Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 6
í stofum inni. Aðkomumennirnir urðu ekki færri en fimmtíu. Hinir betri bændur og konur þeirra hlutu sess í húsum inni, en kotungar og vinnukindur húktu í göngum og gripahúsum eða norpuðu á hlaði úti. Hreppstjórar og mektarbokkar renndu a-ugum yfir hjörðina með hörkulegum valdsmannsbrag, sem hæfði slíkum mannfundi, og karlar og kerlingar stungu saman nefjum með hátíðlegum undirfurðusvip. Sums staðar brá þó fyrir glaðhlakka legri eftirvæntingu og drýgindalegri íbyggni. Þar fóru óvinir Þorvalds, sem loks sáu hilla undir það, að hann fengi makleg málagjöld, og hið sögufróða fólk, er þóttist geta leyst svo frá skjóðunni, að eftir því yrði tekig og á orði haft. En það vottaði líka fyrir óróleika og kvíða. Margt hafði verið sagt á liðnum árum, og það gat reynzt örðugt að standa við sumt af því. Enginn vissi heldur, hvað upp kynni að grafast, þegar slík ur mannfjöldi var yfirheyrður, og það fóru sjaldnast allir með alveg hreina samvizku af strandfjöru. Og þeim, sem ekki treystu sér til þess að leysa fullkomlega frá skjóðunni, gat staðið beygur af þeim svardögum, sem óumflýjanlegir voru. Fæstir gátu leynt forvitni sinni, þegar höfuðpaurarnir j þe9sum leik, Þorvaldur og Eggert, héldu í hlað með konur sínar, Guðrúnu Einars- dóttur og Bagnheiði) Skúladóttur. Álkurnar teygðust út úr hverri gætt, og hvimandi augu beindust að þessu fólki úr öllum áttum. Þeim Þorvaldi og Eggerti var ólíkt farið. Eggert hafði lengi kvalizt af megnri hugsýki og þunglyndi, svo að varla dróst úr honum orð, og á köfl- um hafði kona hans jafnvel orðið að vaka yfir því, að hann færi sér ekki að voða. Nú var hann fölur og fár og hnugginn mjög að sjá. Þorvaldur var skuggalegur á svip og órór nokkuð, í senn flóttalegur og þrjózkufullur, en enginn vottur iðrunar og uppgjafar í fasi hans. Aftur á móti var Guðrúnu, konu Þorvalds, miklu meir brugðið en Ragnheiði á Ásbjarnarstöðum. Þegar sýslumaður hafði sett þingið og fullnægt formsatriðum öllum, var Eggert kallaður til yfirheyrslu fyrst- ur manna. Hann var bljúgur og hóg- vær og gaf lítinn gaum að öðru en þeim spurningum, sem fyrir hann voru lagðar. „Hafið þér verið orsök til lífláts Knúts Herlufs Petersens?“ spurði Björn á Þingeyrum, þegar sakborn- ingurinn hafði sagt nafn sitt og rifj- að upp aldur sinn. „Nei“, svaraði Eggeit. „Hverja meinið þér að vera orsök til, að þetta er svo sterkt ryktað upp á yður og hvernig áformið þér að hrinda löglega því rykti?" „Ég hef engan grun um, hvers vegna ég er ryktaður af því, og rykt- inu get ég ei komið af mér“, svaraði Eggert mæðulega. Þessu næst var hann spurður í þaula um athafnir sínar og ferðir um það leyti, er Hákarlinn strandaði, aðkomuna á strandstaðnum, og hvað hann vissi um gerðir Þorvalds þá daga. Loks er innt var eftir því, hvort hann vissi ekki til þess, að Þor- valdur hefði deytt skipstjórann. En Eggert neitaði því eindregið. .Hafið þér ei heyrt það?“ „Heyrt hef ég það, að hann muni hafa verið valdur að því“, sagði Egg- ert og horfði í gaupnir sér. Þá var að þvf vikið, hvort hann hefði ekki séð hjá Þorvaldi neina fjármuni, er ætlandi væri, að hann hefði fengið af skipinu, eða heyrt um slíkt getið í fórum hans. „Nei — hvorki seint né snemma", sagði Eggert. „Fenguð þér nokkra peninga hjá honum, þegar hann var hér eður síðar?“ „Nei — aldeilis enga.“ „Fenguð þér nokkrar aðrar vörur hjá honum nefnt tímabil?“ „Nei — engar vörur“. „Vissuð þér til, að hann hafi selt nokkrar vörur, þá hann var hér?“ „Ekki vissi ég til þess nema spæni, sem hann var að smíða“. „Þekktuð þér hann fyrir að vera góðmenni eður það mótsetta?“ „Meinlauslega hagaði hann sér hérna á Hjaltabakka, og ekki hef ég heyrt illt um hann rætt, síðan hann fór héðan“, svaraði Eggert. Það var ekki einu sinni hægt að fá hann til þess að tala illa um Þor- vald. En þegar um það var spurt, hvort Þorvaldur væri ekki hugaður maður, samsinnti hann þvf fúslega. Þegar hér var komið yfirheyrsl- unni, gekkst Eggert allt í einu við því, að hann hefði fundið í skipinu silkipyngju græna eða pokaskaufa með fyrirbandi og skúfum á, þegar hann var að vinna við uppskipunina í lestinni. Sagðist hann hafa orðið þess áskynja, að peningar voru í pyngjunni, og hugðist hann laumast Framhald á 118. síðu. „FÆSTIR gátu leynt forvitni sinnl, þegar höfuSpaurarnir í þessum leik, Þorvaldur 00 Eggert, héldu ( hlaS meS konur sinar, GuSrúnu Einarsdóttur og RagnhelSI Skúladóttur". 102 T ! M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.