Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 8
ekki slægi yfir þoku, áður en dimmdi af nóttu. En það fór eins og jafnan á þessum hrakningi þeirra, ag þoku skellti yfir, áður en fulkomlega var orðið kvöldsett. Grár þokuhjúpurinn byrgði þeim alla sýn og huldi þá aug- um allra þeirra, sem annars hefðu getað orðið þeirra varir. Og þokan hélzt næturlangt. Þessi nótt virtist aldrei ætla að taka enda, enda var ekki að undra, þótt þeir væru farnir að þreytast. Sér staklega var sá maðurinn illa hald- inn, sem ekki var í ullarpeysu. Hann virtist að því kominn að leggja upp laupana. Sótti hann nú mjög svefn, en að því gazt hinum illa, því að þokan var nöpur og fylgdi henni súld- arýringur. Þeir bjuggust ekki við, að hann vaknaði aftur, ef svefninn næði að sigra hann. Þeir reyndu því með öllum ráðum ag halda honum vakandi og sögðu honum, að dauðinn væri vís, éf hann sofnaði. En ekkert stoðaði. Maður- inn sofnaði, og þótt félagar hans væru vondaufir um, að hann lyki framar upp augunum, reyndu þeir að gera allt fyrir hann, sem þeir máttu. Seltust þeir þétt við hann, sinn til hvorrar hliðar, og reyndu á þann hátt að halda á honum hita. Maðurinn svaf fast, og það fannst þeim ískyggi- legl. Því fastar sem hann svaf, þeim mun minni vonir gerðu þeir sér um það, að hann vaknaði aftur til lífsins. Undir morguninn gerðu þeir að honum harða hríð, því að þeim þótti ekki' seinna vænna að reyna að vekja hann. Og viti menn: Hann vaknaði ekki aðeins, heldur var hann nú niklu hressari en áður. Það er undra ert, hvílíka vosbúð hraustir menn pola. Á miðvikudaginn birti mjög vel til. Nú gerði ágætt veður, sólskin og logn. Samt horfði ekki vel. Straumurinn hafði borið þá langar leiðir til hafs um nóttina. Þeir gizkuðu á, að þeir væru sjö fjórðunga undan iandi, og nú voru þeir komnir of sunnarlega til þess, ag bátar frá Reyðarfirði eða Fáskrúðsfirði yrðu þeirra varir. Vonir þeirra um hjáln voru mjög teknar að daprast. En veðrið var svo dátt, að þeir urðu eitthvað að hafast að. Þeir voru vanir áraburði frá barn- æsku eins og fleslir Færeyingar. — Betri ræðarar en þeir cru vandfundn ir. Var ekki unnt að róa flekanum? Gangmikill yrði hann eðlilega ekki. En kemst, þótt hægt fari, segir mál- tækið. Þeir hófust handa um að gera sér. árar. Til þess höfðu þeir þó ekki annað en spækjur, sem þeir höfðu tínt upp, er skip þeirra fórst. Hitt var samt verra, að þeir höfðu ekki neinn hníf. Endranær höfðu þessir menn ávallt hníf vig höndina, en nú var ekkert eggjárn tiltækt, þegar þeim reið mest á. Tveir þeirra höfðu líka hlaupig í ofboði upp úr hvílum sínum, þegar sprengingin varð í skipi þeirra. Það hefur jafnan verið talinn nokk- ur vandi að smíða góðar árar. En meiri vandi var þessum mönnum þó á höndum, er gera skyldi árar úr gömlum fjalarbútum, án þess að hafa einu sinni hnífgrélu. í plankastúfnum úr þilfarinu var stór nagli. Þessi nagli var eina verk- færið, sem þeir höfðu við árasmíð- ina. Tvær árar bjuggu þeir samt til, að sönnu ekki mjög lögulegar. Nagl- inn kom sem sagt að góðum notum, Notadrýgri varð hann þeim samt síð ar. Nú var byrjað að róa. Ekki varð greint, að flekinn hreyfðist, en þó héldu þeir heldur, að hann þokaðist ofurlítið áfram. Og þeir linntu ekki róðrinum. Þeir minntust gamalla at- burða, sem feður þeirra og afar höfðu sagt þeim frá: Hvernig þeir höfðu barið á árum í hvassri landátt langt utan af miðum. Það var erfitt, og það gekk seint, en landi náðu þeir samt að lokurn, gömlu menn- irnir, þótt stundum hrekti jafnvel aftur á bak. Þessi upprifjun hvatti þá og herti. Þeir reru því og reru, og eftir tvær stundir sáu þeir glögglega, ag þeim hafði miðað ofurlítið í rétta átt. Tóm tunna hafði flotið upp, er skip þeirra fórst. Þessi tunna hafði