Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Side 21

Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Side 21
Konan á Breiðabólstað Framhald af 584. síðu. óheimilt að draga þá ályktun af orð- um hans, að svo hafi farið um önnur lög. Hér mun ég ekki leitast við að rekja deilu þeirra Hafliða og Þorgils, en þó langar mig að benda á eitt eða tvö atriði. Ari víkur hvergi annars staffar í íslendingabók aff lagaritun- inni, og þó mun hann ef til vill hafa ritað bók sina um það bil heilum ára- tug eftir að lagaritunin hófst. Sú áherzla, sem Ari leggur á, að enginn hafi mælt gegn fyrstu rituðu lögun- um, getur ef til vill stafað af því, að deila hafi staðið um síðari laga- bálka. Árið 1118 féll Gizur biskup frá, og eftir það hefur Hafliði haft veikari aðstöðu. Höfundur Þorgils sögu og Hafliða minnist hvergi einu orði á lagaritunina á Breiðabólsstað, þótt hér sé um höfuðviðburð að ræða. Deila hinna tveggja höfðingja, eins og henni er lýst í sögunni, hefur eink- um snúizt um lagabrot. í slíkum mál- um hefur það skipt býsna miklu máli, að hin rituðu lög væru í fyllsta sam- ræmi við hina fornu, munnlegu gerð. Þegar Jögin voru færð í letur hafa vafastaðir ef til vill veriff gerðir aug- ljósari og torskildar greinar túlkað- ar. í deilunni virðist Hafliði hafa betri málstað, að því er bókstaf laganna varðar, og minnir slíkt á afstöðu Húnröðar, afa hans, sem röskri öld fyrr neitaði aff þiggja bætur fyrir vig bróður síns, heldur krafðist hann þess, að vegendur yrðu dæmdir sam- kvæmt lögum og látnir gerast útlagar úr landi. Þannig varð réttlæti lag- anna talið mikilvægara en miskabæt- ur, og var Húnröður þó fátækur mað ur. Lögin eru ekki einungis til refs- ingar sekum mönnum, heldur leggja þau öllum þegnum miklar skyldur á herðar. o Valgerður á Breiðabólsstað mun að öllum líkindum hafa alið allan aldur sinn á Breiffabólsstað. Hún gift- ist Ingimundi syni Illuga þess, sem fluttist vestur til Breiðabólsstaðar, þegar Iíólastóll var stofnaður árið 1106. Irigimundur var prestur á Breiðabólsstað og lézt árið 1150. Ekki er nú kunnugt um nema eitt barn, sem þau áttu Valgerður og Ingimundur. Það var Ulugi prestur, sem að öllum líkindum mun hafa tekiff við preststörfum af föður sín- um. Illugi þessi vann sér eitt til ágæt- is, sem verffugt er, að geymt sé í minni. Hann er fyrsti íslendingurinn, sem kunnugt er um, að hafi ætlað sér að byggja hús með steinlími hér á landi. Illugi sigldi til útlanda í því skyni aff sækja lím í steinkirkju þá, sem hann ætlaði að láta reisa á Breiðabólsstað. En til mikillar óham- ingju fyrir íslenzka byggingarsögu, þá drukknaði Illugi í þessari ferff. Vér gætum látið oss til hugar koma þau stórkostlegu áhrif, sem stein- kirkja á Breiðabólsstað hefði getað haft á kirkjubyggingar, klausturhús og önnur svipuð mannvirki í landinu. Þá væru ef til vill enn uppi stand- andi um land allt ýmiss konar hús frá 12. öld og síðar. Þá hefði handrit og hvers konar gripir átt miklum mun hægra með að varðveitast, og þá hefði þjóðin ekki neyðzt til að endurreisa kirkjur og aðrar bygging- ar á fárra mannsaldra fresti. Kirkju- smíð Illuga á Breiðabólsstað hefði treyst varffveizlu fornra verffmæta með áhrifum sínum á fleiri vegu en metið verði. Engin heimild getur um það, hvert grjótið