Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Page 2
sem þeir hlaða, eru firnaþykkir, allt
að hálfum öðrum metra að neðan,
og fylltir grjóti og mold. Og sjálf-
sagt eru þeir að minnsta kosti tveggja
metra háir, jafnháir klettunum jarð-
föstu. Og fullhlaðin er tóftin sextán
eða seytján metra löng.
Og þetta er tízkuhús. Báðir lang-
veggir eru bogadregnir, svo að tóft-
in er að laginu líkust báti, sem sag-
að hefur verið af, bæði að framan
og aftan. Þannig eru húsin í Þræla-
borg í Danmörku, á Óma í Noregi og
ísleifsstöðum a íslandi. Þetta eru
húsin, sem þeir kjósa sér, er eitthvað
fylgjast með í byggingarmálum. Tóft-
in verður á sjötta metra, þar sem
hún er breiðust, en mjórri við gafla.
Þarna er efnt til hins myndarlegasta
skála.
Með því að lægð er við þann lang-
vegginn, er hotfir móti brekku, taka
þeir það ráð að grafa rennu um þvert
gólf, svo að vatn fái framrás í regni
og hlákum og bleytj ekki skálagólf-
ið. Þessa rennu hlaða þeir innan og
leggja síðan hellur yfir hana. Pall
gera þeir með'fram öllum veggjum,
og sá hluti malarhryggjarins, sem
lent hefur inni í tóftinni, er notaður
í hann. Tvær raðir gildra sívalra
stólpa reka þeir niður í gólfið að
endilöngu með tveggja eða þriggja
1 ÞÚSUND ÁR I FUGLAFIRÐI |
Flugmynd af byggðinnl í Fuglafirði á AuSturey, tekin sunnan frá.
Ævintýrið gerðist endur fyrir
löngu. Fólk, sem hvergi á sér óðal
né staðfestu, kemur á báti inn fjörð-
inn með búslóð sína. Það skimar til
lands og virðir fyrir sér sæbrattar
hiíðar hárra fjallanna. Landtakan er
ekki árennileg, og það er haldið
áfram lengra og lengra. unz komið
er í fjarðarbocn. Þar fossar á niður
hlíðina og hefur myndað dálitla eyri
í botninum á voginum.
Bátnum er rennt inn í ármynnið.
Fólkið gengur á land og litast um.
Allt í kring eru fimm hundruð til
ekki einu sinni út til hafs. Hér er
sjö hundruð metra há fjöll. Það sést
sem veröld út af fyrir sig, afmörkuð
og innilukt. Og þessa veiöld helga
komumenn sér Þeir taka að hlaða
veggi og efna bæ ofanvert við eyrina
austan við ána
Þessir menn gæta hagsýni í verk-
um sínum, enda er ef til vill orðið
áliðið sumars, svo að hafa verði hrað-
an á. Tveir jarðfastir klettar eru of-
an við eyrina, og mennirnir velja sér
skálastæði með þeim hætti, að þessir
klettar getf verið hlutar af veggj-
unum. Frá öðrum klettinum gengur
malarhryggur, og á honum reisa þeir
annan langveggmn. En þeir eru ekk-
ert smátækir, þótt þeir spari sér þá
fyrirhöfn, sem þeir geta Veggirnir.
Vaðsfeinn úr eizta gólfiaginu.
metra millibili og berja grjót niður
með þeim, svo að þeir haggist ekki.
Þessar stólparaðir skipta skálanum í
þrennt og bera uppi þekjuna. Eld-
stæði hlaða þeir af mikilli vandvirkni
á miðju gólfi, þar sem skálinn er
breiðastur. Loks er sandur borinn á
gólfið, og skálinn er fullger. Fólkið
gerir sér sess á pöllunum og reiðir
þar rekkjur sínar . og á gólfi bins
nýja skála brennur langeldur. Mað-
urinn hefur tekið sér bólfestu við
þennan fjarðarbotn. Beinin, sem
troðast niður í sandinn á gólfinu,
sýna það, ag frumbýlingurinn rær
til fiskjar, brotin vinnutæki, sem
lögð eru til hliðar, votta, að hér sitja
konur að tóvinnu í skini eldanna. og
eitt og annað ljóstrar því upp, að
þetta fólk á sKipti við menn, sem
korna af fjarlægum löndum með efni-
við, er kemur sér vel í nýbyggðinni.
Sumt af þessu hafnar í öskunni. Og
þarna alast upp tápmiklir drengir,
sem. hugulsamur faðir eða aldurhnig-
inn afj eða fósiri gefur trévopn, sem
hann hefur telgt á síðkvöldi eða ó-
veðursdegi.
10
T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