Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 15
Það sæmir ekki, að ungir menn ferð- ist fram og aftur um landið kven- mannslausir. Þú glatar virðingu þinni og verður til athlægis. Allir taka sér konur nema þeir, sem eru svo óduglegir, að þeir geta ekki fætt konu. í þessu landi er kona sjálfsögð eign. Fyrst kemur konan, sve hund- arnir, húðkeipurinn og síðast það, sem erfið^st er að eignast — byssan. Þetta átt þú allt, nema konu. Hver á að hugsa um eigur þinar og hver á að' verma ból þitt? Hver á að leita þér lúsa, á meðan þú festir blund? Ungir menn í bessu landi hafa konur sínar ávallt með sér á ferðum sínum og fá heldur konu að láni en fara lang íerðir einir síns liðs.“ Hann stakk líka upp á því, að dag- inn eftir skyldu allir í tjaldstaðnum aka kappakstur að fuglabjarginu við Kíatak, því að haftyrðillinn væri kom inn. Þar veiða menn fugla í háf, þegar þeir fljúga fyrir klettanef, og svo auðveiddir eru haftyrðlar, að birgðirnar endast oft allan veturinn. „En í þessan ferð verður tvennt og tvennt saman“ sagði Sorkrark, „og Ísígatsork verður með þér“. Fólk gekk hlæjandi til tjalda sinna,- því að ráðlegt þótti ag blunda, áður en lagt væri af stað í fulgabjargið. Eg var gestur Torngis. Kona hans beið með nýsoðið hreindýrakjöt, svo að enn urðum við að taka til matar okk- ar, áð'ur en við hölluðum okkur út af. En brátt ultum við út af, steinsof- andi. Við fórum aldrei á fuglaveiðar. Norðanstormur skall á, þegar kom fram á morguninn. Kastvindarnir of-. an úr sköiðunum voru harðir, og menn urðu að skríða í verstu hrin- unum ,og tjald Torngís rifnaði sundur í tvennt. Flestir lágu því fyrir þenn- an dag allan og höfðust ekki að. Eg fór á kreik að áliðnum degi og streitt ist á móti stormi og hríg að tjaldi hinna öldruðu vina minna. Mig furðaði ekkert á því, þegar mér var sagt, að þeir væru fyrir löngu skriðnir undan bjarndýrsfeldum sín- um og famir út. Eftir nokkra leit fann ég þá í gamalli nrjóttóft. þar sem hundar leituðu skjóls í illviðr- um. Þar höfðu þeir kveikt upp eld og sátu másandi yfir potti sínum. Þeir voru að sjóða selkjöt, svartir í fram- an af reyk og sótL „Komdu hingað," hrópaði Sorkrark, þegar hann sá mig. „Manneskjurnar eru heimskar", sagði hann svo. „Þær gleyma þörfum magans vegna lítillar bylgusu. Allir sváfu, og það var ekki sjáanlegt, að neinn myndi vakna. Og þess vegna erum við ag sjóða mat handa þessu svefnþunga fólki“. Það var gaman ag sjá, hve gömlu mennirnir undu sér vel saman. Þeir höfðu bundizt vináttu á æskuárum, og hún hafði enzt vel. Þó sagði orðróm- urinn, að Krílernerk hefði valdig því með göldrum, að efnilegur sonur Sor- krarks, Taterark, öðru nafni Rytan, varð kararmaður. En það 'eru alls staðar til illar lungur. Hitt duldist ekki, hve glaðir þeir Sorkrark og Krílernerk voru jafnan, þegar þeir hittust. Krílernerk veittist orðið örðugt að íyggja selkjöt, og þess vegna hafði Sorkrark valið handa honum þunnar og meyrar sneiðar og steikt þær í spiki á hellublaði. Hann var að tönnla þessar sneiðar. þegar ég kom til þeirra. Sorkrark dundaði við að hreinsa gömlu byssuna sína. Þegar því var lokið, vildi hann endilega skjóta í mark. Herðablað úr rostungi var reist upp, og á það skaut hann. Vig hvert skot sendi hann dreng á vettvang til þess að ná kúlunni, sem hann notaði, úr herðablaðinu. Það hlakkað'i í gamla múnninum, að hann skyldi geta skotið hverju skotinu af öðru án þess að eyða neinu blýi, því að það var ekki auðfengið. „Maður verður að vera hyggínn“, sagði hann hlæjandi. „Þag lærðist mér einu sinni, þegar mig rak á haf út í austanstormi. Eg var langt frá landi, þegar ísinn brotnaði. Jakarnir moluðust sundur, og seinast var jak- inn minn orðinn svo lítill, að ég gat með naumindum húkt á honum með hundana mína í kringum mig. Og þarna var ég eins og skipstjóri á skútu í fimm daga. Eg varð ag láta mér nægja einn sel handa mér og öllum hundunum, og þeir voru átta. Þá lærði ég að halda spart á, því að ekki vissi ég, hvenær ég gæti varpað akkerum i höfn. Á fimmta degi skolaði suðvest anvindur mér upp að ströndinni. En þegar fólk í landi sá mann koma af hafi meg hundaeyki á jaka, varð það skelfingu lostið Þag hélt, að þétta væri einhver óíreskja úr sjónum, svo að við lá, að allir hlypu til l'jalla All- Húsfreyja í tjaidi meS börn sin. Hér er hlýtt inni og gnægS í búí, þvi að húsbónd- inn er atorkusamur og veiðin góS. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBL AÐ 975

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.