Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 4
Beinamálið húnvetnska
— fjórði frásöguþáttur
XXI
Árið 1815 kom nýr prestur að
Hjaltabakka. Var það séra Einar Guð
brandsson, er áður hafði um langt
íkeið búið embættislaus suður í
Borgarfirði. Var kona hans, Ragn-
heiður Jónsdóttir, prestsdóttir frá
Hvammi í Norðurárdal og hafði áður
verið gift einum Gilsbakkapresta.
Fylgdu þeim norður uppkomin börn
Ragnheiðar af fyrra hjónabandi.
Þeim hjónum varð þó ekki langra
samvista auðið á Hjaltabakka, því að
Ragnheiður lézt skömmu eftir að hún
kom þangað. Séra Einar kvongaðist
í annað sinn sumarið 1817 og gekk
þá að eiga lngibjörgu, dóttur Magn-
úsar Gíslasonar, er var sýslumaður
Húnvetninga á síðasta fjórðungi
átjándu aldar.
Þetta sumar var venju fremur
þurrt í Húnaþingi, og þegar á leið,
var oft mjög stormasamt. Um haustið
gerði aftakaveður af norðri með
brimi svo miklu, að þá gekk sjór
hærra á land á ströndinni milli Vatns
ness og Refasveitar en menn minnt-
ust þá um mörg ár.
Þetta sama haust vOru þrjú
hundruð ár liðin, frá því að svonefnd
siðbót Marteins Lúthers hófst, og var
þá að boði konungs haldin minningar
hátíð í þrjá daga samfleytt. Var
byrjað að hringja kirkjuklukkum að
kvöldi fimmtudagsins 30. október-
mánaðar, en prédikað hinn næsta
dag í kirkjum landsins, eftir því sem
til vannst. Mest var þó um dýrðir að
sunnudeginum. Fólkið streymdi í
flokkum á kirkjustaðinia og hlýddi
með andakt á prestana rekja siða-
skiptasöguna, eins og hún horfði við
frá þeirra sjónarhóli, og bændurnir
sneru heim með Ágsborgarj.átning-
upa prentaða í vasanum.
Svo var það, að maður frá Hjalta-
bakka, líklega Bjarni Eyjólfsson,
vinnumaður þar, eða Jónas, stjúpson-
ur prests, var á gangi nálægt ósum
Blöndu miðvikudaginn næs'tan eftir
siðaskiptahátiðina, hinn 5. nóvember-
mánaðar. Sem hann var staddur þar
utan við, er hina háu sjávarbakka
milli Hjaltabakka og Blönduóss þrýt-
ur, rétt við hól þann, er SkiphóII
var kallaður, sá hann bein standa upp
úr sandinum á milli steina á nær
jafnsléttu, neðan við grasteyginga í
hólbrekkunni, Var þarna grjót á víð
og dreif, en grónar þúfur á milli.
Hann staldraði við og virti fyrir sér
beinin.
Hann hafði ekki lengi skoðað þau,
er það rann upp fyrir honum, að
þetta voru mannabein. Lærleggur og
brot úr mjaðmarbeini lá ofan á sand-
inum, en upp úr honum stóð annar
lærleggur og þunnt bein, sem reynd-
ist vera skel höfuðkúpu. Talsvert
voru þessi bein ellileg, og brotnaði
kastið af leggnum, sem sat fastur í
sandinum, þegar hann dró hann upp
úr honum.
Maðurinn skundaði heim og sagði
presti, hvað hann hafði fundið. Þóttu
þetta allmikil tíðindi, og varð marg-
rætt um þennan beinafund á Hjalta-
bakka. Séra Einar var að sönnu ekki
orðinn gagnkunnugur í sóknum sín-
um, en þó var hann búinn að heyra
nákvæmlega sagt frá strandi Hákarls-
ins og þekkti út í æsar orðróm þann,
sem lá á um hvarf skipstjórans. Flögr
aði þegar að mönnum, að þarna væru
bein skipstjórans komin í leitirnar.
Hinn næsta laugardag hélt séra
Einar inn að Skiphól með Bjarna og
Jónasi Jónssyni, stjúpsyni sínum, til
þess að vitja beinanna og kanna
fundarstaðinn. Reyndist staður sá,
sem þau voru á, vera drjúgan spöl
frá sjó, og mældust siðar þrjátíu
faðmar frá dysinni að efsta flóðfari
sjávar í sjóganginum mikla þetta
haust. Ekki töldu þeir geta komið til
greina, að Blanda hefði náð að skola
beinum á þennan stað.
Prestur gróf nú til, þar sem bein-
in voru, og fann þá fljótt meira af
beinum, er lágu þarna með heldur
óreglulegum hætti, öll sundurlaus.
Virtist steinum hafa verið hlaðið eða
kastað að beinunum, því að norðan-
verðu £ dysinni var steinaröð með
skipulegri hætti en annars staðar.
Grunnt var á beinin. Flest sneru þau
auötur og vestur, og vissi höfuðkúp-
an að sjó, en þó voru fótleggir til
hliðar við bein úr efri hluta líkam-
ans, sinn hvorum megin, og tábeinin
næst höfðinu, mjög nálægt höfuð-
kúpunni. Tennur fundust, hvítar og
heilar, en ekki komu neinir handlegg-
ir í leitirnar. Annan mjaðmarspaðann
vantaði einnig, og kjálkinn annar
var brotinn. Leitað var, hvort ekki
fyndust hnappar eða leifar fatnaðar
einhvers konar, en ekki varð prestur
var við neitt slíkt.
Beinin voru nú flutt heim að
Hjaltabakka og látin þar í kassa eða
kistu til geymslu. Síðan skrifaði
prestur Kristjáni kaupmanni Schram
í Höfðakaupstað og sagði honum tíð-
indin. Brá kaupmaður fljótt við og
fól Bimi Ólafssyni frá Vindhæli, er
þá var fyrir alllöngu orðinn umboðs-
maður á Þingeyrum, að beita sér
fyrir rannsókn þessa máls.
XXII.
Um þessar mundir gegndi sami
maður sýslumannsembætti í Húna-
vatnssýslu og Strandasýslu og bjó á
Reykjum í Miðfirði. Það var Jón
Jónsson, er áður hafði alllengi búið
í Bæ í Hrútafirði, roskinn maður og
enginn höfuðskörungur í málsóknum.
Var nú til hans vikið að boða til
þings, og fór frumrannsókn fram á
Hjaltabakka í byrjun desembermán-
aðar. Þar lýsti séra Einar og þeir
Hjaltabakkamenn beinafundinum, og
kvað prestur upp úr með það, að
hann ætlaði þetta bein skipstjórans
af Hákarlinum. Færði hann það fram
skoðun sinni til stuðnings, að á þess-
um slóðum hefði enginn maður horf-
ið í manna minnum, nema þessi skip-
stjóri, að undanteknum Erlendi
bónda Guðmundssyni, sem týndist
100
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