Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Qupperneq 13
eru enn lítt þróuð á vestrænan mæli-
kvarða. Þar eru enn ekki til fjár-
málastofnanir, sem eiga sinn þátt í
því að auka velmegun almennings,
svo sem tryggingastofnanir, bygginga
og lánastofnanir, auk fjölda ann-
arra þjóðfélagsstofnana, sem
auka veltu fjármagnsins. Enn þá er
miklu af hinum háu tekjum af olíu-
framleiðslunni varið til fjárfestingar
erlendis. Kuwait á til dæmis fjárfest-
ingu á verðbréfamarkaðnum í London
sem nemur rúmlega 750 milljónum
dollara. Þessar fjárfestingar eru varð
ar með þeim hætti, að nauðsynlegt
sé að tryggja tekjurnar af forða, sem
fijótlega taki enda, en þessi afsökun
er haldlítil: Olíulindirnar í Kuwait
eru svo miklar, ag miðað við núver-
andi olíuframleiðslu tæki að minnsta
kosti öld að tæma þær. Það virðist
furðulega hóflaus „framsýni“ að
tryggja sig gegn svo fjarlægri fram-
tíð. Og margt getur átt sér stað á
einni öld, ekki sízt í stjórnmálalegu
tilliti.
Samkvæmt nýjustu upplýsingum
virðast olíubirgðir í jörðu í Mið-Asíu,
sem nú eru þekktar, vera um 187
milljarðar olíufata eða þar um bil.
En sérfræðingar, sem eru vel kunn-
ugir í þessum löndum, álíta, að ef
olíuleitinni yrði haldið áfram á þess-
um slóðum, gætu birgð'irnar hæglega
orðið um 500 milljarðar olíufata. —
Fram að þessu hefur hvert olíufat
gefið olíulöndunum um það bil einn
dollar í aðra hönd. Ef þessi stöðugi
gullstraumur væri nýttur sem skyldi,
væri framtíðin Ijós, en það eru hin
stjórnmálalegu vandamál þrándur í
götu. Eitt af hinum miklu vandamál-
um í þessum heimshluta, sem enn
er óleyst, eru ákvörðun landamæra.
Fyrr á tímum voru ekki til nein á-
kvéðin landamæri í eyðimörkinni, svo
að þar er lítið að styðjast við. Þetta
er vel skiljanlegt, þar sem hv.er kíló-
metri af eyðimerkursandi skiptir ekki
miklu máli á þeim tímum. En nú
getur einn ferkílómetri í eyðimörk-
inni þýtt tugþúsundir olíufata, og þá
kemur annað upp á teninginn. Um-
hveríis Persaflóann eru örugg landa-
mæri fá á landi og enn þá færri í
sjónum. En hafsbotninn þar er eitt
mesta olíusvæði heimsins. Þar eru
fimm olíuvinnslusvæði, sem öll eru
nýtt af fjarlægum þjóðum: IJanam
International vinnur úti fyrir Iran;
Japanar utan við Saudi-Arabíu; Shell
úti fyrir Qatar; British Petroleum og
Compagnie Francais úti fyrir strönd-
um Abu Dhab.
Það er nauðsynlegt, að þessi landa-
mæri verði fastákveSin, einnig und-
ir yfirborði sjávarins því að olíusvæði
munu án efa oft ganga þvert í gegnum
landamæralínurnar og skapa þannig
deilur. Það er eitt slíkt svæði til milli
Bahrein-eyja og Saudi-Arabiu. Þar
Olíuvinnslustöövar eru mikil mannvirki. Hér er ein slík Myndin er tekin undir
olíuleiðslum, sem liggja frá sívölum geymum.
hefur orðið samkomulag um oliu-
vinnsluna, en það eru svipuð olíu-
svæði í Persaflóanum, þar sem landa-
mæralína getur gert út um eignar-
rétfinn á mörgum milljónum olíu-
fata.
í þessu tilfelli verður að koma til
kasta lögfræðinga og dómstóla og rik-
isstjórnirnar verða að koma sér sam-
an um, hvar mörkin eiga að vera,
annars mun illt af hljótast.
Það má segja, að vandamálin varð-
andi landamærin séu ekki minni á
landi en sjó. Saudi-Arabía hefur til
dæmis ekki örugg landamæri nema
á fáum stöðum. Til allrar hamingju
hafa ekki risið upp deilur um neitt
sérstakt olíusvæði á þessum slóðum,
en þær geta orðið hvenær sem vera
skal. Deilur af þessari ástæðu hafa
þegar risið milli Túnis, Libýu og
Algier,, og olíuleiðslurnar, sem ákveð-
ið er að gera á þessum landsvæðum
munu hafa ný vandamál í för með
sér. Á öllum þeim stöðum, sem nú
hafa verig nefndir, eru sem sagt í
deiglunni afdrifarík alþjóðleg deilu-
mál.
Hið gífurlega fjármagn, sem streym
ir inn í þessi lönd, getur orðið upp-
haf annarra deilna og árekstra milli
ríkisstjórna þeirra: Stórrík fursta-
TlMINN - SUNNUDAGSBl-AÐ
21