Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Blaðsíða 7
Pi'M GAMLI er aS segia sögu. Hann situr frammi ( stafni á þriggja mastra skonnortu á leið frá Southampton til Honolulu. „Síðan ég var barn að aldri hef ég verið haldinn óseðjandi forvitni um Jífið og fólkið. Einkum hafði ég hug á stúlkum, og þegar ég hafði aldur tii að verða ástfanginn af. þeim, fór ég að hugsa: Hvað um þessa litlu snotru hnátu, sem ég mætti á götunni, og hvað um þessa , sem ég hlóð með trjávið x dag? Og ég gat ekki varizt Því að verða hrifinn af þeim. En fyrsta ástvina mín leyfði mér ekki að líta á aðrar stúlkur, því að hún elsk- aði mig einan, og þar eð ég gat ekki elskað hana eina, hafnaði ég kröfu hennar og kaus frelsi mitt . . . Stúlk- urnar, sem á eftir komu, voru snotr. av á sinn hátt — en að sumu leyti voru þær enn ákveðnari“. (Hér tekur sögumaður sér stutta niálhvíld). „Ég er trúr efnishyggjumaður, eins og þið vitið, en ég hef eitthvað nf ævintýramanni í mér líka. Ég vildi elska stúlku, en ég hafði einnig yndi flf því að veiða eða renna mér á skíð- nm i Sydney með strákunum, en stúlk ur vildu ekki taka þátt í því með mér, þær báðu mig að vera kyrran heima. Á þessu tímabili fannst mér Jíf mitt vera að lokast inn í þröngum Ju'ing, og ég gerðist þunglyndur, ást uiín á stúlkunni dvínaði, og að lok- Um henti ég henni frá mér eins og ellum hinum. En ég hélt áfram að elska lífið, og lífið hafði farið um mig mildum höndum fram að þeim tíma. Og þar.na var ég sem sagt tutt- ugu og þriggja ára, og stúlkurnar elskuðu mig vegna þess, að sá, sem eJskar minna, er alltaf hinn sterk- ari“. Enn þögn, — Pim gamli blæs út úr sér reykjarmekki og heldur áfram. „Dag nokkurn hitti ég stúlku frá Hoston. Hún hét Valery. Mér gazt þýsna vel að henni og lét hana finna Það, en ég sagði henni líka, hvers f"""‘ ■■ ■■■—Wi'1 , ALEXANDER Alexandrovich Fadejev er rússneskur rithöf- undur og fæddist ár!8 1901 i Tver, af bændafólki kominn. — FaSir hans var kennari, en mó3- ir hans hjúkrunarkona. Fadejev barSist gegn hvítllðum f Rúss- landi eftir byltinguna, og eru sögur hans ýmsar byggðar á Þeirri reynslu, sem hann öðlaS- ist þá. Sagan „Ósigurinn", sem kom út 1927, varð vinsæl mjög °3 stuðlaði útkoma hennar að vinsældum hans. „Ungl vörður- ion", sem kom út 1946, fjallar um föðurlandsvin I leyniþjónustunni meðan á hersetu Þjóðverja stóð ( heimsstyrjöldinni síðari. konar maður ég var. Síðan hélt ég til Sydney með hreina samvizku og mynd af henni í brjóstvasanum. Allt þróaðist eðlilega, þar til furðulegur atburður gerðist: Ég tók að sakna hennar! Við skrifuðumst á, hún kom að hitta mig, ég fór að hitta hana. Ást hennar var ákaflega óstöðug. — Stundum var henni nákvæmlega sama um mig, í önnur skipti endur- tók hún í sífellu, hvað hún elskaði mig heitt. Oftast gerðist þetta, þegar við vorum ör af líkamlegum atlotum. Hún spurði si svona: „Trúirðu mér?“ Ég trúði henni, því að ég vissi, að hún var einlæg við mig. En kynlegur ótti nísti hjarta mitt. Ég vissi, að líkamleg hrifning getur komið fólki til þess að sverja hvort öðru ævi- langan trúnað og fengið það til að trúa, að það sé raunverulega ástfang- ið: síðar kemst það að því, að ást an aftur — óttaðist, að ég myndi tor- tímast. Óstöðuglyndi stúlkunnar var að eyðileggja mig. Þið vitið, að ég er enginn skýja- glópur. Ég heimta, að hin mesta ást skuli vera sterk, heil og einlæg. En það var ómögulegt. Ég var kærulaus, tuttugu og þriggja ára gamall og hafði andúð á öllum sálfræðilegum vangaveltum, en nú lenti ég í óskap- legu og ólýsanlegu sálarstríði vegna ástar minnar á hinni léttlyndu unn- ustu. Hugsanir mínar hringsnerust í kollinum á mér og urðu að einum graut, og mér stóð stuggur af þeirri tilhugsun, að ég myndi hrapa niður á kalda jörð veruleikans. Ég varð þunglyndur, önugur og fúll. Ég kvaldi sjálfan mig miskunn- arlaust. Dag nokkurn var ég búinn að vera og ég skrifaði henni um ástand mitt: það var enginn annar, sem gat ALEXANDER FADEJEV: KONUR OCÁSTIR þess hefur verið hillingar einar. — Sönn ást hefur bersýnilega fleiri ræt- ur en þessar. 1 Skynsemi mín og reynsla hvatti mig til þess að trúa því betur, sem hún sagði, þegar hún var í fjarlægð frá mér. Og það, sem hún sagði, þeg- ar henni stóð á sama um mig. Auk þess var hún vön að horfa blygðun- arlaust á hvern dökkeygðan mann, sem hún sá. í stuttu máli sagt, þá elskaði hún mig á sama hátt og ég hafði unnað öðrum stúlkum fyrrum. Ég gat haldið áfram að vera hinn kærulausi Pim, — sem hljóp á skíð- um og átti ástarævintýri við stúlkur (án þess að svíkja Valery mína) og Volery var einnig frjálst að gera hvað sem henni þóknaðist. Þegar að kveðju stundinni kæmi, yrðu engin sárindi, og við ga?tum skilið í vináttu og með hlýjar tilfinningar hvort til annars og hugljúfar endurminningar um ást okkar. Ö, nei-nei! Ég elskaði Valery mína frá Boston á sama hátt og aðr- ar stúlkur höfðu eitt sinn elskað mig. Ég hélt áfram að fara til Sydney og ganga á skíðum eins og áður, en nú gerði ég það fremur af vana en löng- un. Meg öðrum orðum, mig langaði ekki framar til þess að fiska, nema hún Valery mín frá Boston væri með mér. mig langaði ekkert til Sydney, án Valery minnar frá Boston, og ég hafði ekki lengur hug á stúlkum, sem ég hitti á götunum, því að ég elskaði aðeins hana Valery mina frá Boston. f ást minííi til hennar náði ég upp í ofurhæðir og óttaðist ag falla það- lyft af mér byrðunum. Einu sinni hafði ég skrifað henni, að ég væri að róast og reyndi að hugsa alvarlega um aðstöðu mína“. Pim gamli kveikir sér aftur í pípunni. Einhvers staðar glamrar í akkeriskeðju. „í fyrsta lági, gerði ég mér Ijóst, að ég gæti aldrei fyrirgefið Valery, því að í ást er sá sterkari, sem elskar minna, og þarna var ég sá, sem elsk- aði meira. En ég vissi einnig, að héldi ég áfram að pína sjálfan mig, myndi ég missa vitið. Ég fór aa skammast mín. „Pim“, sagði ég, „það er ofur- auðvelt að skemmta sér — fiska, fara á skíði og fara til Sydney — ef þú hugsar ekki lengur um stúlku, sem þú elskar. Það er ekkert auðveldara. Hið eina rétta ráð er a?j halda áfram að vera eins og þú hefur verið, jafnvel þótt þú hrapir — jafnvel þótt hún Valery litla frá Boston yfirgefi þig!“ Og meðan ég var að hugsa þessar hugsanir, fór lífið á ný að ólga í æðum mílnum, vöðvarnir styrktust og ljóminn kom aftur í augun. Ég hugsaði: „Ég skal aftur verða hinn sami, gamli Pim. Ég skal syngja lífi mínu þakkargerð — og henni Valery minni frá Boston: Ég ætla að syngja henni lof fyrir að hafa leyft mér að elska hana, fyrir bréfin, sem ég kyssti eins og lítill drengur og fyrir allar þjáningar, sem ást hennar hefur leitt yfir mig: þvi að allt var þetta þáttur af lífi mínu og lífið er fagurt og lífið sigrí r ávallt dauðann!“ T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 871

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.