Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 7
Á REKI VIÐ AUSTURLANP þeim tækist að komast á land, ef þá ræki þar inn. En nú skellti enn yfir þoku, svo að þeir sáu' ekki neitt frá sér. Nóttin var lengi að líða, og þá bar ekki inn á Sandvík, enda óvíst hvernig þeim hefði farnazt, jafnvel þótt þeir hefðu komizt á land. Þeir voru þar alls ó- kunnugir, og hefði því mikil tvísýna verið á. hvort þeir hefðu komizt til mannabyggða, svangir og þrekaðir og stirðir af kulda. Vindinn lægði fyrri hluta þriðju- dagsins, og gerði bá allgott veður. Um ■hádegi birti til. Uppgötvuðu þeir þá, að þá hafði rekið frá landi. Voru þeir nú staddir um fimm fjórðunga beint út af Gerpi og bárust óðfluga áfram fyrir þungum straumi. Meg batnandi veðri glæddust samt vonir um björg- un. Eða svo töldu hinir skipreika menn. Nú sáu þeir líka færeyska skútu, sem sigldi í norðurátt. En svo langt hafði þá borið frá landi, að hún kom ekki í námunda við þá, enda þótt átt væri svo hátt stæð, að hún yrði að slaga. Nokkur huggun var samt að því að sjá skip, þó að vonin sem það vakti, brygðist í þetta skipti. Nokkru síðar komu enn tvö fær- eysk skip norður með landinu, og gerðu skipbrotsmennirnir sér undir eins vonir um, að hamingjan yrði þeim hliðhollari í þetta skipti. Ann- að skipig stefndi beint til þeirra. Það færðist líf í hina hröktu menn. En skipið var enn langt undan, og áð- ur en varði skellti yfir dimmri þoku. Þar með voru vónir þeirra ag engu orðnar. Stundu síðar kom þó dálítið rof í þokuna, og dásamleg sýn blasti við þeim: Rétt hjá sér sáu þeir segl og síðan skip, merkt V. A. Þetta var Henry Freeman, nr. 10, frá Vági. Svo sannarlega var þarna komið systur- skip Sólarriss, gert út af sama fé- lagi. Þeir þekktu mennina á þessu skipi, og hrósuðu happi yfir því, að vinir og kunningjar skyldu rekast hér á þá. þegar þeir voru í nauðum stadd ir. Ekkert var yndislegra en einmitt skipshöfnin á þessari skútu skyldi verða til þess að hrífa þá úr greipum dauðans. „Við hrópuðum“, sagði skipstjór- inn síðar. „En enginn maður sást á þilfarinu. Og þótt einhverjir hefðu verið þar, er vafasamt, að þeir hefðu heyrt til okkar, því að vélin var í gangi hjá þeim, og vindurinn stóð af skipinu. Við veifuðum í sífellu og töldum víst, að þeir veittu okkur at- hygli. En það var til meins, að flek- inn var á hléborða, aftanvert við skip ið. Enn leið lítil stund, sem okkur fannst samt býsna löng, unz maður kom út úr stýrishúsinu. Okkur virt- ist hann horfa beint til okkar. Hann stóð þarna aðeins andartak, en hvarf svo aftur inn í stýrishúsið. Hann var svo nærri, að við sáum hönd hans' greinilega, þegar hann tók um hurð- arhúninn. Hann var berhentur, og dökk peysuermin náði fram á úlnlið- inn. Við þóttumst þess fullvissir, að nú væri maðurinn að segja félögum sínum, hvað fyrir augu hans hafði borið á sjónum". Maðurinn kom líka út aftur að vörmu spori, og nú drógu þeir ekki lengur í efa, að hjálpin væri að ber- ast. En hvað var þetta? Maðurinn gaf þeim ekki neina bendingu, leit ekki einu sinni við þeim, heldur arkaði beina leið aftur í skut og leit á skrið- mælinn. Við þetta slokknaði von þeirra, þvi að þeir vissu, að mennirnir á Henry Freeman myndu hugsa um annað en skriðmælinn, ef þeir hefðu^éð flek- ann. Og í næstu andrá byrgði þokan sýn. „Amen“, virtist hún segja. Það var þung raun að sjá hjálpina svona nærri, en njóta hennar ekki. En kveðja var þetta þó heiman úr Vági. Enn bárust þeir áfram í þokunni án þess að vita, hvort þeir færðust fjær landi eða nær. Um kvöldið gerði gott veður, og þegar dimmunni létti, sáu þeir, að þeir voru fast við eyna Skrúð. Á þeim slóðum var mikið um fiskibáta á sumrin, og hefðu þeir ver- ið hér fyrr á degi í björtu veðri, er vafalítið, að þeir hefðu fundizt. En nú var liðig að nóttu, og þeir bátar, sem róið höfðu til fiskjar, voru farnir til lands. Hér flaut engin fjöl, hvorki skip sé smábátur. Þeir félagar höfðu nú verið á reki á flekanum í tæpar fjörutíu klukku- stundir, og þann tíma allan höfðu þeir ekki bragðað dropa vatns, svo að ekki var furða, þótt þeir gerðust harla þyrstir. Þeir höfðu einsett sér að eiga vatnsgeyminn ósnertan eins lengi og kostur yrði, og þess vegna höfðu þeir ekki opnað hann. En það var eitt, sem þeir pttuðust: Að sjór hefði komizt í hann eins og kexið í matarkassanum. Skipstjórinn tók nú tappann úr vatnsgeyminum og saup gætilega ó honum. Hinn illi grunur staðfestist: Vatnig var brimsalt. Þetta var eitt það versta, sem fyrir þá gat komið. Það var illþolandi að vera votur og kaldur, verra að vera svangur og hafa ekkert til þess að seðja hungur sitt, en miklu verst var þó að kveljast af þorsta, sem ekki var unnt ag svala. Enn var einn geymir á flekanum, og í honum voru eldflaugar. Þoka hafði oftast verið meiri en svo, að þær gætu orðið að haldi, og þeir höfðu ekki viljað eyða þeim til ónýt- is. Þessa nótt voru horfur á björtu veðri, svo að hugsazt gat, að þær sæj- ust, ef þeim væri skotið á loft. En þá vaknaði sú spurning, hvort þær væru þurraf eða votar, þegar til átti að taka. Skipstjórinn aðgætti þetta. Jú — þær voru þurrar. Ekki brást allt, sem átti að vera þeim til bjargar, svo að kannski var ekki með öllu vonlaust, að þeir kæmust lífs af. Nú reið á, að Sótarris frá Vági í Færeyjum, sem fórst af hernaðarvöidum fyrir Austurlandl mánudagsmorguninn 18. ágúst 1941. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 967

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.