Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Page 7

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Page 7
um í Kolbeinss’aðahreppi, og gerðiit þá hinn fyrsti hreppsnefndaroddviti þar í sveit, samkvsemt nýrri lögskip- an sveitarstjórnarmála. Hann fór t; Ameríku 1876. Saga Baulárvalla verður að þessu sinni ekki rakin lengra en nú þegar hefur verið gert, því að þess gerist ekki þörf með tilliti til æviferils þeirra hjóna, Kristínar og Jóns Sund- manns. Jón Sundmann , var fæddur að Syðra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi 7. júlí 1798, sonur hjónanna Sigurð- ar Guðbrandssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur. Þau bjuggu fyrst í Syðra- Skógamesi, síðan á Svarfhóli í sama hreppi, þar næst í Arnartungu í Staðarsveit og loks á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi — fluttust þangað 1826. Ekki er annað kunnugt en Jóo hafi fylgzt með foreldrum sínum, þangað til þau fluttust að Hofsstöð- um, þá varff hann eftir í Arnartungu og taldist „lausamaður", en flutti svo aðsetur sitt árið eftir að Dal í Mikla- holtshreppi. Þar bjuggu þá roskin hjón, Asmundur Magnússon og Sig- ríður Halidórsdóttir. Og þar kvænt- ist Jón 28. okt. sama ár Kristínu Þórð- ardóttur, og þar eru þau í hús- mennsku 1828. Aðeins smápartur er til af sóknarmaíintali Miklaholts árið 1829, svo að ekki verður fullyrt um aðsetur þeirra hjóna það ár, en lík- lega hafa þau annaðhvort verið kyrr á sama stað eða fært sig að Kleifár- völlum í sömu sókn. Svo mikið er víst, að þau eru skráð búandi á Kleif- árvöllum 1830 og síðan óslitið til 1833. Svo vill til, að Kleifárvalla er ekki getið í sóknarmanntalinu 1834, svo að óvíst er um bústað þeirra hjóna það ár. En vera mætti, að bærinn hafi fallið úr manntalinu af vangá og þau hafi verið þar kyrr. Þau eru þar að minnsta kosti, þegar allsherj- armanntalið var tekið 1835 og síðan óslitið til 1837, en þá þrýtur mann- talið og hefst ekki aftur fyrr en 1855. Það er því alveg óvíst um bústað þeirra árið 1838 og lang líklegast, að þá hafi þau veriff á Baulárvöllum, enda litlar líkur til að þau hafi getað verið þar siðar, og varla heldur fyrr, sem síðar segir. Árin 1839—1842 bjuggu þau í Eyrarsveit: í Bár og Hellnatúni, og 1843 og 1844 á Slit- vindastöðum í Staðarsveit. Og 1845 slíta þau samvistir jafnframt því að þau fluttust frá Slitvindastöðum. Jón gerðist þá vinnumaður á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi, hjá Magnúsi Jóns- syni, sem kvæntur var Kristínu (yngri) systur Jóns Sundmanns. En Kristín Þórffardóttir lagði þá leið sína vestur í Flatey á Breiðafirði og var þar í eitt ár. Vegna þeirrar vöntunar á sóknar- manntali Miklaholtsprestakalls, sem fyrr var getið, verður ferill Jóns ekki rakinn næstu árin eftir þetta, en lík- legt er, að hann hafi þá ekkert farið burt úr sókninni. Og þegar allsherj- armanntalið var tekið 1850, er hann orðinn þar bóndi á parti í Gröf, og þau hjónin tekin saman aftur. En þá hafði Kristín misst heilsuna. Á því sama ári fór hún að Hallbjarnar- eyri til lækninga og dó þar úr krabba- meini, að talið er. í Gröf voru þau Jón og Kristín í sambýli við hjónin Guðmund Þórðar- son og Þóru Þórðardóttur, sem var bróðurdóttir Kristínar. Guðmundur og Þóra voru föðurforeldrar séra Lárusar Halldórssonar þess, er ritaði áðurgréindan frásöguþátt í Gráskinnu árið 1899. Enn heldur áfram eyðan í sóknar- manntalinu, svo að ferill Jóns verð- ur ekki rakinn örugglega árin 1851— 54, en líklega hefur hann þá alltaf verið í Gröf. Hann er þar að minnsta kosti við allsherjarmanntal 1855 og býr á jarðarparti sem áður með Jó- hönnu nokkurri Jónsdóttur, 45 ára að aldri, og talin fædd í Ingjaldshóls- sókn. En af þeim slitrum, sem til eru af kirkjubókum Nesþinga frá fyrstu áratugum 19. aldar verður ekkert ráðið um uppruna og ætterni Jó- hönnu. Hún er í manntölum sögð kona Jóns, en svo undarlega vill til, að hjónavígslu þeirra hefur hingað til hvergi fundizt getið. Jón og Jóhanna bjuggu