Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Blaðsíða 15
 Sæbjörg, fyrsta björgunarskúta íslendinga, siglir inn á Rvíkurhöfn i febrúar 1938. — Varstu eitthvað á erlendum skip um á þínum yngri árum? — Já. meðal annars á dönsku skipi, sem hét Nordbo, það var eitt'hvað fullkomnasta mótorskip Norðurlanda þá og alveg nýtt, þegar ég var á því. Eg sá það tuttugu árum seinna og fannst það þá mesti kláfur. Ég strauk aí þessu skipi í Ameríku til þess að komast til Alaska. Árið eftir nöppuðu þeir mig í Seattie og sendu mig heim, því að samkvaemt innflytjendalögun- um mátti ég akki vera í landinu. Þá var ég byrjaður á loftskeytanámi þar í borg og hélt því svo áfram, þegar ég kom heim. En ég lauk aldrei við prófið. Það var svo mikill hörgull á loítskeytamönnum, að ég var drifinn út í sjó, áður en af því gæti orðið. Pyrsta skipið, sem ég var loftskeyta- maður á, hafði bara móttakara, e-n engan sendi, svo að það gat ekki ei'nu sinni oent út neyðarskeyti. — Fórstu þá aldrei til Alaska? — Jú, ég held meira að segja, að þar heiti eitt fjall í hausinn á mér. Þeir skírðu það í höfuðifi á mér, fé- lagar mínir, þegar við unnum við sildarverkun á eynni Kodíak, sem Jón Ólafsson vildi gera að aðseturs- stað allra íslendinga vestra. Það var leiðinlegt, að honum skyldi ekki tak- ast það. Þá væri sennilega landstjórn in þar íslenzk núna. — Hvenær gekkstu í slysavarnafé- lagið? — Sama ár og það var stofnað, 1928. Mitt númer er 225. Á stofnfund- inum voru ekki nema 128 manns, en nú eru félagar yfir 30.000 á öllu landinu. Það veitir ekki af, að félagið sé fjölmennt og sterkt, því að ekki fækkar sjóslysunum, síður en svo. Á siðustu 5 árum hefur 59 íslenzk- um skipum hlekkzt á. Þar af hafa 26 strandað, en af þeim náðust tíu út aftur. Á sama tímabili hafa átta skip sokkið vegna leka og eitt vegna áreksturs. Tuttugu og fjögur skip hafa farizt í rúmsjó. Allir björguð- ust af þeim skipum, sem strönduðu eða fórust vegna leka. En af þeim skipum, sem sukku á rúmsjó, var að- eins bjargað af tíu. Samt eru þeir alltaf fleiri, sem bjargast en drukkna. Af strönduðu skipunum var bjargað 211 mönnum, af þeim sokknu 66, en af þeim, sem sukku í rúmsjó, var sjö- tíu og sex bjargað. Á þessum tíma hafa áttatíu sjómenn farizt. — Hvaðá björgunarafrek slysa- varnafélagsins eru þér minnisstæð- ust? — Starfsemi og viðgangur Slysa- varnafélags íslands hefur vaxið með hverju ári, og á vegum félagsins hafa mörg merk og mikil björgunarafrek verið unnin. Þar gnæfir hæst björgun arafrekið við Látrabjarg sem eitt mesta björgunarafrek allra tíma, vegna þess, að örðugleikarnir voru nærri óyfirstíganlegir, og möguleik- arnir til björgunar á skipbrotsmönn- unum voru miklu minni en sú hætta sem björgunarmennirnir lögðu sig í. En af því að björgunarmennirnir trúðu á sigurinn og ekkert nema viss an um sigurinn komst að hjá þeim, tókst björgunin svo giftusamlega og slysalaust. Það kom sér líka vel að veður breyttist ekki til hins verra meðan hættan var mest. Eg held, að aldrei hafi jaín fáir menn unnið jafn mikið þrekvirki og björgunarmenn- irnir við Látrabjarg. En eitthvert erfiðasta ferðalag fyr- ir björgunarmenn tel ég hafa verið ferðalag ojörgunarsveitarinnar á Siglufirði í stórastormi og hríð'arbyl með hörkufrosti yfir Fífladalsbrún í 1500 feta hæð til þess að bjarga skipverjum á Þormóði ramma, er rek- ið hafði upp á Sauðanesið eftir að hafa farið heila veltu í rúmsjó, — fáir skipbrotsrnenn hafa komizt í hann krappari. Margar fleiri björg- unarsveitir hafa og komizt í ósegj- anlega mikla erfileika vis björgunar- störf við mjög erfiða aðstöðu. Má þar nefna björgunarsveitirnar úr Álfta- veri og Vík í Mýrdal, sem lágu úti í Kötlugjá á Mýrdalsjökli í svartasta jólaskammdeginu í leit að týndri amerís’kri flugvél, en allt er þetta Fluglínunni skotið. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 879

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.