Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Blaðsíða 12
■H
lýfy
’fí
k,
. -
Hér í opnunni gefur að líta
margar myndir af skipum í s’jáv-
arháska frá ýmsum tímum. Af
öllum þessum skipum björg-
uðu björgunarsveitir Slysavarna-
félags fslands fjölda mannslífa,
sem annars hefðu orðið dauðan-
um að bráð. — Hér á síðunni, tal-
ið efst frá vinstri til hægri, eru:
Cap Fagnet, franskur togari, er
■strandaði í stórviðri og brimi
skammt frá Grindavík, árið 1931.
Björgunarsveitin í Griridavík bjarg
aði 38 skipbrotsmönnum úr bráðri
lífshættu með fluglínutækjum og
var það í fyrsta skipti, sem skip-
brotsmönnum var bjargað með
þeim hætti hér við land.
Skú'li fógeti. Hann strandaði 10.
apríl 1933 í kafaldsbyl og stormi
nálægt Grindavfk. Háflóð var og
reið brotsjór stöðugt yfir skipið
og skipbrotsmenn. Björgunarsveit
in í Grindavík bjargaði þarna 24
mönnum, en 13 fórust.
Trocadeiro, enskur línuveiðari
með 14 manna áhöfn, strandaði
við Grindavík haustið 1936. Hin
vaska björgunarsveit á staðnum
bjargaði allri áhöfninni.
Sonja Mærsk rak upp í fjöruna
við Sjávarborg í Reykjavík í fe-
brúar 1941. 24 mönnum bjargað I
björgunarstól. Á næstu mynd sést
einn á leið í land.
Charles H. Sálter, brezkt flutn-
ingaskip strandaði undir Eyjafjöll-
um í febrúar 1946. Björgunarsveit-
ir undan Eyjafjöllum og frá Ví^
í Mýrdal björguðu 29 manna á*
höfn skipsins.
SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS
876
T I M 1 N N — SCNNUDAGSBLAÐ