Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 17
Kínversku hermennirnir átu hunda í stríðinu við innrásarher Japana ———hmiiiwil'i|ini'iii'ii ii ii i&&smxæz^;maamwmmMmatœ£B2is3Si;3am.-'■1 l’mnvmmaassssasssiatíiisas. „Við höfum gert bandalag við lík“, sagði Ludendorff hershöfð- ingi um hinn austurríska her í heimsstyrjöldinni fyrri. — — Nokkrum mánuðum eftir árás Japana á Pearl Harbour í heims- styrjöldinni síðari komust yfir- menn bandaríska hersins í Asiu að hér um bil sömu niðurstöðu varðandi kínverska herinn, sem þá laut forystu Chiangs Kai-sheks er nú situr á Formósu með leif- ar hers sins. Eftir langar orrustur og stöðugar göngur var kínverski herinn þreyttur, kjarklaus og óskipulagður, fyrirlit- inn af mótstöðumönnum sínum, framandi sinni eigin þjóð, forsmáð- ur af ríkisstjórn sinni og hlægilegur í augum bandamanna sinna. En allt þetta stafaði ekki af því, að hinn eilcstaki kínverski hermaður væri huglaus eða verri kostum búinn sem stríðsmaður en annarra þjóða her- menn, heldur af hinu, að stjórn hans var í mesta ólestri, og hann vanhag- aði um flest það, sem gerir hóp manna að góðum hermönnum. Þegar hin fyrsta árás Japana á kínverskt land var gerð árið 1938 voru fjórar milljónir manna í kín- verska hernum. Á næstu sex árum, sem stríðið stóð, kvaddi kínverska ríkisstjórnin háiía milljón manna tii herþjónustu á ári hverju, og hinn sameinaði herstyrkur átti samkvæmt því að vera um tólf milljónir manna árið 1944, en staðreyndin var sú, að hann var aðeins fjórar milljónir eft- ir sem áð'ur, og hersveitirnar voru jafnilla búnar til bardaga. — Hvað hafði orðið um hinar átta milljónirn- ar? — Fjöldi þeirra, sem fallið höfðu í hernaðarátökum, var ekki nema ein milljón. Hinar sjö milljónirnar voru virtist. En sannleikurinn var sá, að þær voru ekki á vígvellinum, vegna þess að mikill hluti þeirra hafði dáið úr sulti og sjúkdómum eða gerzt liðhlaupar og horfið aftur til heim- kynna sinna eða gengið fjandmönn- unum á vald og gerzt liðsmenn þeirra. Furðuleg herskylda Herskylduþjónusta á Kína var framkvæmd með mjög einföldum og ruddalegum hætti. Engar manntals- bækur voru notað'ar, þegar menn voru kallaðir til herbjónustu, engin lækn- isþjónusta fór fram í því sambandi, og enginn hafði lagalegan rétt til und anþágu frá herþjónustu, hvernig sem á stóð. Ríkisstjórnin ákvað, hve marga menn hana vantaði til her- þjónustu, og síðan var þeirri tölu deilt með fjölda sveitanna. Sveitim- ar skiptu síðan þeim fjölda manna, sem þær áttu að útvega til herþjón- ustu, niður á héruð og þorp, og þá hófst herkvaðnmgin. Venjulega fór hún fram með mjög spilltum hætti: Þeir, sem fjárráð höfðu, þurftu ekki að berjast. Sveitastjórnirnar seldu undanþágur til ninna riku og græddu á því drjúgan skilding. Og hver sá bóndi, sem gat útvegað sér nægilegt fé, keypti sig lausan frá herþjónustu. Þessi framgangsmáti hafð'i auðvitað þær afleiðingar að hinir fátækari menn, sem fjölskyldurnar máttu alis ekki missa sem fyrirvinnu, voru tekn ir til herþjónustu en þau heimili, sem fjárhagsins vegna gátu séð af sonum eða feðrum, sluppu. Þegar yfirvölchn höfðu náð til allra not- hæfra manna á tilteknu svæði. sem ekki höfðu mútuféð til reiðu. tóku þau vegfarendur og aðra, sem þau náðu til, og ofí voru nýliðar kevptir af skipulögðum ræningjaflokkum, sem fengu borgaða 'óssa upnhæð fyr- ir stykkið Svo sem nærri má geta fór þetta ekki alltaf fram með frið- semd, og létu þá rnargir líf sitt og lirni, en aðrir sultu í hel. áður en tiT æfingabúðanna var komið. Hermennirnir í hinum kínverska her fengu aldrei orlof. þeir fengu aldrei heimfararJeyfi og sjaldan póst. Það var nærri oví hið sama að vera tekinn til herþiónustu og að vera dæmdur til ciauða Flestir mannanna létu lífið, áður er, til vígvallanna kom, — við herkvaðnmguna, f hinum villi- mannlegu æfineabúðum eða á hin- um löngu og erfiðu göngum til víg- vallanna. Hermaður, sem lifði af meðferðina í æfingabúðunum og komst til víg- vallanna. var ekki betur settur en ný- liðinn í æfingabúðunum, því að marg- ir kínverskii hermenn liðu hungur- dauða á vígstöðvunum. Væri hinn kínverski hermaður svo heppinn, að yfirmenn hans voru nokkurn veginn heiðarlegir og héldu reglur hersins, fékk hann dálítinn skammt hrf-sgrjóna og grænmetis á degi hverjum. Og stundum tókst honum að drýgja þennan skammt með kjöti, sem hann keypti eða stal frá bændunum. Bandarísku hermennirnir sem sáu til ferða kínversku hermannanna, hlógu, þegar þeir sáu þá dragast með hundshræ með sér en þeim fannst gamanið kárna, þegar kjölturakkar þeirra fóru að hverfa unnvörpum. einfaldlega gufaðar upp, að því er T f M 1 N N — SUNNUDAP' 977

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.