Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Blaðsíða 2
PETER FREUCHEN
Kaupskapnr norðan
heimskautsbaugs
Við Knútur Rasmussen s.ofnuðum
verzlun í Thúle. Þá voru heimskauts-
Eskimóarnir eiki komnir undir dönsk
yfirráð, og fólk á þessum slóðum
hafði nálega einungis verzlað við
skozka hvalveiðimenn. Það kailaði þá-
úpernatlít — þá, sem koma á vorin.
Hjá þeim fékk það aldrei að velja
sér þann varning, er það þurfti á að
halda, heldur létu hvalveiðimennirn-
ir það eitt af höndum, er þeir gátu
án verið, og var það þó með semingi
gert.
En nokkrum árum áður en vjg
komum hafði hinn mikli bandarski
iandkönnuður, Róbert Peary, verið
á þessum slóðum. Landsmenn voru
þá aðeins um tvö hundruð, svo að
hann gat hæglega látið þeim í té þá
vöru, sem þá vanhagaði um. Og hann
greiddi alla þá margháttuðu aðstoð,
sem honum var veitt, með byssum,
verkfærum og mörgu öðru.
Við höfðum lítil fjárráð og litlar
vörubirgðir. En Knútur sagði Eski-
móunum, að vig myndum senda tófu-
skinn til Danmerkur, ef við fengj-
um þau, og fá þaðan í staðinn marga
iþarflega muni næsta ár. Eskimóun-
um varð ekki skotaskuld úr þvi að
afla skinnanna, og voru að langmestu
leyti blárefaskinn, er þeir komu með.
Þag er alltaf ævintýri að byrja verzl-
un meðal óþekkts ættflokks, og það
lá við, að Eskimóarnir vorkenndu
okkur, þegar við létum varning okk-
ar af hendi við þá. Þeir gistu ævin-
leg»i hjá mér, þegar þeir komu til
Thúle, og verzlunarviðskiptin fóru
fram meg þeim hætti, sem nú verð-
iur lýst.
Hver maður kom aðeins einu sinni
eða tvisvar á ári í kaupstaðinn. Fyrri
ferðina gerðu menn skömmu eftir
að ís var traustur orðinn, svo fremi
að þeir hefðu þá veitt svo margar
tófur, að þeir gætu verið þekktir fyr
ir að koma með skinn sín í kaupstað
inn. Menn komu ævinlega með konu
sína og börn, enda voru þetta ein-
hverjir mestu tyllidagar ársins.
Það var myrkur í fjóra daga sam-
fleytt — frá því upp úr miðjum októ-
bermánuði og fram undir febrúarlok.
AlLt fólk í byggðarlaginu hópaðist að
sleðá ferðafólksins, jafnskjótt og
hann kom utan úr myrkrinu, og síðan
var skipzt á kveðjum eftír viðhafnar-
miklum kurteisisreglum. Komumenn
létu ótvírætt í Ijós, hve glaðir þeir
voru yfir þvi ag ver-a- komnir á þenn-
an stað, og heimamenn tjáðu ekki
síður fögnuð sinn yfir gestakomunni.
Gestirnir héldu síðan að húsi mínu,
og þegar hundunum hafði verið veitt
aðhlynning og búið um farangur all-
an, var þeim unninn beini. Soðið kjöt
var reitt fram handa þeim, og síðan
fengu þeir te með sykri. Þetta var
mikil hátíð. Fólkið úr byggðarlaginu
kom líka inn, hlustaðí á samræður,
ræddi við kunningjana og sagði sög-
ur.
Við spjölluðum um tíðarfarið,
sumarveiðarnar, hne^cslanlega at-
burði í grenndinni og margt annað.
En eitt var forðazt að nefna: Tófuna.
Daginn eftir fór allt á sömu lund
— fólk mataðist, dansaði og skrafaði.
Þannig leig hver dagurinn af öðrum,
unz mér fannst ég hafa sýnt þá gest-
risni, sem skylt var. Þá spurðj ég
manninn eins og af tilviljun, hvort
hann hefði veitt eitthvað, af tófum
þetta árið.