í Gröf óslit- ið til 1869, en fluttust þá að Svarf- hóli í sama hreppi og voru þar í eitt ár. Árið 1870 skildu þau. Jóhanna fluttist þá að Ballará í Dalasýslu, en Jón gerðist húsmaður á Borg i Mikla- holtshreppi. Þar bjó þá Jón Jónsson, hreppstjóri, síðar á Hjarðarfelli og fór til Vesturheims 1883, kvæntur Vilborgu, dóttur Guðmundar og Þóru í Gröf, sem fyrr var getið. Nú var Jón Sundmann tekinn allmjög að eld- ast, enda_Jeið nú óðum að lokunum fyrir honum. Þó var það hvorki elli né lieilsuleysi, sem reið honum að fullu, heldur slys. Hann drukknaði, og er svolátandi frásögn af því slysi í Þjóðólfi 11. marz 1871: „Skiptapi. — 31. jan. þ. á. um kvöldið fórst bátur með 4 mönnum vestur í Eyrarsveit rétt undir Iandi. Þeir komu innan úr Stykkishólmi og voru vel hlaðnir, mennirnir máske eigi heldur algáðir. Sló þá í baksegl, er inn undir land kom, og hvolfdi bátnum. Þrír mennirnir drukknuðu þar; form. Jón Jónsson frá Eiði, góð- ur smiður, nál. 50 ára, sonur hans Daníel nál. tvítugur, smiður líka, og Jón Sigurðsson nefndur Sundmann'; fremur roskinn, en fjórði maðurinn Sigurbjörn að nafni, komst af“. Það er með öllu ókunnugt, hverra erinda Jón var fyrir vestan fjall að þessu sinni, en átt hefur hann þá heima í Miklaholtshreppi, eftir því sem segir í kirkjubók Helgafells. Lík mannanna fundust og voru jörðuð í Bjamarhöfn. Kristín, húsfreyja Jóns Sundmanns, var fædd á Ytra-Lágafelli í Mikla- holtshreppi 25. nóvember 1791, dó .t- ir Þórðar bónda Jónssonar (auka. stóri) og 1. konu hans, Ingveldar Eiríksdóttur. Hún ólst upp hjá for- eldrum sínum á Ytra-Lágafelli, Borg- arholti og Syðra-Skógarnesi, og er ekki kunnugt að hún færi nokkuð úr foreldrahúsum fyrr en 1819, þá gerðist hún vinnukona á prestsetr- inu Hítardal. Þar bjó þá sóknarprest- urinn Björn Benediktsson. Tveim ár- um síðar réðst hún frá Hítardal að Ósakoti í Staðarsveit sem bústýra. En þar höfðu húsum að ráða um þær mundir synir Hans Hjaltalíris kaup- manns, Benjamín og Hans Friðrik, verzlunarmenn á Búðum. Sú vist Kristínar stóð í eitt ár, og hélt hún svo aftur heim í Miklaholtshrepp og settist að á Stakkhamri. Þar bjó þá bróðir hennar, Jón Þórðarson, hrepp- stjóri, kvæntur Guðríði Jónsdóttur, sem áður hafði átt séra Magnús Sig- urðsson í Miklaholti. Þegar hér var komið, var Kristín barnshafandi af völdum Hans F. Hjaltalíns, og barn sitt fæddi hún á Stakkhamri. Það var drengur og látinn heita Friðrik, fæddur 5. febrúar 1823. Hann mun ávallt hafa fylgzt með móður sinni, aðallega í Miklaholtshreppi, enda átti hún þar mikinn fjölda skyldmenna og venzlamanna. Hann fluttist með móður sinni og stjúpföður vestur í Eyrarsveit og vistaðist þar á Hall- bjarnareyri hjá Kristínu eldri Sigurð- ardóttur, systur Jóns Sundmanns og manni hennar, Þorleifi lækni, sem þangað fluttust frá Hofsstöðum árið 1841. Friðrik Hansson varð skamm- lifur; dó á Hallbjarnareyri 4. maí 1843, úr lungnabólgu, að talið er. Kristínu og Jóni Sundmann fædd- ust tvö börn, á meðan þau bjuggu á Kleifárvöllum. Kristjana, fædd 12. nóvember 1830, og Daníel, fæddur 21. nóvemþer 1831. Daníel dó á Kleif- árvöllum 1837, en Kristjana fylgdist með foreldrum sinum, þar til sam- búð þeirra rofnaði 1845. Þá vistaðist hún í Staðarsveit. Upp úr því lenti hún á samfelldum flækingi til 1867, eða í 22 ár. Má með sanni segja, að allan þennan tíma hafi hún ekki hald- ið kyrru fyrir, því að leið hennar hefur legið um 7 sýslur norðan-, vest- an og sunnan lands og átt hefur hún þar eigi færri en 16 heimili. Árið 1867 fluttist hún frá -Norðtungu í Mýrasýslu til föður síns á ný, en hann var þá búandi í Gröf með Jó- hönnu Jónsdóttur, og fylgdist hún svo með þeim, unz þau skildu 1870. Þá réðst hún til vistar í Neðri-Hunda- dal í Miðdölum til bóndans Torfa Sveinssonar, sem var ekkjumaður eft- ir fyrsta hjónaband. Þaðan fluttist hún með Torfa árið eftir að Kirkju- T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 15

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.