áetíð fylgt þeim eftir á rekinu. í hvert skipti sem þokunni létti, sáu þeir tunnuna rorra viðlíka langt frá sér og áður. En nú höfðu þeir fjarlægzt hana. — Hún var orðin hálf í sjó að sjá. Sjóðveður var afbragðsgott — sjór- inn rennisléttur, stafalogn og heið- ríkja. Gerðist því heitt í veðri, þegar sól hækkaði á lofti, og tók þá þorst- inn að sækja fast á þá, sem sátu und- ir árum. Það var mikil kvöl að sjá hafið allt í kringum sig, vera að deyja úr þorsta og mega ekki einu sinni væta tunguna. Svo þjáðir voru þeir orðnir, að nú flögraði að þeim að drekka sjó, þótt þeir vissu vel, að þá yrði þorstinn enn sárari en áður. En þeir gátu stillt sig um þetta, enda vissu þeir mætavel, að úti var um þá, ef þeir létu undan löngun sinni. Klukkan var um það bil tólf, er þeir urðu varir við selkóp í námunda við flekann. Sérhver Færeyingur, sem vanur er sjóferðum, hefur einhvem tíma skemmt sér við að blístra á sel. Þegar blístrað er, reisa selirnir oft höfuðið upp úr sjónum og skima í kringum sig. Stundum renna þeir jafnvel á hljóðið, svo að tæla má þá í skotfæri með þessum hætti. Byssu höfðu þeir enga. En þeir tóku samt að blístra á kópinn og herma eftir honum. Jú — hann varð fljótt var við þetta og hætti sér nær þeim, dokaði við um stund og færði sig svo fjær aftur. Við og vig stakk hann sér, en kom aftur upp eftir skamma stund, stundum mjög nærri flekanum, en stundumi alllangt frá. Mennirnir lágu grafkyrrir og biðu þess, hvað gerðist. Kópnum virtist getast sérstaklega vel að blístri eins þeirra. Hann kom iðulega mjög nærri flekanum, þegar hann biístraði einn. Loks hætti hann sér svo nærri, að maðurinn, sem sett- ur hafði verið til þess að rota hann, ef færi gæfist, hóf árargrélu sína á loft. Höggið reið af, og þeir biðu allir með öndina í hálsinum. Jú — kóp- urinn flaut upp. Manninum hafði ekki geigað. Þeir brugðu við allir sam- tímis og stukku út í borðið til þess að hafa hendur á kópnum áður en hann sykki. Þeir náðu taki á honum og sviptu honum með oísafenginni ákefg upp á flekann. Undarlegt var það, að kópurinn skytdi koma til þeirra einmitt á þess- ari stundu. Undarlegt var það líka, að sá þeirra, sem reyndist slyngastur við að ginna hann, var maðurinn, sem sofnaði um nóttina og hinir óttuð- ust, ag ekki myndi framar ljúka upp augunum. Og vissulega hafði sá, sem sló selinn, verið merkilega viðbragðs fljótur og höggviss. En hvað áttu þeir nú að gera við þessa skepnu? Hvorki gátu þeir soð- ið kópinn né steikt, svo að kannski heldur einhver, að þeir hafi haft hans lítil not. Hinir sjóhröktu menn vissu þó, hvað þeir áttu að gera. Þorstinn kenndi öllum saman ráðið, án þess að nokkurt orð væri sagt. Þorstinn sagði: „Drekkið nú“! „Lýsið?“ spyr ef til vill einhver. „Nei — þlóðið“, sagði þorstinn. Þeir vissu mætavel, hvar stóra blóg æðin er á fiskum, hvölum og fénaði. En þeir höfðu engan hníf, og hrátt selskinn er ærið seigt. Hvernig áttu þeir að ná til hálsæðarinnar, svo að þeir gætu drukkið blóðið úr kópnum? „Naglinn", kölluðu þeir allir einum rómi, og að lítilli stundu liðinni höfðu þeir stungið naglanum á kaf í háls- inn á kópnum. Þegar þeir höfðu hitt á hálsæðina, lögðust þeir niður, hver af öðrum, og drukku heitt selsblóðið. Þeim gazt harla vel að þessum sjald- gæfa drykk, sem enginn þeirra hafði fyrr bragðað. Ekki drukku þeir þó allt blóðið sam stundis. En það, sem þeir leifðu, létu þeir renna í lok af eldflaugageymin- um og geymdu það til seinni þarfa. „Og hvernig varð þeim nú af þess- um drykk?" spyr einhver óþyrstur með nokkrum hryllingi. Það er skemmst af því að segja: Þeim varð gott af honum. Þeir voru orðnir þreyttir og dasaðir, sem ekki var að undra, því að þeir höfðu 968 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.