Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Blaðsíða 6
tugthúsinu: „En hve mikið illmenni
sem Brun var, kom Arnes sér svo
vel við hann með kænsku, að hann
setti hann yfir aðra fanga“. Þetta
kemur heim við fyrri feril Arnesar,
að því er snertir umgeingnismáta
hans. Honum er hvarvetna gefinn
hinn bezti vitnisburður, bæði á
Ströndum vestur meðal bænda og
eins, þegar hann var kominn undir
manna hendur; er þá orðlagt, hve
hann hefur „vel skikkað til orða og
verka“, „sér frómlega og meinlaus-
lega hagað“, „sýnt afturhvarf og iðr-
unarmerki fyrir sínar áður gerðar yf-
irsjónir” o. s. frv. Koma þarna til
klókindi Arnesar, því leingi skal
manninn reyna. Arnes var sjaldan
allur þar sem hann var séður — „í
skikkan til orða og verka".
Samkvæmt tillögu fángavarðar er
Arnes skipaður varðmaður tugthúss-
ins 1. apríl 1786 „sem hinn dyggasti
og heppilegasti, sem völ er á“. Hann
er jafnframt undanþeginn allri ann-
arri vinnu — utan það, að hann á
að annast kristindómsfræðslu meðal
fánganna. Og af hálfu fángelsisstjórn
arinnar er honum heitið gjöf að ári
liðnu, ef hann reynist vel. Hinn láng
hrakti flökkuþjófur er kominn í em-
bætti.
Allt um það sækir hann um lausn
úr hegníngarhúsinu vorið 1787 „eftir
21 árs þjónustu" (!) Um það leyti
varð forstöðumaður hegníngarhúss-
ins danskur maður, Hinrik Scheel,
en fángavörður var skipaður þetta
vor Jóhannes Zoega, forfaður
Zoega-ættarinnar hérlendis,—
Lausnarbeiðni Arnesar bar eingan ár
ángur að sinni og sat hann því áfram
í embættinu yfir samfaungum sínum.
Undngeinginn vetur var einn mesti
hörmúngatími tugthússins sakir húng
urs og sjúkdóma. Margir fángar voru
sem oftar aðframkomnir, þegar í tugt
húsið kom, og umhirðan var ill og
litil. Þann vetur kvað landlæknir
brýna nauðsyn á að ráða hjúkrunar-
mann í húsið; og skipti auðvitað eing
um togum, að Arnes hreppti það
starf. Fángarnir hrundu niður. í
janúar var aðeins einn karlfángi á
skriði við sæmilega heilsu. Ráðsmað-
ur skrifar til stiftamtmanns: „Tugt-
huslemmerne blive immer mere
syge eller krepere som Fluer“. En
til að kynna okkur, hversu embætt-
in fara Arnesi útileguþjóf úr hendi,
skulum við lesa kærubréf frá faung
I unum á Arnarhóli, sent stiftamt-
manni Levetzow, dagsett 21. október
um haustið. Það er í alla staði átakan
legur vitnisburður um ástandið í
tugthúsinu.
„Nú í næstliðnum septembermán-
uði var okkur sagt í verklag með Ar-
nesi, eftir lestur á sunnudegi, fífu
að taka, sem við og gerðum í veik-
leika, en þá við vorum komin á leið-
ina frá húsinu, segir Arnes til okkar,
að nú sé djöfullinn búinn að hnýta í
helvítis kjaftana á okkur og vissi ei,
hvert hann ætlaði að teyma okkur.
