Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Blaðsíða 9
BRYR Á JÖKULSA Á PAL
»lW|i|j»llii|íiliilM>^.UWIIIIIímilll»l'Wir'Willlllllll>IIWIIIl lllllll lllll H^SWBiIIMHII IiW fc "^lllllllffÍMIMMllWgBilHWIIS''nillllllllllMIIIIIIII
Jökulsá á Jökuldal hefur verið
nefnd ýmist Jökulsá á Brú eða Jök-
ulsá á Dal. Upphaflegra mun vera
hið fyrra. Sú er ástæðan til þess,
að steinbogi var á ánni til forna. Er
þess getið tvisvar í sögu Hrafnkels
Freysgoða, sem talin er rituð seint
á 13. öld. — Altari heitir steinþúst
á nyrðri barmi árgljúfursins niður
frá bænum Brú. Er svo talið, að það
séu leifar af nyrðri sporði steinbog-
ans. Austanvert árinnar gegnt þess-
ari steinþúst er bergið óheilt og hef-
ur hrapað úr þv.í nokkuð á seinni
timum. Telja menn, að eystri sporð-
ur steinbogans sé fallinn í ána neðar.
Tvennum sögum fer um það, hve-
nær steinboginn féll í ána. Sumir
telja að það muni hafa orðið árið
1625, en stórhlaup kom í ána af
umbyltingum í Austurjöklum, sem
svo er orðað. Er það byggt á frásögn
í ferðabók Eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar. Verður síðar nán-
ar að því vikið. Mun þetta hafa verið
blaup í Brúarjökli, líkt og varð árið
1890. Aftur á móti telur sr. Sigurður
Gunnarsson á Hallormsstað að stein-
hoginn hafi staðið fram á 18. öld.
Hafði hann manna bezt skilyrði til
að hafa sannar sagnir um það.
Jökulsá á Brú var eitt torfærasta
vatnsfall yfirferðar alla leið frá jöklj
til óss, sjaldan hestfær og ferjustað-
ir illir og ótryggir. Til dæmis drukkn
aði Björn sýslumaður Gunnarsson af
ferju yfir ósinn 1602.
Af Dropiaugarsona sögu má svo
aftur ráða, að önnur brú hafi verið
á Jökulsá á söguöld. Nóttina, sem
Helgi Ásbjörnsson var veginn, gistu
á Eiðurn tengdasynir hans tveir og
fleiri óaldarmenn sem komið höfðu
með Helga af Lambanesþingi. Eftir
vígið leituðu þeir sér ráðs gegn því,
að vegandinn, Grímur Droplaugarson,
gæti komizt undan. Varð það ráð
þeirra, „að halda vörð á vegum öll-
um og sitja við brúar á Jökulsá".
Prásögnin vitnar um það að önnur
brú hefur verið á Jökulsá en stein-
hoginn hjá Brú. Hefur hún líklega
verið á alfaraleiðinni hjá Fossvöli-
um Seni jafnan síðan, að því sem
kunnugt er, enda brúargerð auðveld-
ust þar.
Eftir þetta er ekkert kunnugt um
hrú hjá Fossvöllum, fyrr en laust
eftir miðja 16. öld. Að sjálfsögðu
hefur þetta verið trébrú og þurft
endurnýjunar við með líku millibili
sem þær brýr, sem kunnugt er um
°g síðar segir. Má og vera, að lengri
eða skemmri tími hafi liðið milli
endurbygginga.
Einn af þingstöðum Múlaþings var
lengi við brúna hjá Fossvöllum, nefnd
ur ýmist Brúarþing eða Trébrúar-
þing til aðgreiningar á því, að þing-
staðurinn væri við trébrúna, en ekki
steinbrúna. Fyrsta þinghalds þar
finnst getið 12. júní 1564 á sýslu-
mannsííð Eiríks Árnasonar presta-
hatara. Eftir þann tírna má rekja
sögu brúarinnar nokkurn veginn sam
fleytt.
Þjóðverjar ráku verzlun á Aust-
Frásögn Haildórs Stef-
ánssonar, fyrrverandi
alþingismanns
urlandi alla 16. öldina. Þess er get-
ið í íslandslýsingu Jóns Þorkelsson-
ar, 1748, að þýzkir kaupmenn á
Vopnafirði hafi gefið efni til brúar
á Jökulsá. Líklegt má telja, að það
hafi verið fyrir umgetið þinghald
Eiríks Árnasonar, nálægt miðri 16.
