Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Page 5
heyrir hún, ag komið er upp á úti-
dyragöngin og á þau dynja þung
högg og imikil. Gengur þetta alllengi,
og má glöggt heyra, að rof og raftar
úr gangaþakinu eru að hrynja niður
í göngin. Hún heyrir, að alltaf geng-
ur meira og meira á göngin, og að
höggin og niðurbrotið færást nær
og nær baðstofunni. En þá er snúið
þaðan frá og þrammað að búrinu
og það lamið niður með braki og
hruni. Að því loknu er tekið til við
eldhúsið og því gerð svipuð skil.
Eftir það er farið upp á þekjuna
yfir göngunum að baðstofudyrunum,
Heyrir Kristín þaðan mikið högg og
raft falla niður. Þá grípur hana skelf-
ing. Hún snarast fram úr rúminu og
gengur að baðstofuhurðinni, krossar
fyrir hana marga krossa og biður
Guð 'Sinn og Frelsara að hjálpa sér
í þessum hörmungum. Þegar hún
hefur lokið við að gera krossana og
biðja bænarinnar, snýr hún aftur að
rúmi sínu. Þá gerist það undur, að
henni hverfur allur ótti og yfir hana
flæðir „himneskur friður“, eins og
hún sjálf komst að orði. Leggst hún
fyrir hjá barninu, róleg og örugg.
í sama mund er horfið frá bað-
stofugöngunum og aftur farið upp á
búr og eldhús og heyrist þaðan högg,
brothljóð og dynkir. í því rennur
Kristínu í brjóst léttur blundur. Þá
sér hún eins og í hugsjón, en þó
skýrt sem í vöku, ófreskju mikla og
hræðilega og samt í mannsmynd
standa fyrir utan baðstofuhurðina,
hvessa á sig stór og heiftarþrungin
augú, og beyrir hana kalla með
grimmdarfullri röddu: „Ég kemst
ekkert fyrir krossunum þínum,
Kristín“.
Eftir þetta mókír Kristín allt' til
dægramóta og veit þó af öllu, sem
fram fer úti, heyrir gegnum blund-
inn sífelldar bai'smíðar, dynki, hrun
og brothljóð alla nóttina. Þessu held-
ur áfrarn, þar til byrjar að birta af
degi. Þá linnir loksins ólátunum og
allt fellur í kyrrð og ró. „En þó að
ég vissi, hvað fram fór alla nóttina“,
sagði Kristín, „þá fann ég ekki til
nokkurs ótta. Það var yfir mér vel-
Ilðan og öryggi".
Kristín fór að klæða sig, þegar
tekið var að birta. Svo gekk hún að
baðstofuhurðinni og ætlaði að opna
dyrnar. En þá gat hún varla ýtt hurð-
inni frá dyrastafnum, því að göngin
voru niður hrunin allt inn að hurð,
en hún opnaðist til útidyra. Henni
tðkst þó einhvern veginn að troða
sér út. En þar var heldur ömurlegt
um að litast. Allur bærinn niður
brotinn nema baðstofan. Gegnfrosn-
ar þekjurnar lágu í molum niðri í
tóftunum og enginn raftur, biti eða
sperra uppi hangandi. Þetta var allt
mölvað eða sundurmulið og sumt svo
smátt, eins og það hefði verið malað
í kvörn. Aðeins veggirnir munu hafa
staðið eftir lítt skaddaðir, og gripa-
húsin hafði ekki sakað.
Kristín gaf nú skepnunum og
mjólkaði kúna. Þegar því var lokið,
klæðir hún barnið, tekur það í fang
sér og leggur af stað til manna-
byggða. Gekk hún niður Dufgusdal
og alla leið niður að bænum Hrisde1
í Miklaholtshreppi. Það er rösklega
8 kílómetra vegur. Þar segir hún f
tíðindum á Baulárvöllum. Fannst
öllum saga hennar sögð með slíkun
ólíkindum, að Kvistín mundi ekki
vera með réttu ráði. Enga sá þó
ingu á henni og enga breytingu fr
því, sem hún átti að sér að ve
Þessu næst var sent út að Hofs
stöðum, sem er lakan hálftíma gang
fyrir neðan Hrísdal. Þar bjuggu þá
Magnús hreppstjóri x Jónsson og
Kristín, systir Jóns sundmanns. Þeim
voru sagðar fréttir frá Baulárvöllum.
Magnús bregður þegar við og heldur
upp að Hrísdal og lætur Kristínu
segja sér frá öllum atburðum, sem
gerzt höfðu um nóttina.
„Satt muntu segja, þótt ótrúleg sé
sagan“, svarar Magnús, er Kristín
hafði lokið frásögn sinni. Síðan kveð-
ur hann með sér fjóra menn upp að
Baulárvöllum til að athuga verksum-
merki. Þegar þangað kom, reyndist
allt vera eins og Kristín hafði frá
sagt. Og sú var skýrsla hreppstjórans,
að þar hefði enginn mannlegur kraft-
ur verið að verki. Þó að tíu rnanns
hefðu beitt þar öllu afli, myndu þeir
ekki hafa getað afrekað þvílíka eyði-
leggingu á einni nóttu, þv{ að svo
hefði víða verið að unnið, að líkast
væri sem rjáfur og raftar væru muld-
ir í lcvörn.
Meðan skoðunarmennimir standa
þarna höggdofa á bæjarrústunum,
kemur Jón Sundmann neðan úr
Staðarsveit. Bregður honum allilla,
er hann sér bæ sinn hruninn og
menn standa þar yfir svörtum rúst-
um. En hreppstjórinn kallar til hans,
áður en hann er kominn heim að
bænum: „Vertu óhræddur! Konu
þinni líður vel og barninu".
Þeir gefa svo gripunum og mjólka
GUÐLAUGUR JÓNSSON
kúna. Síðan snúa þeir til byggða og
Jón með þeim.
Jóni var ekki á móti skapi að gefa
þegar upp búskap á Baulárvöllum,
en Kristín vildi fara þangað aftur.
Reið þá Magnús hreppstjóri um sveit-
ina að safna mönnum og efniviði til
að gera upp bæinn. Fór til um tíu
manns og byggðu bæinn upp að nýju.
Torf gátu þeir rist á þökin í dýja-
vermslum. Og síðan var kúamykju
klínt smám saman ofan á. Kristín
var á Hofsstöðum, meðan unnið var
að bæjargerðinni“.
Árni prófastur tilnefnir sem heim-
ildarmenn sína að þessari frásögn
þau Kristínu, lconu Magnúsar hrepp-
stjóra, og systur Jóns Sundmanns og
Kristján bónda Elíasson á Ytra-Lága-
felli £ Miklaholtshreppi, en hann var
sonur Elíasar bónda Sigurðssönar í
Straumfjarðartungu, er verið hafði
einn þeirra manna, er unnu að end-
urreisn bæjarhúsanna á Baulárvöll-
um.
í Gráskinnu II. 1929, er frásögn af
Baulárvallaundrunum, skrásett 1899
af Lárusi Halldórssyni, síðar sóknar-
DAGAR, LtGGJA KOFARNIR I RÚSTUM OG ÞVERBROTNIR RAFTAR
STANDA UPP ÚR ROFNUM ÞEKJUNUM — HVAÐ GERÐIST ÞESSA NÓTT?
T t M I N N — SUNNUDAGSBI.AÐ
13