Þessu næst sagði hann til okkar, að
við skyldum koma í andskotans nafni
nefnt verk að vinna. Framar segir
hann að hann segist skuli skera af
oss helvitis hausana, bæði smærri
og stærri, því nú værum við mátu-
lega komin sér í greipar, því hann
sagðist nú vera óhræddari heldur en
þá húsbændur sínir væru við hönd-
ina; sagðist nú hafa knífinn til reiðu
okkar að drepa og í einn stað að láta
okkur ofan í grafirnar, þar með ofan
í helvíti með mörgum fleirum slæm-
um orðum og hræðilegum; hefur og
hótað, að hafa líf vort sumra hér
aumingjanna hér inni og úti, svo
nokkrum sinnum hefur Arnes sýnt
fullkomin atvik til soddan hótana,
nefnilega á yfirstandandi sumri,
fyrst við Jón Þorsteinsson, þá hann
vildi hafa látið hann út í sjóinn úr
bátnum og svo síðar barði bæði hann
og líka Jón Árnason, svo á sá, þar
eftir átök á Einari, svo á sá stórum
hálsi og andliti af bólgu og bláma
til með nú síðast næstliðinn sunnu-
dag barði svo Jón Þorsteinsson, að
bæði var bólginn og blóðugur í fram
an, hótaði að snúa af honum helvítis
hausinn og svo líka í húsbændanna
viðurvist, þar með aldrei að vera
rólegur við oss, sem hann kallar
djöfuls pakk, með mörgum og hræði-
legum orðum og atvikum, svo aldrei
erum við óhræddir um líf okkar,
hvorki nótt né daga, þá húsbóndi vor
er ei sjálfur við, utan hvað höfum
verið nú nokkur kvöld, síðan meist-
arinn sjálfur læsti stofunni, dálítið
óhræddari, en hpfur þó aukizt aftur
hræðslan á morgna og nætumar, þá
Arnes hefur verið látinn aftur upp-
ljúka, að mundi með voðann koma
og drepa nokkuð af oss, ef ei allt í
hrúgu niður. Guðrún Jónsdóttir hef-
ur hann kallað helvítis lagadækju og
bölvaða flagmeri, Þorstein helvízkan
skelmi og lygara, Rannveigu helvízka
hórudrottningu, og svo fleira og
fleira; eins og líka erum allan tíð
dauðiega hrædd, að muni drepa oss
með knífnum eftir hans sjálfs hót-
unum, þá oss er skipað í verklag
með honum. Þetta allt með öðru
fleira beram við undir svarinn sálu-
hjáipreið ef á herðir. Kvökum því
uppi á alla viðkomandi verkstjóra
'lrottins guðs vors, og vi.jum að-
spyrja, hvort soddan manneskja sem
Arnes er eigi að hafa eftir guðs-
lögum ráð yfir oss nætur og daga,
bæði meg lykla og svo fleira, ver-
andi öll í góðri von, að í guðs nafni
gegna muni kvaki vor aumingjanna
allra og ásjá gera, .og það satt segj-
um. Og til frékari staðfestu skrifum
vér og skrifa látum vor skírnarnöfn
hér að neðan.
Dag 21. október 1878 í tukthúsinu.
Einar Eiríksson.
Jón Helgason.
Jón Arnórsson.
Þorleifur Jónsson.
Guðrún Jónsdóttir.
Jón Pálsson.
Helgi Árnason.
Guðrún Þorsteinsdóttir.
Jón Thorsteinsson.
Þóra Sigurðardóttir.
Þuríður Nikulásdóttir.
NB. Við í einfeldni höldum, að vor
æruverðugi sálusorgari séra Guð-
mundui Þorgrímsson á Lamba-
stöðum eigi soddan að sjá,' áður
en fólk verður hér til guðs boi'ðs.
Gug sé með öllum oss.“
Svo óhugnanlegt, sem þetta er,
hitt ekki síður vottur um ástandið í
tugthúsmálunum, að kæra vesalíng-
anna bar ekki árángur. LevetzoW
stiftamtmað'ur skipaði Scheel ráðs-
manni raunar að rannsaka málig pg
láta lemja Arnes ótæpilega, ef rétt
reyndist af honum sagt. Þau mála-
lok eru óviss, en öðru en því, að
Arnes hélt dyravarðarstöðunni eftir
sem áður, en fyrir tilstilli Hannesar
biskups Finnssonar mun uppfræðara-
starf Arnesar hafa verig afnumið;
sóknarpresti var í hans stað falið að
ræða við fángana öðru hverju. Einn
fánganna, Jón Þorsteinsson, sem
samkvæmt kærubréfinu hefur sætt
hvað mestum áverkum af völdum
Arnesar, strauk úr tugthúsinu sum-
arig 1791; var fángaverði og ráðs-
manni skipað að rannsaka, hvort
„Arnes varðmaður," væri valdur að
flóttanum svo Arnes hefur haldið
dyravarðai'stöðunni þá. Jón Þor-
steinsson náðist aftur; hann var úng-
ur maður, en í gerðabók tugthús-
stjórnar er þess getið árig eftir, að
hann sé aumíngi orðinn af illri með-
ferð.
Afskipti Levetzows stiftsamtmanns
af tugthúsmálum voru annars með
frægum emdemum alla tíð, en stift-
amtmanni bar yfirsjón meg hegn-
íngarhúsinu á Arnarhóli. Hann krafði
Hinrik Scheel aldrei um reikningsskil
úr ráðsmannsstarfinu, þótt honum
bæri skylda til þess árlega; og með-
stjórnendur sína í stj.nefnd tugthúss
kallaði hann ekki saman til fundar
svo árum skipti. — „Levetsau kom
sér ekki vel meðan hann var stift-
amtmaður og amtmaður hér á landi.
Hann forþénaði ekki eftir nýju titl-
unum að kallast náðugur, heldur eft-
ir gömlu titlunum strangur herra.
Hann var stoltur, hissugur og gegndi
lítið afsökunum.......... Hann fór
héðan með konu og börnum sumarið
1790 og báðu fáir hann vel fara, en
Framhald á 886 síSu.
870
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