Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Blaðsíða 14
★
vÆ-'., V,™ ~ , v», ~' "IHmBT^ !
Henry Hálfdánarson, skrifsfofustjóri Slysavarnafélags íslands.
(Ljósmyndir: TÍMiNN—GE).
það var bui mbærasta stund-
UU VUE pUB iwumi uuiu uuinu
in, þegar Goð afossi var sökkt“
Henry Hálfdánarson rifjar upp atvik frá liðinni ævi
Henry Hálfdánarson stendur
við gluggann á skrifstofu sinni í
húsi Slysavarnafélags íslands á
Grandagarði, þegar ég kem inn,
og horfir yfir bátaflotann á höfn-
inni, sem speglar sig í haffletin-
um. Ef til vill hefur hann verið
að hugsa um, að ekki væri sjór-
inn alltaf jafn blíðlegur og núna,
þar sem hann liggur marfiatur
og sleikir skipsskrokkana. — En
kannski hefur hann bara verið
að horfa á tunglið, sem er að síga
á bak við Hamarshúsið með
skarðan skjöld.
— HvaS get ég gert fyrir þig? spyr
hann og gengur að skrifoorðinu og
sezt. Á milli okkar stendur senditæki
og lítil miðunarstöð, hvortveggja
reiðubúið.
— Ég ætlaði að fá að krukka svo-
lítið í þig.
— Jæja, hvað viltu vita?
— Hvag þú gerðir, áður en þú
komst að Slysavarnafélaginu.
— Ég var loftskeytamaður á tog-
urum, og svo var ég á því fræga skipi,
Súðinni, á stríðsárunum.
— Varstu á henni, þegar árásin
var gerð á hana?
— Nei, það vildi svo kynlega til,
að þá var ég að skemmta mér austur
í sýslum. Við Guðmundur Gíslason
vorum vélbyssuskyttur á skipinu, en
vorum báðir í fríi, þegar árásin átti
sér stað. Ég vissi ekki um hana fyrr
en ég sá blöðin á Selfossi og brá
heldur en ekki i brún.
— Hefurðu lent í sjávarháska?
— Já, ég er nú einn þeirra, sem
slysavarnafélagig hefur bjargað. Þá
var ég á togaranum Hannesi ráð-
herra. Hann strandaði út af Kjalar-
nesi 14. febrúar 1939 í dimmviðri.
Skipið lét illa, þar sem þag tók niðri,
og annar björgunarbáturinn brotnaði
en við komumst allir í hinn — átján
menn í tveim ferðum og rérum út 1
Sæbjörgu, sem hafði fundið okkur
þrátt fyrir dimmviðrið. í seinni ferð-
inni lánaði Sæb.iörg 3 róðrarmenn til
viðbótar, til þess að sækja okkur hina,
sem eftir voru
Togarinn hét auðvitað í höfuðið á
Hannesi Hafstein, en ég var líka á
nafna hans, Hafstein frá Isafirði, og
á báðum þessum togurum varð ég á-
horfandi að hörmulegum sjóslysum.
Ég var á Hafstein, þegar Jón forseti
fórst. Við vorum þarna margir tog-
arar og varðskipið Þór á strandstaðn-
um, en það var ekkert hægt að gera
til hjálpar, og við máttum horfa að-
gerðarlausir á mennina tínast út,
hvern af öðrum. Skipbrotsmönnunum
tókst loks ag láta bauju með taug
reka á land; síðan var bát fest í hana
og hann (^reginn milli skips og lands,
en skipverjar urðu að sæta lagi og
kasta sér ofan í bátinn. Þannig björg
uðust tíu, en fimmtán fórust. Þetta
slys varð 27. febrúar 1928, stóru slys-
in verða svo oft í febrúar. — Það
setti mikinn óhug að mönnum við
þetta mikla slys, og það varð til þess
að ýta undir þróun slysavarnamála.
Slysavarnafélagið kom á fót björg-
unarstöðvum á þesum slóðum, en ein
mitt þær stöðvar hafa bjargað flest-
um mannslífunum.
Það kom sér líka vel þétta framtak
slysavarnafélagsins, þegar Skúli fó-
geti fórst 1933. Vig á Hannesi kom-
um á strandstaðinn, en sáum strax,
að ekkert var hægt að aðhafast frá
sjó. Um borð í Skúla og Jóni forseta
voru tveir skólabræður mínir úr loft
skeytaskólanum. Þeir stóðu við tæk-
in meðan þau gengu og fórust báðir.
Þarna fórust þrettán menn, en tutt-
ugu og fjórir björguðust. Það hefðu
allir farizt, ef björgunartækin hefðu
ekki verig til staðar.
87P
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