Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Blaðsíða 11
Skógur olíufurna, svo þétfur, aS varf verSur greint á milli borturnanna. Þannig „mjólka" mennirnir jörSina, en ágóSinn
rennur ekki f alla vasa jafnt, því miSur.
l l~>IIHIHl)IBI| !■—■IIIIII M HWMWIIiIWIII
HIÐ FLJÓTANDI
GULL - OLÍAN
Olíuvinnslan er ein mesta drif-
fjcður heimsf jármagnsins á okk-
ar tímum og á ríkan þátt í fram-
vindu hinnas- alþjóðlegu stjórn-
málabaráttu, ekki sízt á bak við
tjöldin. — Flestir myndu ætla
að órannsökuðu máli, að olíu-
iðnaður væri fyrirbrigði, sem
sprottið væri upp úr nútíman-
um. En það er öðru nær: Olíu-
vinnsEa á sér langa sögu.
Hinn sögufrægi Nói bar bik á örk-
ina sína að innan og utan, en þetta
bik vall úr jörðu nálægt heimabyggð
hans, Úr. Gríski sagnfræðingurinn
Herodót segir, að Alexander mikli
hafi orðið undrandi, þegar hann sá
borgarbúa í Kirkuk væta göturnar í
hráolíu og bera eld að; þetta var nú
þeirra sorphreinsunaraðferð. Leirtöfl
ur frá Úr segja frá verðhlutfaliinu
milli hveitis og jarðbiks, og það hlut-
fall hefur ekki verið ólíkt því, sem
er nú á tímum. — Jarðboranir, sem
miðuðu að því að ná náttúruauðæfum
úr skauti jarðar, liafa þekkzt í margar
aldir. Kínverjar voru brautryðjendur
á iþví sviði: Þeir boruðú eftir salti við
Chungking.
En olíuiðnaður í nútímaskilningi
Hnanm
varð í rauninni ekki til fyrr en Evwin
L. Drake tókst að búa til gufuknúinn
jarðbor árið 1850. Með tilstilli hans
hugsaði hann sér að ná lampaolíu
úr iðrum jarðar. Verulegur skriður
komst á olíuiðnaðinn, þegar efnafræð
ingur við Yale-háskólann í Bandaríkj-
unum fékk í hendur sýnishorn af olíu
árið 1859, sem kom úr jörðu í
Pennsylvaníu. Niðurstöður rannsókna
hans voru svö jákvæðar, að framtíðar
möguleikar þessarar ,,bergolíu“ voru
augljósir, og þegar I stað hófst um-
fangsmikil olíuleit.
Menn höfðu aldrei komizt í kynni
við neitt því líkt sem þennan nýja
vökva. Hann hafði marga ólíka eigin-
leika. Hann var framúrskarandi létt-
ur, eitraður, og af honum var mikil
sprengihætta. — Á fyrstu árum olíu-
iðnaðarins fór mikill tími og umhugs-
un í ag finna upp sérstakar hreinsun-
ar- og flutningsaðferðir.
Og smám saman komu fram á sjón-
arsviðið olíuvagnar, olíuskip og olíu-
leiðslur. Árangur þessarar sífelldu
þarfar á betri skipulagningu varð
samhæfing ólíkra vinnubragða, sem
birtist í því, að eitt og sama olíufé-
lagig hefur á hendi alla vinnu, sem
viðkemur olíu frá því hún kemur úr
jörðu og þar til neytandinn tekur við
henni tilbúinni á olíu- og benzinstöðv-
um. Þetta hefur meðal annars orðið
til þess, að í baráttunni gegn auð-
hringunum hafa olíufélögin verið
tekin sem lýsandi og hættuleg dæmi
um einokun auðhringanna.
Fljótlega komu fram sérkenni í
olíyiðnaðinum: tilhneigingin til stöðl-
unar (standardisering). í Bandaríkj-
unum hafa til dæmis öll ríki fastar
reglur um hið löglega ikveikjumark
steinolíunnar, og það var ekki af
ástæðulausu, sem eitt af stærstu olíu-
félögunum gaf sjálfu sér nafnið
„Standard Oil“. í lok síðustu aldar
kom nýtt vandamál til sögunnar:
Sprengihreyfillinn virtist þurfa ótrú-
lega mikið magn, bæði af hinum loft
kenndu, og jafnframt hættulegu efn-
um Ijósolíunnar og hinum þyngri
smurolíum. Á fyrstu árunum eftir
aldamótin háðu oliufélögin bitra bar-
áttu innbyrðis um að finna upp að-
ferðir til þess að hinar leyndardóms-
fullu og flóknu hreinsunaraðferðir á
olíunni og fá einkarétt á þeim.
Hin mikla og síaukna eftirspurn
eftir steinolíu vakti strax miklar efa-
semdir um framtíg þessarar nýju
framleiðslu, því að sérfræðingar
höfðu mismunandi skoðanir á því,
hve lengi olíubirgðirnar í iðrum jarð
ar myndu endast. Og stjórnmálahlið-
in var heldur ekki auðveld viður-
eignar, því að Bretaveldi gat státað
sig af því, að það hafði raunverulega
yfirráð á mestum hluta olíufram-
leiðslu heimsins. — Fyrri heimstjTj-
öldin gerði ljóst, svo að ekki varð
um villzt, hve'mikilvæg olían væri
í hernaði. „Vesturveldin sigldu fram
til sigurs á olíusjó sínum“, sagði
Curzon lávarður. En státni Bretanna
reyndist vera álíka haldgóð og dómar
sérfræðinga um, hve lengi olían ent-
ist í iðrum jarðar. Ný tæki, sem
ætluð voru til notkunar við jarðfræði
rannsóknir, voru nú einnig notuð við
olíuleit í Bandaríkjunum, og reyndist
IÍMINN - SUNNUDAGSB1.AÐ
19