Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Page 12
 Hér er verið að vinna að því að leggja leiðslur, sem flyija eiga jarðgas fil þeirra staða, þar sem þess er þörf. af þeim mikið gagn. Það leig heldur ekki á löngu, þar til nýjar olíulindir fundust í Venezuela, Iran og Irak. — Olíubirgðirnar reyndust vera nægar og eftirspurnin óx stöðugt. Framþró- un bifreiðaiðnaðarins um allan heim og sívaxandi þörf tækja til þess að flytja fólk frá einum stað til annars, gerði það að verkum, að brennslu- olía varð ómissandi. — Jafnframt tók olían og jarðgas að leysa steinkolin af hólmi i æ ríkara mæli. P.rezki flotaforinginn, Fisher lá- varður, hafði séð þessa þróun fyrir, og hann þreyttist aldrei á að benda brezku stjórninni á, að breyta yrði um og knýja herskip flotans með olíu í stað kola. Fyrir þessa fram- sýni hlaut hann uppnefnið „olíubrjál- æðingurinn". Nú á tímum eru nær öll skip knúin olíu. Olíunotkun í Bandaríkjunum hefur meira en hundraðfaldazt á tímabil- inu frá 1900—1962. Á sama tíma jókst tala bifreiða, sem aka eftir þjóð vegum Bandaríkjanna, frá þúsund upp í 90 milljónir. Þróunin varð ekki eins ör í öðrum löndum heims, en hún hneig þó algjörlega i sömu átt. Bifreiðin, sem í fyrstu hafði aðeins verið hugsuð sem skemmtitæki, varð smátt og smátt ómissandi í öll- um menningarlöndum heimsins. Heimshlutar, sem áður voru einangraðir og afskekktir, eru nú opnir fyrir alls konar verzl- un, og í raun og veru er engin eðli- leg ástæða fyrir því, ag sumar þjóðir lifa í allsnægtum meðan aðrar svelta. í Bandaríkjunum hefur ríkisstjórn- in reynt að vernda hinn innlenda olíuiðnað með tollmúrum og með því að takmarka innflutning frá ýmsum löndum heims. Með þessu hugðist rík isstjórnin gera landið sjálfu sér nógt, þegar erfiðleikar steðjuðu að. Þetta atriði hefur valdig miklum deilum og endalausum orðaskiptum milli þingmanna bandaríska þjóðþingsins. Það hefur lika haft í för með sér, að framleiðsla sumra ríkja Bandaríkj- anna hefur verið skorin niður og olíu- verðið hefur hækkað — Um allan heim hafa komið fram síendurbættar aðferðir í olíuiðnaðinum, sem hafa orðið öllum olíulöndum til góðs og aukið olíumagnið, sem fengizt liefur úr jörðu. Nú fer mikill hluti olíuleit- arinnar fram á hafsbotni. Truman, forseti Bandaríkjanna, gaf. á sínum tíma út reglur um eignarétt olíu á bandarískum siglingaleiðum. En nú er sennilegt, að bráðlega finnast nýj- ar olíulindir á meira hafdýpi en hing- að til hefur þekkzt, og það mun leiða til þess, að milliríkjasamninga verð- ur að gera um nýtingu olíulinda á al- þjóðlegum siglingaleiðum. Þessi mikla og öra þróun, skapar bæð'i iðnaðar- og verzlunarvandamál, sem nú er engin leið að sjá fyrir endann á, þótt menn sé farið að gruna upphaf þeirra. Þessi vandamál stafa fyrst og fremst af því, að olíah finnst aðeins á tiltölulega takmörkuðu svæði, og margar stærstu olíulind- irnar eru í löndum, sem eiga lítið annarra auðæfa og eru sum hver fá- menn. Sam dæmi um þetta má nefna: Venezuela, Kuwait, Saudi-Arabíu, Abu Dhabi, Irak, Iran, Qatar, Algier og Libyu. Olíuframleiðslan veitir mikl- um gjaldeyrisstraumi inn í þessi lönd, og afleiðingar þess eru nú þeg- av farnar að koma í Ijós: Löndin við Persaflóann heimta skatta og gjöld af olíufélögunum, sem svarar meira en 1,5 milljörðum dollara á ári. Auk þess greiða olíufélögin innlendu vinnuafli laun og kaupa innlent hrá- efni, sem þau þurfa til starfsemi sinn ar, og verður þá sú fjárhæð gjald- eyris, sem rennur í ríkiskassa þess- ara landa rúmlega 2 milljarðar doll- ara. Venezuela eitt fær árlega gjald- greiðslu, sem svarar 700 milljónum dollara. f öilum þessum löndum eiga sér miklar og örar framfarir stað: Þar eru byggðir skólar, vegir og hús, verzlunarviðskipti aukast stöðugt og verðmæti fasteigna vex mjög ört. Þegar olía fannst í þessum lönd- um og farið var að vinna hana, urðu sum þeirra, sem áður höfðu verið meðal fátækari þjóða heiifis, stór- rík, - og hafa afleiðingar þess, að minnsta kosti þær jákvæðu, komið fram í aukinni menntun almennings. Fyrir tæpum mannsaldri voru ekki margir meðal almennings í Mið-Asíu, sem kunnu að lesa og skrifa, en tala þeirra fer nú ört vaxandi. Það er ekki hægt að segja til um með vissu, hve miklar tekjur þessara þjóða eru á hvern einstakling, en ef miðað er við meðaltal, er óhætt að reikna með því, að til dæmis Kuwait, séu tekj- urnar um það bil 2000 dollarar á hvern íbúa á ári, í Saudi-Arabíu um 1000, í Venezuela rúmlega 1500 og í Qatar hvorki meira né minna en 3000 dollarar. Þessi lönd eiga fyrir sér í framtíðinni að verða velferðar- ríki, ef að líkum lætur og þessar miklu tekjur verða notaðar til upp- byggingar. — Það verður líka að hafa í huga þessu sambandi, að þetta er aðeins byrjunin á þróun, sem á eftir að renna langt skeið um ókomin ár. Þjóðfélög þessara landa 20 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.