móti
knúð fram játningu hans. í neyð
sinni leitaði kjötkaupmaðurinn á
náðir rabbína í þorpinu. Rabbín-
inn kvaddi kjötkaupmanninn, lög-
reglufulltrúann og þann, sem þótt-
ist hafa misst peningana, á sinn
fund. Þegar þeir höfðu sagt honum
alla málavexti, svo sem þeir töldu
þá vera, hver um sig, bað rabbín-
inn um s'kál með vatni. Þegar skál-
in hafði verið borin inn, mælti
hann:
— Fleygið peningunum í vatn-
ið.
Það var gert. Að lítilli stundu
liðinni brá fyrir fitubrák á vatn-
inu.
— Kjötkaupmaðurinn á þessa
peninga, sagði rabbíninn. Hneppið
hinn manninn í varðhald, því að
hann er sekur.
596
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAS