Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Blaðsíða 17
ÞAU SOFNA A HAUSTIN,
Er nokkuð jafn gott svefni —
djúpum, draumlausum svefni,
sem ekki er ( neinni snertingu
við hinn vakandi raunveruleika?
— Sumt fólk er svo vel gert af
guði eða sjálfu sér, að því er
slíkur svefn sjálfsagður. En nú
á tímum hraða og taugaveiklun-
ar er því svo háttað um marga
okkar, að við getum talið það til
viðburða, þegar svefn okkar er
algert algleymi.
Það er sagt um fólk, sem sefur ó-
værum svefni, að það sofi laust. En
oft þarf ekki mikið til að raska svefn
ró slíks fólks: Bíll þýtur hjá fyrir
utan gluggann, það skellur í hurð-
um og ískrar í hjólum, kannSke
tnarrar í hurð á næsta herbergi við
okkar eða herbergisfélagi sefur með
þeim átakanlegu hljóðum, sem kall-
ast hrotur: Fyrir hinn svefnlétta get-
ur þetta haft í för með sér þreytandi
andvöku og bið eftir svefni, sem
aldrei ætlar að koma, þrátt fyrir
það að hver taug líkamans þarfnist
hvíldar Andvökur geta skapað ó-
þægilegar hugsanir, geðvonzku ag
jafnvel mannhatur. Það getur verið
•mikii áreynsla fyrir taugar eigin-
manns eða eiginkonu að stara út í
myrkrið og geta ekki sofið, meðan
hinn aðilinn hrýtur og brosir kjána-
lega í sælum draumi. Þá fer maður
kannske að hafa hátt, ræskja sig,
hreyfa sig, kveikja ljós og draga til
stólr — { raun og veru til þess eins,
að gefa gremju sinni útrás og vekja
rúmfélaga sinn, án þess að hann geti
beinlínis sakað manr um að hafa
gert það með vilja. - - Já, það væri
sannarlega mikils virði fyrir þreytt
ar og ruglaðar mannssálir að geta
horfið inn í meðvitundarleysið og
lagzt í dvala eins og sumar dýrateg-
undir gera. Sumar þeirrá geta sofið
upp undir tíu mánuði í einum dúr,
og sama væri, þótt allur hávaði stór-
borganna niðaði við eyru þeirra;
þau myndu ekki einu sinni depla
augunum og halda áfram að sofa ó-
trufluð. Það verður að játast, að
það er merkilegt fyrirbrigði að geta
sofið í níu mánuði. Það er bejnlínis
ótrúlegt, að stór dýr með munn og
maga, hjarta og nýru og ótal önnur líf
færi geti bókstaflega verið óvirk %
hluta ársins og vaknað siðan með öll
líffæri og skynfæri j lagi, eins og
ekkert hafi í skorizt. Þetta er ævin
týralegt, en staðreynd engu að síð
ur. En dvali þessara dýra er þó
með mjög ólíkum hætti. Sum sofa
aðeins í sex vikur, en önnur — eins
og áður er sagt — allt upp í níu
mánuði. Sum þeirra sofa látlaust án
þess að vakna nokkru sinni, önnur
vakna öðru hvoru. Enn eru sum
dvaladýr, sem vakna með vissu milli-
bili og nærast af þeirri fæðu, sem
þau hafa hamstrað fyrir veturinn,
en leggja sig til svefns aftur, jafn-
skjótt og þau hafa nærzt. Önnur nær-
ast aldrei allan þann tíma, sem þau
eru f dvala. — Af þessu má ráða að
til eru ýmis stig dvala, allt frá
algerum dvala tii likamlegs ástands
þeirra dýra, sem draga sig í híði,
þegar vetrar og lifa á fæðubirgðum,
sem þau hafa safnað um sumarið.
Hinar lífeðlisiegu forsendur fyrir
dvalanum eru ekki svo mjög ólíkar
hjá þessum dýrum. Það er ekki
erfitt að skilja, að dýr, sem hafa
„kalt“ blóð eða réttara sagt blóð með
breytilegu hitastigi, skuli leggjast i
dvala. Blóðhiti þeirra fylgir nefni-
lega hitastigi umhverfis. Kólni í
í veðri, lækkar líkamshiti þessara
dýra sjálfkrafa í samræmi við hita-
stig andrúmsloftsins, og um leið verð
ur öll líkamsstarfsemi hægari. Kuld
inn eða hið lága hitastig getui verið
svo mikii hamla á starfsemi einstakr?
líffæra, að þau hætta alveg að starfa
Þegar hitastig líkamans lækkar
verða dýrin deyfðarleg og sljó, og
strax og hitinn er kominn niður fyrir
10 stig, verður deyfðin venjulega að
föstum svefni. Staður, þar sem dýi
með mismunandi blóðhita leggjast i
dvala, þarf helzt að hafa hitastig milli
sex og tólf stiga. Taki maður til dæm
is eiturslöngu úr vetrarbúi hennar
og hiti hana upp, vaknar hún, en
hún er sljó og hjálparlítil og mun
ekki höggva frá sér.
Þau dýr, sem hafa „kalt“ blóð
geta gefið okkur verðmætar upplýs-
ingar um dýralíf fortíðarinnar. Hugs-
um okkur til dæmis risaskriðdýrin,
sem áttu blómaskeið á miðölduim
jarðsögunnar. Þau dóu alveg út, og
það er ekki fjarri lagi að reikna
með þeim möguleika, að sljóleiki
þeirra og skortur á hæfni til að
bjarga sér, þegar loftslagið kólnaði,
hafi verið ein af orsökunum fyrir
Höggormurinn Ieggst I dvala í grjó'thrúgum, og eru þeir stundum mjög margir
saman, hver um annan þveran, — þá veröur hitastigið stöðugra.
EN VAKNA MEÐ VORINU
T í M I N N — SUNNUDAGSBIAÐ
881