Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 2
mSÓLFUR DAVÍÐSSON MAGISTER: VESTFJARDAFÖR Langferðabíllinn er drjúgur á skriðinu. Hvað rekur annað: Kaffi í Bjarkarlundi, töfragrös í Vatns- firði, bílveiki á Vestfjarðaheiðum. í Vatnsfjarðarskála höfðu ísald- arráðstefnumenn komið í sólskins- skapi í sumar, sagði Andrés ráðs- maður. Þeir dreifðu sér um skóg- inn að athuga „íslands aðskiljan- legu náttúru“, unz foringinn Löve smalaði þeim rösklega í bilana til brottferðar. Elísabet ráðskona frá Hnífsdal færði mér töfragrös, næsta sjaldgæfa jurt úr skógar- kjarrinu reyniviðarrika. Áfram var haldið. Kvöldsett var orðið, er til ísafjarðar kom, gist- ing á Hernum. í ísafjarðarkaup- stað eru nú tveir bæjarblómagarð- ar — sá gamli með hvalbeinahlið- inu og annar yngri niðri á eyrinni. Annast Jón Jónsson klæðskeri garðana af prýði. Gamli garður- inn hefur nýlega verið stækkaður og endurskipulagður. Þar vex nokkuð af trjám og runnum, en aðallega blóm og rósarunnar í eyr- argarðinum. Er að báðum mikil bæjarprýði. Til eru og nokkrir snotrir einkagarðar með fallegum blómum aðallega, en engin tré eru enn þá orðin verulega stór. 1 hinu fagra sumarbústaðahverfi inni í Tungudal virðast trén mun gróskulegri heldur en úti í kaup- staðnum. Mun veðursælla er í daln um, og ekki skemmir þar götu- rykið. Mikið kjarrlendi er í Tungu- dal og berjaland gott í hlíðinni innan og ofan við sumarbústaðina. Einkum er kjarrið vöxtulegt í skógræktargirðingunni. Hafa Sim- son og liðsmenn hans gróðursett þar mikið af greni, furu og lerki í bjarkaskjóli í hlíðinni, og virð- ast þessar plöntur dafna sæmilega. í skóglendinu þrífst hinn þroska legasti undirgróður. Þar vaxa flestar burknategundir Vestfjarða, og þar eru mikil og fögur blóm- jurtastóð. Víða er skógarbotninn gulflekkóttur af undafíflum, „einkablómum“ Ingimars Óskars- sonar. Ná sumir fjölblaðafíflarnir manni í mitti og eru hinir skraut- legustu. Þarna uxu einnig risavax- in smjörgrös, fegurstu brönugrös, blágresi, reyr og annað góðgresi. Nokkur maðkur var í skóginum, og ái.engdar sást úðunarmaður með lyfjadælu sina. Megi hann verða sigursæll í skógarmaðka- stríðinu. Verður gaman að ganga um Tunguskóg ísfirðinga eftir svo sem tíu til tuttugu ár. Miklu er færra um erlendar flækingsjurtir hér vestra en sunn- an lands. Þó sá ég um tuttugu tegundir jurtaslæðinga í ísafjarð- arkaupstað, til dæmis þistil, freyjubrá, skógarflækju, vafsúru og fleira. Breiða af arfanæpu óx í fjörunni og engjamunablóm í grennd við sumarbústaðina. Mjög fáir slæðingar sjást við sveitabæ- ina. Það er þá heizt hinn skæði húsapuntur, sáðsléttugrös og skrið- sóley. Baldursbrá og njóli eru enn víða fágæt. ^ Garðjurtir virðast heilbrigðari en syðra — engin kartöflumygla né bannsettir hnúðormar. Frá ísafirði var haldið með 'Djúpbátnum áleiðis til Skötufjarð- ar í góðu veðri. Á leiðinni sagði Jóhann Gunnar bæjarfógeti frá því, að hann hefði nýlega séð mikið af alblómgaðri þyrnirós í Arnarstapahlíð í ísafirði, innan við Hestakleifargil og fram eyr- arnar að vestan. Var allstórt svæði hvítt af blómum rósanna, og mun það fremur sjaldgæf sjón hér á landi. Ég steig á land á Hvítanesi, en þar stendur myndarlegt býli fremst á nesinu milli Hestfjarðar og Skötufjarðar, undir stórgrýttri urðarhlíð. Snæfjallaströnd blasir við í norðri. Bendir Hvitanesnafnið til átrún aðar eða á það sér aðrar orsakir? Til skamms tíma bar mikið á snjó- hvítum fífublettum á nesinu seinni hluta sumars, en nú hefur það land verið ræst fram, svo að fífan er horfin. Annars má geta til: í flæðarmálinu á nesinu, Hest- fjarðarmegin, eru heitar upp- spreftur. Hafa farmenn kannski í öndverðu séð ljósleitan gufumökk stiga upp af nesinu? Jarðhitinn þefði getað verið meiri þá en nú. Undirlendi er lítið við Skötu- fjörð. Ganga brattar, grýttar og þurrar hlíðar víða því nær niður í sjó, svo að erfitt er um vega- gerð og ræktun. Menn lifðu að nokkru á sauðfjárrækt, en þó öllu meira af sjávargagni á flestum bæjum, því að fjörðurinn var mjög fiskisæll og örstutt á miðin. En í seinni tíð kvað varla fást bein úr sjó. Togarar munu lengi hafa verið ærið ágengir við V'est- firði, og í seinni tíð hafa surnir illan bifur á mikilli rækjuveiði. En hver sem orsök fiskileysisins er, þá hafa kjör manna versnað. Eyrarhlíðin inn af Hvítanesi er með hjöllum hið efra og smá- kjarri hér og hvar, en urðir mikl- ar liggja undir hverjum hjalla. Er það mikið hellugrjót, holótt og fremur laust í sér. Neðan til er allgróðursælt á blettum ínni við Kleifar vex enn allmikill skóg- ur, og eru hríslurnar tveir til íjór- ir metrar á hæð. í brattri Foss- hlíðinni, hinum megin fjarðar, sást nú hvorki foss né lækjar- spræna. En á vorin steypast lækir með fossafalli hvarvetna niður hlíðina. Þegar komið er nokkuð inn fyr- ir Hvitanes Hestfjarðarmegui blas ir við allvíðlent, iðgrænt skóg- lendi: Bolaskógur í Hestfjrði. Þetta er eins til þriggja metra hátt kjarr, víðast mjög þétt og ógreiðfært, en með mjög grósku- miklum undirgróðri — lyngi, reyr- gresi, burknum, blágresi og fleira. Á gilbörmum og víðar vex óvenju- mikið af eini, og voru stærstu einihrislurnar einn til náít'ur ann- ar metri að lengd, en jarðlægar að mestu. Hið stinna, snarpa eski sést allvíða og klukkublóm hvar- vetna. Fé leynist oft furðuíengi í skóg- Gömul fjárborg í Litlabæ við Skötufjörð. 962 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.