átti að sækja til kirkjunnar á Breiðabólsstað. En meira en sjó öldum síðar afræður framtakssamur höfðingsbóndi að láta reisa stein- kirkju að Þingeyrum. Þá sækir hann grjót vestur yfir Hóp í Ásbjarnarnes- björg, skammt fyrir utan Breiðabóls- stað. Ásgeir Einarsson á Þingeyrum lét draga steinana yfir Hópið á ísi. Kirkjan á Þingeyrum mun lengi standa til minningar um afrek Ás- geirs Einarssonar, en vestur á Breiða bólsstað hefur steinkirkja enn ekki verið reist úr vesturhópsku grjóti, og eru þó liðnar meira en átta aldir síðan Illugi Ingimundarson lét feigur úr höfn til að sækja steinlím í kirkju smíð. Kirkjusmíð Illuga á Breiðabólsstað hefur vafalaust verið býsna mikið fyrirtæki og ekki á færi annarra manna en þeirra, sem réðu yfir tölu verðum auði og voru þess albúnir að fórna peningum í þágu kirkjunn- ar. Eins og að framan getur, virffist Hafliðj Másson hafa verið auðugur maður, og naumast hefur Valgerður verið fátæk heldur. Heimildir geta þess ekki, hvenær Illugi drukknaði, en þó má láta sér til hugar koma, hvenær það varð. Faffir hans lézt áðir 1150, en fjórum árum síðar er móðir hans „ein“ á Breiðabólsstað. Ummæli hinna fornu annála gætu því bent til þess, að Illugi hafi drukknað 1153—4, og því hefur ann- álaritarinn lát Illuga í huga, þegar hann minnist þess, að Valgerffur, móð ir hans, hafi verið ein á Breiðabóls- stað árið 1154. o Á síðari hluta 12. aldar bjó Hjálm- ur Ásbjarnarson á Breiðabólsstað, að því er bezt verður séff. Harin mun hafa verið afkomandi Húnröffar, afa Hafliða Mássonar, en hins vegar er vafasamt, að hann sé niðji Hafliða sjálfs, þótt slíku hafi oft verið haldið fram. Kona Hjálms var dóttur-dóttir Þorgils á Staðarhóli, og áttu þau einn son, sem kunnugt er um. Hann hét Þorsteinn Hjálmsson og virðist hafa búið mjög lengi á Breiðabólsstað. Hans er getið þar um 1216, og hann býr þar enn árið 1253, eða sama árið og Hafliffi Steinsson er fæddur, en það ár var haldinn sáttafundur á Breiðabólsstað með þeim Gizuri Þor- valdssyni, Hrafni Oddssyni og Sturlu Þórðarsyni, en Þorsteinn Hjálmsson var milligöngumaður um sættir. Vafa samt er, hve lengi Þorsteinn Hjálms- son bjó á Breiðabólsstað eftir þetta, en síðustu ár ævi sinnar dvaldist hann á Þingeyrum í klaustri. Af öllum þeim mönnum, sem nú er kunnugt um, mun vandfundinn neinn, sem sé líklegri til að hafa átt þátt í sköpun Konungsannáls en Þor- steinn Hjálmsson. Hér er um að ræða merkan bændahöfffingja, sem sezt að lokum í helgan stein, en á hinn bóg- inn ber annállinn með sér greinileg tengsl við Breiðabólsstað og Þing- eyrar. Það er til að mynda allmerki- legt, a^ getið er um dauða Hjálms Ásbjarnarsonar (1227) í þessum annál og hvergi annars staðar. En áður hef ég getiö um viðburði í sögu Breiðabólsstaðar á 12. öld, sem getið er um í Konungsannál. — Eftirmenn Valgerðar á Breiðabóls- stað hafa, eins og títt er um bændur, miðað við sérstaka atburði, sem settu svip á einstök ár í sögu bæjarins. Konungsannáll sýnir glöggt, að ein- veru Valgerðar var enn minnzt fram á 13. öld. En þegar síra Einar Haf- Iiðason á Breiðabólsstað tekur Lög- mannsannál saman öld síðar, er minning þessi gleymd og grafin. 1ÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 597

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.