Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 21
þungur til allrar vinnu og nokkuð þótti skorta á um ráðvendni hans og sannsögli. Eitt sinn er komið var í höfn, kom hann að máli við skipstjórann og bað hann ag gefa sig lausan frá vinnu við skipið, meðan það væri í höfn, og lána sér dálítið af pening um, því að móðir sín væri dáin og þyrfti hann að undirbúa jarðarför- ina, sem ætti ag fara fram næsta föstudag. Skipstjóri gerði bón hans með ljúfu geði, vottaði honum sam- úð sina og fór Árni sína leið. Þegar leiö að föstudeginum, komu nokkrir skipverjar sér saman um að sýna Árna þá samúð að fylgja móð- ur hans til grafar, og fara þeir í flokk til heimilis hans. Þegar þang- að kom, sáu þeir engan viðbúnað. É-n þar, var öldruð kona að þvo tröppurnar. Heilsa þeir henni og spyrja, hvort Árni eigi þar heima, og kvaö hún svo vera. Spyrja þeir þá, hvort þag sé ekki héðan sem út- för móður hans eigi að fara fram. Gamla konan lítur upp undrandi og segir: — Ég verð nú fyrst að deyja, áður en ég er jörðuð. Á- PRESTUR NOKKUR þurfti að láta slátra kú og lét hann húskarla sína framkvæma verkið. Voru þeir komn ir á blóðvöllinn með kúna og öll áhöld, sem með þurfti. Þar var kom in Guðríður griðkona, sem hræra skyldi í blóðinu. En prestur stóð í bæjardyrunum og horfði á. Skot reið af, en svo illa vildi til, að það hitti ekki kúna, en Guðríði brá svo við að hún féll til jarðar. Gengur þá prestur í bæinn til konu sinnar og hegir: — Þetta get ég nú ekki horft á, Guðríður liggur, en kýrin stendur. Þau hjón fara þá út til að athuga nánar, hvað gerzt hafði, og eru þá orðin þau umskipti, að kýrin er fallin, en Guðríður staðin upp. Verð- ur prestur þá allglaður, gengur til manna sinna og segir: — Hvernig fóruð þið ag þessu piltar? * PRESTUR hélt svohljóðandi lík- ræðu yfir þurfaling: Nú er hún Guðrún gamla dauð, nú getur hún ekki unnið sér brauð, unnið og spunnið ull í fat, nælt undir skó og stoppað í gat. Sigurður tapaði, en sveitin vann, er sálin skildi við líkamann. Sigurður var húsbóndi Guðrúnar gömlu. ★ - ÓLAFUR, sem var forsöngvari og organisti í kirkjunni í sveit sinni, en þótti fremur raddlítill, tók að krefj- ast hærri launa. Bar hann þetta upp við sóknarnefndina. En Páll, sem var formaður hennar, mótmælti kröfu Ólafs. Er um þetta hafði staðið all- langt þjark, vitnaði Ólafur til for- söngvarans í næstu sókn og sagði, að hann hefði niiklu hærri laun. Þá svaraði Páll: — Hann syngsxr líka miklu hærra. GESTURINN spurði: — Er hann Jónas heima? Frúin: — Nei, en hann Jónassen, maðurinn minn, stýrimaðurinn á stóra skipinu þrímastraða, sem syng- ur og spilar í káetunni, ræður yfir öllum vöktum og gerir allt einn, — hann er heima. * GÍSLI kom frá jarðarför, þar sem hann hafði verig líkmaðm-. Þegar hann hafði heilsað fólkinu, varð hon- um þetta að orði: — Ég er nú búinn að bera svo marga til grafar, að ég ætti það skil- ið, að þeir bæru mig, ef ég lifi það að deyja. RÆTT VIÐ PÉTUR — Framhald af 965. síSu. Hann hlær með sjálfum sér: — Það fer þó nokkuð mikill tími í það að ganga um gólf og horfa út um glugg- ann í þessu leikriti, sem við köllun? líf. — Þú ert heimspekilega sinnaður skemmtikraftur, þykir mér. Á — Það er jú hverjum manni nauð synlegt að njóta skemmtunar og jafr framt að velta fyrir sér tilgangj eða tilgangsleysi tilverunnar. Sjálfur hef urðu heyrt talað um trúða, sem dreymir um alvarlegu hlutvcrkin — Að svo mæltu hélt hann áfram að ganga um gólf. Birgir. Vestfjarðaför — Framhald af 963. siSu. við grýttar strandflesjar, og ei þá brátt komið að Strandseljum, Land er þar víða gult af melasól, einhverri fegurstu blómjurt ís lenzkri. Hún hefur verið sóley Friðfinns Háskólabíósstjóra, sem þarna sleit barnsskónum. Kartöflu rækt var áður mikil í Strandselj- um, og smágarðar eru enn á sand- inum. Nú er búið að merkja fyrir flugvelli á þessum slóðum. Brátt opnast hlýlegur Laugar dalurinn með vötn, engjar, veiðiá og kjarrlendi. Vegagerðarmenn og brúarsmiðir voru á leið fram dalinn. Akfært er orðið að Ögri, og nú var verkefnið Laugardals- vegur og brú hjá Laugarbóli. Skötufjarðarleig er erfiðari við- fangs. En víðast koma vegir að lokum. Vonandi verður svo að fólkinu búið, að þessar fallegu sveitir haldist í byggð. Leiðrétting í síöasta blaði uröu þau mistök, að birt var mynd af Friðbirni Jóhannssyni f Hlíð með frásögn Kristjáns Jóhannsson ar af slarkför þeirra bræðra og talið, að hún væri af greinarhöfundi. — Þetta vitl blaðið leiðrétta. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ - 981

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.