Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 14
um hita“, sag3i hann. „Komdu fljótt. Nú er hentugur tími til þess að afla kjöts til að kæsa“. Svo kallaði hann á hunda sína, beitti þeim fyrir sleðann og batt veiðitæki sin á hann. „Svo ber við, að maður heldur að heiman", sagðj hann við skjáinn á kofa sínum. Það var brottfararkveðja Eskimóanna. „Sorkrark mikli er lagður af stað“, var hrópað inni, og fólkið fylgdi hon- um niður á ísinn. „Þú ferð án konu þinnar — þag er siður gamalla manna“, kallaði einn granna hans á eftir í gáska. „Gömlum mónnum nægja konur, sem þeir hitta af tilviljun á förnum vegi“, svaraði Sorkrark. „Og þar sem karlmenn eru, þangað slæðist líka ein og ein kona." Og svo þutu hundarnir geltandi út á ísinn, og innan lítillar stundar var sleðinn úr augsýn. Sorkrark var hamingjusamur. At- hafnaþráin ólgag; í brjósti hans, og hann gat aldrei unnt sér hvíldar. Hann kunni ekki við sig til langframa, nema á ferðalögum og sætti sig með engu móti við þag að leggjast ævin- lega tíl hvíldar á sama blettinum. Og til þess er heimurinn stór, að menn- irnir leggi hann undir sig. Þegar ferðahugur færðist í Sorkrark, beitti hann hundum sínum umsvifalaust fyrir sleðann og ók brott. Hann var sjálfs sín húsbóndi og gat farið hvert á land sem hann vildi. Það voru ekki margir dagar liðnir. er ég hélt af stað á eftir honum. Ung- ur maður hafði komið norðan yfir og vildj fá samfylgd til baka, svo að við slógum saman föggum okkar. Hann hét Píúatsork, hjálpfús og glað lyndur náungi. Við lögðum af stag síðla kvölds í glaðasólskini og fengum gott sleða- færi á traustum ís. Um þetta leyti árs kjósa menn ævinlega að ferðast um nætur, því að sólarhitinn á daginn þreytir hundana. Við höfðum átta hunda hvor, og þag var mikig kapp í hundum okkar. Brátt þeyttumst við áfram, hlið við hlið. Við komum seint á degi í tjald- staðinn, þar sem Sorkrark hafði setzt um kyrrt. Tjöldin voru undir brött- um og tindóttum kambi, þar sem mjög þótti svipvindasamt i hvassviðri. Sor- krark kom hlaupandi niður á isinn með uppbrettar ermar og blóðuga handleggi. Það gliáði á brýlugar kinnar hans. „Þú færir okkur gleði“, hrópaði hann. „Loks kemur sá, sem lengi hef- ur verið beðið“ Hann var nýbúinn að veiða sel og hafði ekki lokið við að flá hann. Gamall vinur hans og félagi, Kríler- nerk, var í slagtogi meg honum. „Maður verður að halda sig að jafningjum sínum “, sagði bann. Krílernerk var elzti maðurinn á þessum slóðum, og þeir vinimir höfðu setzt ag í tjaldj hjá ungri konu, Alin- gnalúk, sem var ein síns liðs um þess ar mundir. Maður hennar hafði tekið sér ferg á hendur lengra norður til þess að leita sér að annarri konu til viðbótar. Þegar ég ók upp á mill; tjaldanna, staulaðist gamall og gráhærður mað ur að sleðanum „Sainak — súani“, sagð'i hann. Þetta var Krilernerk. „Veiði gamals manns bragðast bezt“, sagði Sorkrark, „og þess vegna verður hér framreitt nýtt selkjöt. Suð- an er að koma upp hjá Alingnalúk" „Gamall maður gortar ekki af aldri sínurn", sagði Kríiernerk brosandi. „Þú masar eins og unglingur. Þú ert svarthærður enn, Sorkrark". „Eg tala ungæðislega", sagði Sor- krark. „Ef hegðaði ég mér eins og ungur maður, hefði ég skotið selinn. En ég fleygði byssunni, þegar ég sá hann, og skreið að honum. Hann hélt að ég væri annar selur, og svo stakk ég hann til bana. En hárig á mér minntist þú á af því, ag þú ert öfund- sjúkur yfir þvi, að ég skuli vera orð- inn gráhærður eins og þú“. Fólk safnaðist ævinlega saman í kringum Sorkrark, og hér var gleði og gáski eins og hvarvetna, þar sem hann fór. „Og hundarnir þínir skulu sofa vært“, bætti hann við. „Fullur magi veitir Ijúfan svefn“. Að svo mæltu snaraðist hann brott og kom aftur ag vörmu spori með hálfan sel, sem hann fleygði til hund anna. „Og þér gleymi ég ekki held- ur,“ sagði hann og leit til mín, um leið og hann rétti mér blóðuga lif- ur. „Ferðamanninum verður löngum langt að bíða, unz kjötig er soðið“. Á vorin er aldrei sofið eftir föst- um reglum. Se veður gott, er fólk jafnt á ferli nótt sem dag. Þá logar eldur í hlóðum allan sólarhringinn, og fólk leitar þangað, þegar það lang- ar í bita. Sumir eru að koma heim af veiðum, en aðrir að leggja af stað, og þess vegna sjaldnast mannlaust vig eldinn. Við sátum við eldinn og matinn fram undir morgunn. Og vig vorum búnir að fá bita úr mörgum pottum, áður en lauk. Sorkrark stakk upp á því um nóttina, tjaldbúum til mikill- ar ánægju, að ég skyldi velja mér konu úr hópnum. „Sjáðu", sagði hann — „þarna er fsígatsork, og þarna er Amimik. fsi- gatsork er síðhærðust allra og á ný föt úr tófuskinnum, svo að hún ætti að þóknast þér, ef þú ert hégómlegur. Uppvíjxartdl biariiclyrabani við tjöldin a hlýviSrisdegi. 974 TÍBINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.