Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Qupperneq 19

Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Qupperneq 19
með því, að tíu menn, sem höfðu ver ið kærðir, fengu lágar sektir og einn þeirra stuttan fangelsisdóm. Það var allt og sumt. Plum slapp með 4000 króna sekt fyrir falskt bókhald. Og löngu áður en málið var til lykta leitt, tók hann til óspilltra málanna í viðskiptalíf- inu. Transatlantíska verzlunarfélagið var að vísu gjaldþrota, en hann átti enn smjörútflutnjngsfyrirtækið, sem Framhald af 104. slSu. við, að það væri þegar farið að sjá á Boggu, varg ekki lengur í móti mælt. AJda samúðar- og vorkunn- semi flæddi um hjörtu kvenfólksins, og stjórn kvenfélagsins fór þegar að ræða um það, hvers konar aðstoð hún gæti veitt Boggu í þessari ógæfu hennar. Bn hið brennandi spursmál, sem yfirgnæfði bæði samúð og allar bolla leggingar um aðstoð, þegar að fæð- ingu barnsins kæmi, var faðerni þess. Allir, karlar jafnt sem konur, ungir sem aldnir, brutu heilann um þenn- an mikla leyndardóm, vógu og mátu líkur og möguleika, báru fram rök og gagnrík af þeirri hugmyndaauðgi, að hver leynilögreglumaður hefði mátt vera hreykinn af. Gat það verið Jónatan sjálfur? Hann Jónatan? — Nei. Það var úti- lokað. Annar eins heiðursmaður og hann Jónatan á Bakka. Auk þess myndi hann aldrei þora svo mikið sem gefa kvenmanni homauga, hvað þá meira, fyrir henni Sigurlaugu. Annar karlmaður hafði ekki verið á heimilinu, nema karlinn hann Hall- grímur, faðir Sigurlaugar. Hann, kom inn hátt á áttræðisaldur — það var óhugsandi. O . . . annað eins hafði nú svo sem gerzt. Sumir karlar héldu nábtúr- unni fram í andlátið, já, og dæmi voru þess,- að þeir versnuðu með aldrinum í þessum efnum. — Hann Hallgrímur? Bkki hafði hann getað átt mema þessa einu dóttur með kon- unni sinni, sem hann bjó þó með í fjörutíu ár, og ekki var hann svo beysinn ag sjá hann orðið, karltetr- ið. Nei. Það var útilokað, að hann væri kvenmannsfær lengur. í sambandi vig allt þetta umtal og vangaveltur rifjaðist þag upp fyr- ir unga fólkinu, hveinig Bjarni hafði látið við Boggu á dansleiknum um áramótin síðustu. Hvert einasta smá- atriði, sem þar gerðist, var dregið á ný fram í dagsljósið. Bjarni hafði að vísu verið farinn á undan Boggu, en hún hafði farið út götu að leita hans. Hver vissi, nema þau hefðu hitzt? Ekkert var líklegra, og enginn líklegri til þessa ó'þokkabragðs en hann hafði byrjað með. Og á furðu- lega skömum tíma hafði hann byggt nýja spilaborg, sem var mjög yfirgripsmikil og barst mikig á. En hún reyndist samt aðeins gálgafrest- ur og hrundi til grunna, þegar upp komst, að til hennar var stofnað með beinum svikum og fjárdrætti. Þegar afhjúpunin var á næsta leiti, setti hann punktinn aftan við annan þátt svikaferils síns með skambyssuskoti. einmitt Bjarni. Og hið eina, sem Bogga hafði sagt Sigurlaugu, var þetta, að barnið þyrfti ekki að skammast sín fyrir faðernið. Líkum- ar voru sterkar, og þar með hafði al- mannarómur kveðig. upp þann úr- skurð, að Bjarni væri faðirinn. Auðvitað hafði Bjarni heyrt það eins og aðrir, að Bogga var vanfær, og hann tók þátt í umræðunum um faðernið og lét ekki sitt eftir liggja að kasta fram glósum um þennan og hinn, sem til greina gat komið. En smátt og smátt fór Bjarni að verða var ýmissa veðrabrigða. Ungu stúlk- urnar gáfu honum svo undarlegt auga og jafnvel flissuðu á eftir hon- um á götunni, og strákamir voru eitt hvað svo andskoti meinfýsnir á svip inn. Það var ekki fyrr en á dansleikn- um 17. júní, að Bjarni komst að því, hvað olli þessum undarlegheitum fólksins í hans garð. Hann var for- maður skemmtinefndarinnar og ætl- aði hann að byrja dansinn, gekk stór og virðulegur til prestsdótturinn ar og bauð henni upp. Prestsdóttir- in sagði hátt og skýrt: „Nei, takk.