Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Page 4
I
GUÐLAUGUR JÓNSSON SKRIFAR UM
Baulárvallaundrin svonefndu hafa
á sfnum tíma eflaust vcrig mikið um-
talsefni manna á Snæfellsnesi og lík-
lega víðar. Og þó að nú séu liðin
meira en 120 ár síðan þau gerðust,
ber þau enn á góma, jafnvel bæði í
ræðu og riti. Fyrir skömmu var
þeirra getið í ferðalýsingu um Út-
botna Helgafellssveitar, sem birtist
í 35. tbl. Sunnudagsblaðs Tímans, 4.
nóvember 1962.
*
Tvær aðalheimildir um þessa dul- .
arfullu atburði hafa komizt á prent,
svo að mér sé kunnugt, báðar byggð-
ar á frásögn konunnar, sem fyrir
þeim varð, og báðar taldar staðfestar
af sjónarvottum að verksummerkjum
á Baulárvöllum daginn eftir hina
minnisverðu atburðarnótt. Ýtarleg-
asta lýsmgin, sem til mun vera á
þessum atburði, birtist í V. bindi af
ævisögu Árna prófasts Þórarinsson-
ar, „Með eilífðarverum“, sem Þór-
bergur Þórðarson hefur fært í letur
og út kom f Reykjavík árið 1949.
Þessi lýsing Árna prófasts verður nú
tekin hér upp orðrétt, til glöggvun-
ar og skilningsauka á því, sem síðar
segir.
Frásögn séra Árna hljóðar svo:
„Jón sundmann, bróðir Kristínar
í Skógarnesi, flutti sig með Kristínu,
‘konu sinni, og barni ársgömlu, sem
Kristjana hét, neðan úr byggðum og
settist að á koti uppi á Snæfellsnes
fjailgarði. Það hét að Baulárvöllum.
Þá var allur búfénaður þeirra 10 ær,
1 kýr og 2 hross. Þar kom fyrir at
burður, sem ég tel meðal þejrra
undra, er dularfyllst og ægilegusl
hafa gerzt hér á landi, svo að kunn
séu. Sú saga skal hér rakin grein
legar en hún hefur áður verið sögð
á prenti.
Uppi á miðjurn ' Snæfellsnesfjall-
garði er stöðuvatn allstórt, sem Bauly
árvallavatn heitir. Liggur það í hviift
•mikilli, sem verður í fjallgarðinn
fyrir botni Dufgusdals og um 3 kílo-'
metra f suður frá suðurenda Kerl-
ingarskarðs. Upp frá vatninu rísa
fjöll á alla vegu nema niður að daln-
um. Þar fellur úr því á, serþ rennur
niður Dufgusdal og þaðan um byggð-
ir Miklholtshrepps til sjávar. Hún
heitir Straumfjarðará. Mikið er af
vatnasilungi í Baulárvallavatni, þó
að Íítt hafi þar verið stunduð veiði
fyrr en á síðustu árum.
Á nítjándu öld var bær við vatnið.
Stóð hann við rætur fjallshlíðarinn-
ar sunnan þess, á austurbakka lítill-
ar ár, svonefndrar Baulár, sem fellur
f vatnið úr suðri. Frá bæjarhúsun-
um niður að vatninu var rösklega
þriðjungur úr kílómetra. Þessi bær
hét Baulárvellir.
Það var um miðbik nítjándu aldar,
að þau Jón og Kristín fóru að búa
á Baulárvöllum. Ekki veit ég með
vissu, hvað þau bjuggu þar lengi.
En á fyrsta eða öðrum vetri þeirra
hjóna þar bar svo til á jólaföstu, að
Jón þurfti að skreppa erinda sinna
niður í Staðarsveit. Fór hann að
heiman snemma morguns og skyldi
verða burtu þann dag allan, næstu
nótt og fram eftir deginum þar á
eftir. Kristín var ein í kotinu með
barnið.
Tekið var að skyggja, þegar hún
hafði lokið útiverkum daginn, sem
Jón fór. Settist hún þá inn í baðstofu
og kveikti ljós. í vökulokin, um tíu
leytið, fer hún út í fjós og mjólkar
kúna. Að því búnu signir hún fyrir
utidyr, gangadyr og baðstofudyr,
eins og hún var vön, og gengur svo
til náða, slekkur ijósið og leggst út
af með barnið fyrir ofan sig í rúm-
inu. Rélt í því heyrir hún, að farið
er upp á baðstofumæninn og rekið
niður í hann bylmingshögg uppi yfir
rekkju hennar. Var höggið svo mik-
ið, að baðstofan skalf öll við með
braki og brestum, og hélt Kristín,-
að hún myndi hrynja yfir sig. Greip
hana þá hræðsla mikil, ag vita sig
eina með ungbarn í skammdegis-
myrkri á fjöllum uppi langt frá öll-
um mannabyggðum og fjæni allri
manulegri hjálp. Heitir hún á Guð
að líkna sér og barninu og signir
kringum þau f rúminu.
Þá heyrir hún ruðzt niður baðsiofu-
þekjuna, og rétt á þftir dettur því-
líkt högg á útidyrahurðina, að
Kristínu heyrist hún brotna í mola og
brotin sendast inn göngin. Þar næst
tiÖTTIH FÆRIST YFIR LÁGREISTA KOFANA VIÐ FJALLAVATHSÐ
ER NIÐRI í SVEIT — KONAN EIN HEIMA MEi BARN SITT.
BONDINN
12
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