öld, er næsta brú á undan hafi ver-
ið ófær orðin eða fallin og staðið á
framkvæmd til'endurbyggingar. Hafa
þýzkir kaupmeAn á Vopnafirði viljað
með því greiða fyrir viðskiptum sín
um við bændur á Héraði austan
Jökulsár.
Frásögn Eggerts og Bjarna fyrr-
nefnd, sem á er byggt, að steinbog-
inn á Jökulsá hafi brotnað í stór-
hlaupi 1625, er á þessa leið:
— Árið 1625 var hlaup í Jökulsá.
Hækkaði þá vatnsborðið í ánni um
tuttugú álnir og braut hún gömlu
brúna af sér. Nýja brúin hefur verið
smíðuð úr 28 álna löngum stórviðum,
sem þaktir eru með plönkum og
grindum til beggja hliða. Um brúna
er alfaraleið með hesta og farangur.
Bera menn farangurinn yfir brúna
og teyma hestana. Brúin, sem nú er,
var smíðuð 1698. Hún er nú mjög
hrörleg.
Frásögnin um brúna í ferðabók
Eggerts og Bjarna verður vart skil-
in á annan veg en þann,- að átt sé
við brú á einum og sama stað. —
„Gamla brúin“, sem þeir nefna svo,
hefur, því verið brúin, sem Þjóðverj-
ar gáfu, en „nýja brúin“ önnur brú
á sama stað. Hvenær hún hefur verið
gerð og hver staðið hafi fyrir því
verki, er ókunnugt. Líklegast er, að
endurbyggingin hafi verið með for-
göngu sýslumanns, eins og allar síð-
ari brýr, en kostuð af sýslubúum
eins og síðar. Má ætla, að það hafi
verið stuttu eftir 1625 í sýslumanns-
tíð Bjarna Oddssonar, og það hafi
þá verið hann, sem stóð fyrir endur-
byggingunni.
Þegar Þorsteinn sýslumaður Þor-
leifsson sleppti meirihluta Múlaþings
við Jón Þorláksson haustið 1671, fór
hann með farangurslest sína yfir
brúna. Um kvöldið þann sama dag
gerði ólátaveður með feikna snjó-
burði. Lamaðist brúin svo af snjó-
þunganum, að hún varð ófær yfir-
ferðar. Var þetta veður kennt til á-
falls brúarinnar og nefnt Brúarbyl-
ur, og var hann lengi í minnum hafð
ur á Austurlandi. Þorsíeinn lét rétta
brúna við. Mun hafa staðið fyrir við
gerðinni umboðsmaður hans yfir þeim
fjórum nyrztu þingstöðum sýslu
hans, sem hann hélt eftir, Marteinn
Rögnvaldsson.
Árið eftir spurðist Þorsteinn sýsiu
maður fyrir um það á Alþingi, hvaf
hann eigi að fá endurgreiddan kosttt-
að sinn við aðgerð brúarinnar. Lög-
menn og lögréttumenn vísuðu hon-
um til sýslubúa. Hvort eða hvernig
sú endurgreiðsla hefur verið fram-
kvæmd er ókunnugt, sem og hvað
hár viðgerðarkostnaðurinn var.
Rúmum 20 árum síðar verður brú-
in fyrir öðru áfalli. Árið 1695 segir
frá því [ Fitjaannál og víðar, að Jök-
ulsá á Dal hafi stíflazt svo „af frost-
um og jöklasafni“, að brúin hafi
tekizt af. Ending hennar er þá orð-
in líklega fast að sjötíu árum. Mun
hún því hafa verið orðin hrörleg,
meðal annars vegna áfallsins 1671.
Björn sýslumaður Pétursson á Burst-
arfelli gekkst fyrir því við stjórn
ina, að brúin væri endurbyggð. —
Lagði stjórnin til efnið, en sýslu-
búar önnúðust flutning þess að brú-
arstaðnum og uppsetningu brúarinn-
ar. Fyrir verkinu stóð Björn sýslu-
maður. Segir Jón Espólín, að hundrað
manns hafi unnið að smíði brúarinn
ar í mánuð. Var brúin sett hærra
frá vatnsborði og traustlegar byggð
en áður hafði verið. Brúargerðinni
var lokið 1698.
Árin 1756 og 1757 ferðuðust þeir
um Austurland, Eggert og Bjarni.
Segja þeir þessa brú vera orðna
mjög hrörlega. Og þremur árum síð-
ar var hún o rðin með öllu ófær
yfriferðar. Ending hennar var þá
orðin tæp sextíu ár.
Árið 1760 voru telcin þingvitni um
ástand brúarinnar og nauðsyn henn-
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÖ
873