„Ég? Tófur' svaraði hann. ,,Ekki
grand! Maður er bágborinn við veið-
arnar og þó ekki jafnaumur vig neitt
og tófuna“
„Einmitt það“, sagði ég, „það var
slæmt. Ég hefði viljað kaupa fáein
tófuskinn til þess að senda til lands
hvítu mannanna að sumri. Og það
áttu helzt að vera úrvalsskinn. Og
þó ag margir verki skinnin sín veh
þá átti ég hvergi von á þeim betri
en hjá þér“.
,,Ó, ó“, stundi maðurinn. „Þessi
mikli hvíti maður fer villur vegar.
Æ, æ, þú veizt ekki, hvað klaufalega
mér ferst við tófuna. Og til hvers
væri það líka, þó að ég veiddi eitt-
hvað? Kæmist ég yfir fáein skinn —
hvað heldurðu, að yrði úr þeim í
höndunum á konugarminum mínum,
jafnlöt og klaufsk og hún er? Hún
kann ekki að verka skinn. Hún kann
yfirleitt ekki til verka, garmurinn sá
arna“.
Konan hlustaði á samtalið, en lagði
eki i orð í belg.
„Jæja“, sagði ég. „Mér sýndist ég
þó sjá, ag það væri talsvert á sleð-
anum þínum. Það var látið hérna
upp á kjötgálgann, og ég hélt, að
þetta væru tófuskinn“.
„Ja — það getur kannski átt sér
stað, að ég hafi einhvers staðar verið
með örfá skinn. En þau eru ekki til
annars nýt en þurrka af sér á þeim.
Þau eru grútóhrein og ekki þess
virði, að þú þreytir augu þín með
því að líta á þau“.
Við urðum ásáttir um það, en eigi
„Það er svo! Ég held nú samt, að
ég vilji fá hjá þér fáein skinn. Eig-
um við að skoða þau í fyrramálið?"
Við urðum ásttir um það, en eigi
að síður barmaði maðurinn sér í sí-
fellu yfir því, ag morgundagurinn
myndi verða sér til ævarandi skamm-
ar. „Æ-æ, hvers vegna fór ég hingað
með þessa lúsableðla? Hvaða fyrir-
munun var það, að ég skyldi ekki
velja mér sómasamlega konu eins og
þið — eða þig . . .“ Og hann benti
á hverja konuna af annarri í hópi
þeirra, sem inni voru. „Nú veit ég
að þetta verður í síðasta skipti, sem
ég kem hingað, því að ég get ékki
látið sjá mig framar eftir alla þá
hæðnishlátra, sem á mér glymja í
fyrramálið, þó að ég reyni kannski að
bera mig að því að Iifa áfram. sem
samt er tvísýnt".
Nú rann upp næsti dagur, og þeg-
ar við höfðum matazt, innti ég
enn að því við gestinn að sýna mér
varning sinn. Hann hafði uppi miklar
úrtölur, en haltraði þó út með konu
sína á hælum sér. Nú var hin mikla
stund runnin upp. Þau roguðust inn
með tvo stóra sekki, og í hvorum
sekk voru á að gizka fimmtíu blárefá-
skinn. Með kveinstöfum sínum og
ólíkindalátum höfðu þau vakið slíka
forvitni, að hver einasta hræða í
byggðarlaginu beið þess með eftir-
væntingu að sjá skinnin. En svipur-
inn á hjónunum, þegar þau opnuðu
sekki sína og hvolfdu úr þeim á gólf-
ið, var því líkastur, að verið væri að
leiða þau á höggstokkinn. En nú var
röðin komin að mér. Ég starði berg-
numinn á skinn eins og ég vissi ekki
mitt rjúkandi ráð.
„Æ-jæja“, sagði ég-loks'. „Það var
þá eins og ég vissi, að þú kemur með
beztu skinnin, sem hér fást í ár. Ég
gat líka sagt mér það, að þau myndu
koma frá þér. Og hér geta allir séð
það. Þessi skinn mun ég harma árum
saman, því að ég skil það undir eins,
ag ég get aldrei eignazt þau“.
Maðurinn leit upp, hnugginn í
bragði: „Hvað segirðu? Eru þau þá
svo slæm, að þú gerir þau aftur-
reka?“
„Sei-sei, nei, síður en svo. Það er
nú eitthvað annað. En þú verður að
fara héðan með hvert einasta skinn,
því að ég get ekki borgað þennan
dýrindisvarning. Varan, sem ég fékk
í sumar, er fjarskalega .slæm, raunar
til einskis nýt. Og ég hef ekki einu
242
T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