Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 12
 Siíka stúlku hreppir aSeins góður veiðimaður. j’jT'• ‘ . ljóð, seru ort var jafnharðan og sung- ið var. Majark stýrði söngnum fyrst. Það lagði góða birtu fnn um forhengið, sem var úr samansaumuðum þörmum, og geislar vorsólarinnar léku um frítt andlit hans. Andlitsfallið var gerólíkt því, sem algengast er meðal Eskimóa. Hann var nettur og sviphreinn og nefið ofurlítið íbjúgt, spengilega vax- inn og fjaðurmagnaður í hreyfingum, vöðvarnir stœitir. Ilann var líkari Sigauna en Eskimóa. Hann söng heila klukkustund, allt- af sama lagið. Hljómfallið var sífellt hraðara og hraðara og hreyfingar magans æ ákafari. Undarlegir tónar streymdu orðvana af vörum hans, og líkaminn reigðist og sveigðist eftir hljóðfalli þeirra. Augnalokin titruðu af æsingu, og svitinn bogaði af nökt- um líkamanum. Hann var á bjarnar- skinnsbuxunum einum klæða Majark skynjaði ekki lengur um- hverfi sitt. Hann söng bara. Fólkið, sem lá á feldunum, var hæll að gaspra, og áð'ur en varði fóru kon- urnar a?; taka undir hver af annarri. Raddir þeirra voru háar og skerandi. Loks hafði myndazt heill kór, sem gaf sig söngnum á vald Allt var þetta frumstætt og til- breytingarsnautt — söngurinn, hreyf- ingarnar og hughrifin. En þetta var þó heimskauts-Eskimóunum nautn- Ijúfur söngur, og ekki hefðum við viljað missa af þessum viðburði. Og það var ekki öll nótt úti. Þetta KNÚTUR RMMUSSEN: GAMLI BJARND YRABANIMM fec ■s«Ep*a« Það var dag einn snemrna vors. Stormurinn lamdi tjaldið okkar, og kófið sáldrað'isl inn um rifurnar. Allt í einu hevrðum við mikinn hávaða 1 næsta tjaldi. Margir menn töluðu samtímis, og við og við kváðu við ilátrasköll. En í gegnum þennan klið djómaði einkennilegt og tilbreyting- •laust söngl manns, sem engan gaum virðist gefa skarkalanum í kringum sig. Það var að hefjast söngskemmtun inni í tjaldi Sorkrarks. Litlir drengir voru sendir til okkar til þess að bjóða okkur að hlusta á, og innan lítillar stundar lágum við á bjarndýrafeldi milli hálfnakinaa karla og kvenna inni hjá Sorkrark. Þeir voru tveir, sem sungu til skipt is, svo sem venja var — Majark og Ilangúark. Annar stóð með lokuð augu á mið.iu sólfi. álútur og hokinn í hnjám. Höfuðið vaggaði fram og aft- ur, maginn engdist og iðaði, og ann- að veifið tók hann miklar dýfur í hnjáliðunum eftir hljómfalli lítillar trumbu, sem sá þeirra barði, er stjórnaði söngnum. Hinn stóð tein- réttur og hreyíingarlaus, en söng þó fullum hálsi. Um það bil er söngnum lauk, rak hann dálítinn teinung, sem hann hélt á milli tveggja fingra, upp að andliti hins, og klykkti út með ógurlegum, skerandi hljóðum. Sönglögin voru harla frumstæð. Þetta voru fimm eða sex tónar, sem þó var unnt að söngla endalaust. Mun urinn á lögunum var svo lítill, að mjög glöggt eyra þurfti til þess að gera greinarmun á þeim. Lögin höfðu söngvararnir sjálfir samið, og þeim fylgdi ekki neitt ljóð. Það var ekki siður, þegar einungis var sungið til dægrastyttingar. En væru andar særg ir með trumbuslætti, hlýddi að syngja varð minnisstætt ævintýri. Allt í einu rak mótsöngvarinn teinung sinn upp að nefi þess, sem stjórnaði kórnum, og söngnum lauk með ógurlega lang- dregnu, skerandi ópi. Húsbóndinn, Sorkrark gamli, bauð nú gestum sínum kæst rostungskjöt, sem látið hafði verið frjósa hrátt. Það er eitt hig mesta lostæti, sem góður gestgjafi getur boðið vinum sínum. Það er sem sé ekki neinn leikur að töfra fram^kjöt, sem farið er að skemmast, í landi, þar sem sjaldan er hlýtt, þótt sumar sé. Það er aðeins unnt ag kæsa kjöt af dýrum, sem veidd eru að vorlagi, og það verður ekki grænt fyrr en að liðnu heilu sumri. En í munni þeirra, sem vanizt hafa slíktnn mat, er slíkt kjöt eftir- sóknarveið' tilbreyting frá nýmetinu. Sorkrark skorðaði sig á miðju gólfi og hjó heila síðu af rostungi sundur með öxi sinni. Hann settist ekki nið- 972 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.