Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Blaðsíða 11
Kláfferja á Jökulsá, skammf frá bænum Brú. Fyrlr allmörgum árum gerSisf sá atburður, aS þessi kláfur
féll niSur í elfuna meS mannl 1. Var þaS Páll Gíslason frá SkógargerSi, er þá var fyrir skömmu byrjaSur
búskap á ASalbóli í 'Hrafnkelsdal En meS því aS hann var þrekmaSur mikill, tókst honum aS bjarga sér
upp úr ánni, og þótti þaS öllum, sem tll þekktu, his mesta afrek. ÞaS er sannariega ekki fýsilegt aS falla
þarna í Jöklu. (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson).
■iiimimiimiiiiiiiimmimiimiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiimiiiiiiimimmimimimiimiiiiiiimmmmimiiiiiiiiiimmiimmmi
«inum þriðja á hvert amt — þau
Voru þá þrjú, eða hann yrði fenginn
Weð fjögurra skildinga tolli af hverj
um brennivínspotti. Stjórnin ákvað,
a'ð frá byggingarkostnaðinum skyldi
fyrst dregið 302 ríkisdalir 62 skild-
ingar, sem safnazt hafði í brúarsjóð,
°g í öðru lagi 71 dalur 20 skildingar,
Uppboðsandvirði leifanna af gömlu
hrúnni. Eftirstöðvarnar, 524 dalir 28
skildingar skyldi til bráðabirgða
greiða úr jarðabókasjóði, en inn-
heirntast svo af sömu aðilum og í
sömu hlutföllum sem byggingarkostn
aðurinn 1783. Til viðhalds var ákveð
i« sama brúargjald sem eftir 1731.
En það var tólf skildingar af ein-
býlisbændum, átta skildingar af fleir-
hýlisbændum og fjórir skildingar af
búlausum mönnum, sem voru í tíund
í Jökuldals- og Hlíðarhreppi og
Tunguhreppi og helmingi lægra gjald
i öðrum. hreppum Múlasýslna. Þetta
Þótti ekki sanngjörn skipting og var
gjaldskiptingunni breytt þannig, að
i Jökuldals- og Hlíðarhreppi og
Tunguhreppi skyldi það vera óbreytt
« bændum, en hækka í sex skildinga
a búlausum. í Fellahreppi, Eiða-
hreppi og Hjaltastaðahreppi skyldi
það vera átta, sex og fjórir skilding-
ar. Og í Valla-, Skriðdals-, Fljóts-
dals- og Vopnafjarðarhreppum fjórir,
tveir og einn skildingur — allt með
sömu aðgreiningu.
Með fjárskilnaði íslands og Dan-
merkur eftir stjórnarskránni 1874,
kom það í hlut Alþingis að sjá um
viðhald brúarinnar og endurbyggingu.
Var brú Melsteðs nú mjög tekin að
hrörna, og níu árum síðar tók Al-
þingi ákvörðun um að endurbyggja
hana. Ekkert annað stórvatn var þá
brúað. Fyrsta stórbrúin, önnur en
Jökulsárbrú, var byggð á Ölfusá ár-
ið 1890.
Sumarið 1882 lét Tryggvi Gunnars-
son byggja brú á Eyvindará á Fljóts
dalshéraði. Það var sperrubrú, þar
sem hliðarsperrur voru látnar bera
uppi þunga brúarinnar og veita henni
burðarstyrk, ásamt undirlögunum.
Sama haustið var efni til endurbygg
ingar Jökulsárbrúar flutt á Borgar-
fjörð og brúin svo endurbyggð sum-
arið eftir að miklum hluta af eigin
efnivið. Fyrir brúarsmíðinni stóð nú
danski verkfræðingurinn Bald, sá er
byggði Alþingishúsið. Nú var byggð
sperrubrú á ána, eins og á Eyvind-
arána, og þótti nú traustlegri en áð-
ur. Brúarhafið var nokkru styttra
en á Eyvindará, þótt mikill munur •
væri á vatnsmagninu.
Þetta varð síðasta trébrúin, sem
byggð var á Jökulsá. Árið 1931 var
brúin endurbyggð úr steinsteypu.
Hún var þá breikkuð og hafin, svo
að hún vær; fær flutningsvögnum og
bílum.
Saga trébrúarinnar á Jökulsá tek-
ur yfir hátt á fjórðu öld. Hún má
teljast markverð af því, að það er
eina brúin yfir stórá á íslandi, sem
á slíka forsögu.
Frá því er þýzkir kaupmenn gáfu
brúna um eða stuttu eftir miðja 16.
öld og fram til 1931, er steinsteypu-
brúin var byggð, hafði þurft að end-
urnýja hana fimm sinnum, sem rakið
hefur verið.
Nokkuð var ending brúnna misjöfn,
sem sjá má af eftirfarandi yfirliti:
1. Gjafabrú Þjóðverja um 1550—
1625, ending um 75 ár. 2. Brú Bjarna
Oddssonar um 1627—1695 énding um
Framhald á 883. síðu.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
875