Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Síða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Síða 8
skógi í sama hreppi. Toríi bóndi gekk að eiga Kristjönu og bjuggu þau í Kifkjuskógi til æviloka Kristjönu 29. marz 1883. Eina dóttur áttu þau sam- an, Kristfríði Jónínu að nafni; hún fór til Ameríku. Svo segir um Torfa í bókinni Dalamenn eftir séra Jón Guðnason: „F. 20. des. 1822. Foreldrar: Sveinn Finnsson í Neðri-Hundadal og f. k. h. Guðrún Guðmundsdóttir. Bjó á parti af Neðri-Hundadal 1857—71. Bóndi i Kirkjuskógi 1871—87. Fór svo til Vesturheims eftir ráðstöfun hrepps- nefndar. Dó i Glenbors, Manitoba, 1 des. 1905“. Þessu næst er að athuga líkurnar fyrir aðseturstíma Jóns og Kristínar á Baulárvöllum og ársetningu undr- anna, á grundvelli framangreindra upplýsinga. Eins og áður segir hafa ekki fund- izt skráðar heimildir um aðsetur þyjra hjóna í 3 ár á því tímabili, sem hér virðist koma til greina, þ. e. árin 1829, 1834 og 1838, og skulu þau nú athuguð nánar hvert fyrir sig. Árið 1829 virðist ekki geta komið til greina, þegar af þeirri ástæðu, að mannabyggðin á Baulárvöllum hafi þá ekki verið risin af grunni, og í annan stað af því, að Kristjana Jóns- dóttir var þá ófædd. Og sama máli er að gegna með árið 1334 vegna þess að þá hefur annað fólk verið á Baulárvöllum. Miklar líkur eru til þess, að Guðmundur Sumarliðason hafi búið þar það ár Guðrún Guðbrandsdóttir fluttist þang að 1834 og hún og Guðmundur eru þar bæði samkvæmt manntali 1835 Að vísu mætti láta sér til hugar koma, að þarna hefðu orðið aðseturs skipti nokkurn hluta úr árinu, en þó verður að' telja það fremur ósennilegt Árið 1838 virðist ekkert því til fyr irstöðu, að þau hjónin hafi þá geta?1 verið á Bauiárvöllnm. Þá vant.ar hp: ildir um aðsetur þeirra og ekki vitað um neinn, sem þá væri í kotinu. Má og jafnframt hafa -það í huga, sem Árni prófastur segir í skýrslu sinni, að þau Jón og Kristín muni hafa flutzt út í Eyrarsveit á næsta vori. Og enginn vafi getur leikið á því, hvenær þau voru þangað komin, sam- kvæmt framansögðu. Niðurstaðan af þessum athugunum hlýtur því að verða sú, að Baulárvallaundrin hafi gerzt veturinn 1838—39. Og við þá niðurstöðu mun verða að sitja, þar til nýjar og betri heimildir hafa komið í leitirnar. Eflaust hafa þau Kristín og Jó,. Sundmann verið bláfátæk og því ekk: 8. spalti — Báulárvallaundrin — - átt margra kosta völ með jarðnæði eða annað og sama máli hefur líklega verið að gegna með flesta eða alla þá aðra, sem tóku sér aðsetur á Baul árvöllum. Þótt fólk á fyrri hluta 19 aldar hefði enga hugmynd um að gera þær kröfur til lífsþæginda, sem komu fram löngu síðar og alkunnai eru nú á dögum, þá má næstum því ganga að því vísu, að sérhver hlutað eigenda hafi óskað sér betra hlut- skiptis en þess, að þurfa að setjast að á Baulárvöllum. Fyrir þau Jón og Kristínu kann það þó að hafa ver ið þolaniegra með hliðsjón af því, a£ þegar hér var komið, hafði svo skip azt, að á bæjunum hið næsta þeim við fjallið að sunnanverðu bjuggu ættingjar þeirra og venzlamenn. Þórður, bróðir Kristínar, bjó á Dal. Systir Jóns, Þórlaug, var húsfreyja í Hrísdal, gift Guðmundi Jónssyni, og Kristín (eldri), systir hans, var hús- freyja á Hofsstöðum, gift Þorleifi Þorleifssyni, síðar í Bjarnarhöfn. En Þorleifur og Jón Sundmann voru óræðrasynir og systrasynir. Það er rnissögn, að Magnús Jónsson, em átti Kristínu yngri, systur Jóns mdmanns, hafi búið á Hofsstöðum * Fjöldi ferðafólks og veiðimanna við Baulárvatn. (Ljósm.: Magnús Karl Antonsson). og verið hreppstjóri á þeim tíma, sem liér getur komið til greina; hvort tveggja gerðist síðar. Ýmsir munu telja söguna um Baul- árvallaundrin bæði furðulega og ótrú- lega. En þannig er mönnum ævinlega tamt að bregðast við þeim fyrirbær- um, sem þykja hafa gerzt á yfirskil- vitlegan hátt. Annar þáttur málsins, sem mætti valda nokkrum heilabrot- um, er sú sögn, að Kristínu hafi fýst að fara aftur að Baulárvöllum, þrátt fyrir hina átakanlegu reynslu, sem hún var nýbúin að öðlast þar á staðn- um. Flestum mun ganga betur að trúa því, sem segir um þetta á öðrum stað, að allt fémætt hafi verið flutt burt úr kotinu strax eftir að undrin iiöfðú gerzt, og ekki hafi verið búið þar að staðaldri upp frá því. Ein- hverjum kann því að koma það full- komlega á óvart, og hreint ekki óskemmtilega, að aldrei mun mann- legt líf á Baulárvöllum hafa verið stöðugra og fjölbreyttara en einmitt í nokkur ár upp úr 1839. Og kann það að vera engu ómerkilegra að sinu leyti en það, sem á undan var gengið. En þetta er kapítuli úr óskráðri sögu Baulárvaiia. í FUGLAFIRÐI - rramhalð af 11. siðu spjald, bönd úr tágum, tinnusteinn 6g fleira smálegt. Það, sem fannst í laginu oían á elztu gólfskánmni, var áþekkt: Brot úr leiriláíum og klébergsílátum, biýni, snældusnúðar úr steini, ým- ist klébergi eða færeysku grjóti, brot úr tréílátum, bönd úr einiviðar- tágum, eldskörungur, steinkola, við- arkol, tinna, hurðarloka, vaðsteinar, járnmolar, hesiihnetur, dýrabein og loks trésleifar, ein sérlega falleg, 37 sentimetra löng. með krosslaga gati á miðju blaði. Alls voru góiílögin átta, og fannst mun færra í efri lögunum. Því, sem fannst í elztu gólflögun- um, svipaði mjög til þess, sem áður hafði fundizt við rannsóknir á forn- um rústum færeyskum, og byggingar- lagið er hið sama og þekktist þar frá uppgreftri í Kvívík, þótt þar yrði ekki sannað hvernig þekian var borin uppi. Það var ekki stórvægilegt, sem fannst, en öll til samans veita brot- in innsýn í líf og hætti á löngu liðn- um öldum. Með dálitlu hugmynda- flugi má gera mynd af því fólki, sem endur fyrir löngu lifði í bogmyndaða skálanum við Gjógvará og láta sig gruna einhvern snefil af því and- rúmslofti, er pað hrærð'ist í. (Heimild: Fióðskaparrit — Tofta- rannsóknir í Fuglafirði eftir Sverra Dahl). 16 T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.