Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 13
ur, fyrr en allir höfðu fengið í hend- ur vænan bita, og síðan mataðist fólk ið þegjandi. Fæðan var meðtekin i þögn, en þegar maginn var mettur, varf5 mönnum þeim mun liðugra um málbeinið. Sorkrark var slyngasti bjarndýra- bani ættflokksins. En hann forðaðist að segja af sér veiðisögur. „Menn tala ekki um bjarndýraveið- ar“, sagði hann stundum. „Beinist hugurinn að hvítabjörnum, er betra að aka af stað og vinna þá. En að hírast inni og masa um bjarndýr — nei, látum kerlingarnar um það. Þær neita sér aldrei um að tala. En við leggjum á hundana og beitum þeim fyrir sleðann, og sjáum við hvíta- björn, þá lítur ekki á löngu áður en pottarnir eru fullir af kjöti. Annað get ég ekki sagt um bjarndýr". „Sýndu okkur bakið á þér, Sork- rark“, sagði einn ungu piltanna. „Þetta er spjátrungstal", svaraði gamli mað'urinn með hægð.“ Hefur þú nokkurn tima séð ósléttan ís? Hryggurinn á þér er sjálfsagt ekki orðinn hnýttur og ósléttur eins og gamall jaki. Enginn hvítabjörn hefur skrámag þig á bakinu“. Og svo reis hann á fætur og hjó fleirj bita af kjötinu og rétti gestun- um. Sorkrark hafði mikið dálæti á hund- um, og enginn var betri tamninga- maður en hann Mesta trú hafði hann á svarta litnum, og honum hafði tek- izt að koma sér upp svörtu hunda- kyni, sem var mjög rómað. Kæmist Sorkrark á bjarndýraslóð, urðu svörtu hundarnir hans sem óðir, en enginn átti það hundaeyki, að hann gæti fylgt honum eftir. „Segi ekki sögur af bjarndýraveið- um“, mælti hann svo, þegar allir höfðu smjattað þegjandi á kjötinu langa stund. „En ég skal segja ykkur, hvernig ég hefndi einu sinni hunds- ins míns.“ í næstu andrá var hann farinn að segja frá. „Þetta var um þag leyti árs, er ■myrkrið og kuldinn magnast dag frá degi. Sólin var horfin og sjórinn var nýlagður. Það varð ekki á betra kos- ið fyrir þá, sem áttu góða hunda, að svipast eftir hvítabjörnum. Björninn fer ævinlega út á nýja ísinn með húna sina i leit ag sel. Þessa daga var það, að ég rakst einu sinni á bjarndýraslóð. Þag var rokkið, en ég rakti slóðina, unz hún hvarf allt í einu við smugu milli stórra borgarísjaka. Eg skar á dráttartaug- arnar ,og hundarnir ruddust allir inn í smuguna. En björninn hafði skorð- azt inni í djúpu skoti, svo að hund- arnir komust ekkj að honum. Eg ætl- aði að fara að kalla á þá út, þegar ég heyrði forystuhundinn ýlfra — bezta hundinn í öllu eykinu, sem aldrei gafst upp. f næstu andrá kom hann ranglandi út úr smugunni og valt dauður fyrir fótum mér. Björninn hafði slegið hann með hramminum. Hvítabjörn, sem hafði drepið for- ystuhundinn minn, var dauðasekur. En þag var svo þröngt á milli jak- anna, að ég gat ekki komið langa bjarndýraspjótinu mínu við. Eg varð ag láta mér nægja hnífinn minn. Eg skreið inn með hann á milli tann- anna. Það var svo dimmt þarna inni, ag ég sá ekkert frá mér, en ég heyrði björnin rymja. Og það var mér nóg. Eg þreifaðj fyrir mér, kom við eitt- hvag mjúkt og varð var við heitan andardrátt dýrsins. Eg kreppti hönd- ina um skaftið á hnífnum og rak hann undan mér. Og hvað gerðist? — Ja, það veit ég ekki vel. Það steyptist eitthvað yfir mig, og í sömu andrá missti ég meðvitund. Þegar ég raknaði úr rotinu, mundi ég þag fyrst af öllu, að uppáhalds- hundurinn minn var dauður. Hvíta- björninn var horfinn, og ég skreidd- ist út. Björninn hafði lagt á flótta, en hundar mínir höfðu hlaupið á eft- ir honum og slöðvað hann spölkorn frá jökunum. Þar sat hann á ísnum, snörlaði í sífellu og reiddi hramminn með mestu hægg á loft, þegar hund- arnir gerðust nærgöngulir við hann. Hann hengdi hausinn niður á bringu, og ég sá undir eins, að það draup blóð T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ niður í snjóinn. Og var þag furða: Langi hnífurinn stóð þvert í gegnum trýnig á honum. Eg rak upp fagnaðaróp, þegar ég sá þetta: Hundsins míns var hefnt. Eg þreif bjarndýraspjótið, hljóp að honum og rak á kaf í hjartastað. Eg lét mig einu gilda, þó fötin frysu föst við blóðugt bakið á mér á heimleiðinni. Því hart var frost- ið . - “ Sorkrark var mestj matmaður ætt- flokksins. En þá var hann lystugast- ur, er fjöldi fólks sat að kræsingum allt í kringum hann. Það var yndi hans að bjóða fólki í kjötveizlu. Lík- lega hefði hann gerzt veitingamaður, ef hann hefði 'ifað lífi sínu I þróaðra þjóðfélagi. Hann var frábær gest- gjafi og ávallt glaður og reifur. Bæri svo við, að hann ætti ekki kjöt sjálf- ur, bar hann heim til sín kjöt ann- arra og gerði öllu fólkj í byggðarlag- inu veizlu. Og aldrei sakaðist neinn um þetta við hann, því að menn ótt- uðust hvassa tungu hans að sama skapi og þeir nutu glaðværðar hans. Hann lagðist endilangur á magann, þegar hann hafði lokið sögu sinni, og bað konu sína að leita í höfðinu á sér. Og þannig sofnaði hann, glaður og mettur af rostungskjöti. Maganum veitti ekki af dálitlu hléi til þess að melta það. Gestirnir læddust út, þegar þeir heyrðu, að gestgjafinn var farinn að hrjóta. ☆ „Sá, sem dormar heima, þegar vor- ig er komið, forsmáir mikla gjöf", sagði Sorkrark svo við mig einn morg un, þegar fundum okkar bar sam- an. „Líttu á“, bætti hann við: „Snjór- inn er horfinn ur hlíðunum, sem horfa við hádegissól. Nú getur maður lagzt niður og drukkið vatn úr lækjum og sofig úti á klóppunum og haft sól- skinið fyrir feld. Nú tygjast menn til ferðar. Kemur þú með mér?“ Eg gat því miður ekki farið með honum, en lofaði að koma á eftir. „Selirnir á isnum nenna ekki að flýja undan veiðimanninum f þess-

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.