Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Blaðsíða 6
Viö Lagarfljót hjá Egilsstööum á friðsælum sumardegl. Hverj um de'ttur í hug skrímsli, þegar hann stendur hér í kjarrinu og horfir úf yfir kyrran vatnsflötinn? (Ljósm.: PálJ Jónsson). og ferðabók þeirra lætur sér ekkert óviðkomandi. 0 Þar segir i upphafi greinarkorns um Lagarfljót: „Um fljót þetta hafa geingið margar furffulegar sögur bæði fyiT og síðar, og hugðum við leingi, að þær væru annaðhvort lygi- sögur eða hrein ímyndun og efuðumst því mjög um gildi þeirra. Sögur þess- ar fjalla um það, að oft sjáist í fljót- inu ægileg skrímsl, sem flest líkjast geysimiklum ormi“. Þessu næst segj- ast þeir félagar hafa leitað vitnis- burða annála um furður þessar og rekja það efm nokkuð. „En á vorum dögum effa einkum þó árið 1749 og árið þar á eftir hefur sýnum þessum fjölgað stórkostlega". Síðan koma frá sagnir, auðsæilega byggðar á plaggi I ans Wíums eða sambærilegum vitn- i,burðum, og segjast þeir þó sleppa- mörgu. „'En nú hljóta menn að spyrja: Hvemig á að skýra þessi skrímsl í Lagarfljóti? Ekki er hægt að neita þessu með öllu sem einskærum til- búníngi, því að hvorki er unnt að væna svo marga skilorða menn um lygi né h*lda því fram að þetta sé einber ímyndun, þarsem margir menn hafa séð þau samtímis án þess að hafa nokkuff um það hugsað fyrirfram. Því síður er hægt að kenna þetta á- hrifum illra anda, þar sem menn hafa alltaf séð þessi skrímsl um hábjart- an dag og þau hafa ekkert tjón unn- ið. En hvað er þetta þá? Flestra skoðun er það, að þetta séu í raun og veru lifandi skepnur sem hafi ból- festu í fljótinu, en séu annars ókennd- ar aff eðli og háttum, og þessu trúa allir þeir, er þykjast þess fullvissir aff þeir hafi séð skrímsl þessi. Menn halda einnig að þegar skrímsl þessi sjást boði það einhver stórtíðindi, en oftast þó einhverjar hörmúngar, í náttúrunni. Þegar þetta er borið sam an viff það, sem erlendis er skrifað um skrímsl, sem menn þykjast hafa orðið varir í sjónum, t. d. stóru haf- slaunguna í norskum höfum, sem Pontoppídan skýrir frá, — þá virð- ist mikið samræmi í frásögnunum og þær meira aff segja styrkja hver aðra. Þó er það eitt atriði, sem veldur því að fráleitt er, ef hér væri um raun- verulega lifandi skepnur að ræða og eins stórar og sagnirnar herma, að þær gætu lifað og falizt í Lagar- fljóti, og það er staerff fljótsins. í sjónum er nægilegt rými . . . En í Lagarfljóti gæti naumlega veriff dýr sem væri 100 álna lángt eða jafn- vel helmíngi minna. Að' vísu er það mesta fljót landsins, og á einum eða tveimur stöðum hefur fundizt þar 50 faðma dýpi, og breidd þess er á einum staff 960 faðmar. En hins veg- ar er þaff víffasthvar einúngis nokkr- ir faðmar á dýpt og 60—100 faðma breitt..Sumsstaðar er það ekki nema 2—3 álnir á dýpt og hægt að ríffa yfir það án þess að hleypa hestinum á sund. Hvernig gætu þá slík ferliki komizt upp í fljótiff og jafnvel uppf smáárnar, sem í það falla, og hvernig mættu þau dyljast í fljótinu áratug- um saman, og hversu mætti það til bera, aff fiskimenn sem fara um fljót- ið og liggja þar á bátum sínum viff veiðar á dorg og línu, skuli aldrei veiða varir viff dýr þessi né bíffa tjón af umbrotum þeirra og hreyfíngum, og að lokum, hvernig stendur á því að hræ þeirra skuli aldrei hafa fund- izt rekin á grynníngum, því að fljót- ið er eingan veginn allsstaðar svo djúpt, aff hræin gætu borizt til sjáv- ar án þess aff stranda á eyrum effa grynnslum? Skoðun okkar á þessum fyrirbrigðum er sú aff Lagarfljóti sé eins háttað og ýmsum öðrum stór- fljótum og stöðuvötnum á fslandi, þarsem sagt er aff slík skiímsl hafi sézt, en þeim sé eins fariff og ýmsum merkilegum • stöðuvötnum erlendis, þar sem menn þykjast hafa séð undra dýr og aðra furðulega hluti í líki ?46 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.