Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 3
 Bátar í lersdingu á Hvítanesi vi3 SkötufjörS. inum. Það á sér greiðar götur und- ir liminu og getur runnið efíir þeim langar leiðir, án þess að mikið beri á, því að skógurinn er bæði giljóttur og þéttur. Beit- arhús frá Hvítanesi voru þar fyrr- um, en nú fær skóglendið að mestu að vera í friði fyrir vetrar beitinni, þvi að leið í skóginn er alllöng. Hestur er eini bærinn í byggð vestan fjarðar. Sést þar hvergi hrísla. Bær stóð fyrrum í Hest- fjarðarbotni, en nú kvað par að- eins vera eftir rústir og reimleik- ar. Tún eru flest lítil í þessum fjörðum og fremur lítil garðrækt Samt heppnast rófur vel og kart öflur sæmilega. í Hvítanesi bjó lengi Vemharður, alkunnur garð yrkjumaður. Nú hefur húsapubt- ur lagt undir sig hinn gamla kál- garð og blómagarð heima við bæ- inn. Þó er þar enn dálítill blóma- garður, en kálgarðurinn var flutt- ur á annan stað í túninu. Spölkorn innan við Litiabæ, sem byggður var í landareign Hvítaness fyrir þrjátíu til fjörutíu árum, stendur reisuleg fjárborg á dálítilli flöt undir urðarhlíð, um fjórtán skref frá flæðarmáli Vestfirðingar kalla fjárborgirnar hlöð. Hefurðu séð hlaðið? var sagt við mig. Til munu vera leif- ar af fleiri hlöðum við Skötu fjörð. Þessi fjárborg, eða hlað. er veggþykk og traustleg, hlaðin úr hellugrjóti, sem hér er nóg af. Hún er um eitt hundrað og áttatíu sentimetrar á hæð, kringlótt og dregst talsvert saman að ofan. Lágar dyr, um hundrað og tuttugu sentimetra háar, eru sjávarmegin, með hellu yfir og meira grjóti þar á. Fyrr kvað þar hafa verið dyraumbúnaður úr tré. Ummál fjárborgarinnar að utan mældist mér vera um fimmtán faðmar eða nær tuttugu og sex metrar, en innanmál ellefu faðmar, mælt á miðri vegghæð. Þvermál gólfs var sex eða sjö skref. Gólfið er nú algróið, en taðmylsna undir Helztu jurtir, sem uxu þar inni, voru vallarsveifgras, túnvingull, varpasveifgras, silfurmura, haug- arfi, hjartarfi, túnsúra, túnfífill, skarifífill og blásveifgras. Ofan á veggjum grær mosi og skorpu- fléttur og á stangli túnvingull og vegarfi. Að utan eru veggirnir nær alvaxnir gráum, grænum, gulum, rauðum og svörtum skorpu fléttum. Þetta Litauðuga náltúru- málverk eykst og skýrist með aldr- inum, gagnstætt því, sem menn- irnir mála með litum sinum. Mest ber á fléttunum fjallsmegin, það er að segja að norðan og norð- vestan. Ekki sá ég þess merki, að veggirnir væru misgamlir, svo að líklega veldur vindátt eða önn- ur veðurfarsskilyrði þessum mun. Ekki kvað fenna teljandi inn í (íngólfur Daviðsson tók myndirnar). fjárborgina, og fé leitar þar enn afdreps í hretum. Líklega er þessi fjárborg mjög gömul, og hún á það skilið, að hún verði varðveitt- Frá Hvítanesi hélt ég yfir að Ögri, stórbýlinu alkunna. Skoðaði ég þar matjurtagarða og gekk síð- an fram Ögurdal, allt að Ögurdals vatni, í jurtaleit. Á dalnum er hið fegursta sauðland, sem Halldór Pálsson myndi gefa fyrstu einkunn. — enginn skógur, en víðlendir lyng- og fjalldrapaflákar með dá- litlum víðigróðri innan um, en mýrarblettum og móabörðum á milli. Kvaðst húsfreyja hafa smal- að þar í æsku, og hefðu ærnar mjótkað vel. Skammt utan við Ögur rís hinn sérkennilegi Ögurneshamar, mynd arleg hlein eða tröllahlað með stórar bergdyr rétt ofan við fjör- una. Voru vegagerðarmenn að hugsa um að breikka dyrnar með sprengingum og leggja veginn þar í gegn. En hætt mun vera við þá fyrirætlun, sem betur fer, og verð ur vegurinn lagður ofar. Engin útgerð er lengur í Ögurnesi, en sjóbúðarústirnar standa þar eftir. Spölkorn innan við Ögur og Garðsstaði liggur ruddur vegur- inn undir fornum sjávarbjörgum. Þar eru stallar grænir af burnirót og Ólafssúru. Þótti smölum gott að svala svengd sinni og þorsta á súrunum á fyrri tíð. Innar taka Framhald á 981. síSu. TÍMIN'N- SUNNUDAGSBLAÐ 963

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.