“ Bjarni trúði ekkj sínum eigin eyr- um: „Viltu ekki dansa?“ hálfstamaði hann. „Ég sagði nei, takk,“ endurtók prestsdóttirin hærra en áður. Allra augu beindust að Bjama. Fyrst stóð hann eins og steingerving- ur, en snerist svo á hæli og struns- aði út, eldrauður í framan. Þegar Bjarni kom aftur að meira en hálftíma liðnum, sáu allir, að hann hafði farið út til þess að auka sér kjark. Stúlkurnar gutu til hans aug unum og flissuðu, en piltarnir glottu og stungu saman nefjum. Þessi dans- lei'kur var hreinasta martröð fyrir Bjarna. Margar stúlkur fóru að dæmi prestsdótturinnar og neituðu að dansa við hann, og þegar dömufrí var, kom ekki ein einasta stúlka til þess að bjóða honum upp. Enn grunaði Bjarna ekki, hvernig í öllu lá. Bræðin sauð í honum, og hann hét því að láta þessi stelpu- fífl og strákaorma finna fyrir því síðar, hvað það væri að móðga Bjarna Sigvaldason. Þag var ekki fyrr en Haraldur vélstjóri spurði hann að því með ögrandi háðsglotti, hvort hann saknaði ekki Boggu á ballinu, að loks rann upp fyrir honum ljós. Það var þá þetta! Fólkið áleit, að hann væri barnsfaðir Boggu . . . . helvítis pakkið. Að vísu hafði hann kannski gengið fulllangt á dansleikn- um í vetur. En fyrr mátti nú vera bölvaður kjafthátturinn. Bjarni hvarf enn af dansleiknum góða stund. Dansinn dunaði, en um- ræðuefni allra vom viðbrögð Bjarna. Piltarnir sögðu, að þetta væri mátu- legt á þennan hrokagikk og kvenna bósa, og mörg stúlkan, sem áður hafði litið Bjarna hýra auga, hallaði sér nú að brjósti piltsins, sem lengi hafði gengið eftir henni með grasið í skónium. Þegar Bjarni kom aftur, var hann sýnilega dukkinn. Hann gekk til einnar stúlkunnar, sem áður hafði neitað honum, kippti henni upp úr sætinu og dró hana út á gólfið. Stúlk an reiddist, barðist um og gat slitið sig af Bjarna. Þá missti hann alla stjórn á sér: „Þú, bölvuð merin þín,“ öskraði hann og benti á stúlkuna. „Þér þótti nógu gott að sofa hjá mér í vetur. Ha? Var það ekki? — Og þú, Stína litla, eltir mig og dróst mig bak v.ið hús til þess að fá að kyssa mig. Ertu búin að gleyma því, sem gerðist í sumar uppi í Xjarrhólum, Þóra Ingi- marsdóttir?" Bjami ætlaðj að halda áfram, en í þessum svifum var þrifið óþyrmi- lega í öxl hans og honum snúið við. Það var Haraldur vélstjóri, bróðir Þóru, orðlagður kraftamaður, en mesta stillingarljós. „Ef þú þarft að svívirða einhvern hér, Bjarni, þá skaitu snúa þér að mér. Það var ég, sem spurði þig. hvort þú saknaðir ekki Boggu á ball- inu.“ Bjarni sleit sig lausan og ætlaði að greiða Haraldi vel útilátið högg. En Haraldur vatl sér undan, svo að högg ið kom á öxlina. Haraldur náði taki á öðrum handlegg Bjarna, og það tókust með þeim harðar sviptingar. En þótt Bjarni væri vel að manni, var hann eins o,g barn í járngreipum vélstjórans, sem nú var tvíefldur. — Allir, sem þekktu Harald, sáu, að nú var hann reiður. Ungu mennirnir höfðu hópazt sam an utan um þá til þess að sjá betur, hvað gerðist. „Haldig áfram að dansa, piltar mín ir,“ sagði Haraldur hægt og stillilega. „Ég er einfær um að koma honum Bjarna hérna út fyrir dymar. Svo ætla ég að lofa dyraverðinum að dansa, það sem eftir er í kvöld. Hann er farinn að stirðna af að standa þarna, en sjálfur hef ég aldrei verið mikill dansmaður.“ !--- : —-t---- Sagan af Digru-Boggu - T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 115

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.